Tíminn - 05.11.1966, Qupperneq 9
9
LAUGARDAGUR 5. nóvember 1966 _TIIVSSNN __
■ ... ■ ,■ ■■■■ ■■■■■»■ ■■■■'■ ■ —
| Fréttabréf frá starfsemi SÞ
Lægstur ungbarnadauði
t: og hæstur meðalaldur
hjá norrænum þjóðum
Hvergi í heiminum er ung-
barnadauði jafnlítil'l og á Norð
urlöndum. Rúmlega 98 af hundr
aði allra fæddra barna lifa
fyrsta æviárið. Hinn óhugnan
legi mismunur á þessum lönd
um og vanþróuðu löndunum
kemur m. a. fram í því að af
20 af hverjum 100 fæddum
börnum í mörgum löndum Asíu
og Afríku deyja áður en þau
ná eins árs aldri.
Þessar upplýsingar er að
finna í hinni kunnu árbók Sam
einuðu þjóðanna yfir manntal
og fólksfjölgun, Demographic
i'earbook, 1965. Þar kemur fram
að í Svíþjóð er ungbarnadauði
minnstur í heiminum, eða 12,4
á hverja 1000 fbúa. Svo Holland
með 14,4, Finnland með 17 4.
Varðandi önnur Norðurlönd
liggja einungis fyrir tölur frá
1964, en þá var ungbarnadauði
í Noregi 16,8 á hverja 1000
íbúa, á íslandi 17,7 og í Dan-
mörku 18,7. í Bandaríkjunum
voru þessar tölur árið 1965
24,7 og í Sovétríkjunum 28.0
Mestur er ungbamadauðinn
i Gabon eða 229 á hverja 1000
íbúa Efri-Volta hefur 182,
Kongó (Brazzaville) 180, Tyrk
land 165, Indland 139 og Chiie
114.
Víða í Mið-Ameríku og kari
bísku eyjunum hefur ungbama
dauðinn minnkað á síðustu ár-
um, t. d. Dóminíska lýðveld
inu, Mexíkó, Nicaragúa og
Panama-
Hár meðalaldur í
Noregi og Svíþjó?
Stúlkur, sem fæðast í Noregi
Svíþjóð eða Frakklandi. eiga
i vændum flest æviár, — eða
rúmlega 75 ár. Drengir, sem
Ifæðast í Noregi, Svíþjóð eða
Hollandi eiga í vændum rúm-
tega 71 æviár. Á öðrum norð
urlöndum er meðalaldurinn sem
hér segir: Danmörk 70,3 fyrir
drengi, 74,4 fyrir stúlkur, Finn
land 64,9 fyrir drengi og 71,6
t'yrir stúlkur, ísland 70,7 fyrir
drengi og 75.0 fyrir stúlkur.
í Bandarikjunum er meðal
aldur kvenfólks 73,7 ár og karl
manna 66,9 ár. í Sovétríkjun
um eru samsvarandi tölur 73
og 65 ár.
Börn sem fæðast i ýmsum
löndum Afríku eiga ekki ' i
vændum nema 40 æviár. Það
á við um Kongó (Brazzaville)
Ghana, Guineu og Tógó. Með
alaldur indverskra karlmanna
er 41,9 ár og kvenfólks 40,f:
ár. f Kambódju eru samsvar
andi tölur 44,2 og 43,3 og í
Thailandi 48,7 og 51,9.
Árbókm leiðir einnig i ljós,
að æ fleira fólk gengur \ hjóna
band. Árið 1965 voru skráðar
9,2 giftingar á hverja 1000 íbúa
Bandaríkjanna, og hafði hlut-
fallið aldrei fyrr verið svo hátt
í Danmörku hækkaði það úr
7,8 upp \ 8,5 á árunum 1960—
1965. Á öðrum Norðurlöndum
varð vart sömu tilhneigingar.
Matvælaframleiðslan
á sama stigi og eftir
seinni heimsstyrjöld.
Heimsframleiðslan á matvæl
um minnkaði um 2 af hundraði
miðað við fólksfjölda í heimin
um á seinna árshelmingi 1965
og fyrra árshelmingi 1966, seg
ir í nýbirtri ársskýrslu Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
innar (FAO).
Vegna mikilla þurrka fór
framleiðsla matvæla ekki fram
úr framleiðslunni 1964/65. Þó
fjölgaði jarðarbúum um 70
milljónír.
Hin rýra uppskera kom etcki
eftir góðæri, heldur eftir
margra ára harða baráttu við
að halda jafnvægi milli mat-
vælaframleiðslu og fólksfjölg
unar, segir dr. B.R. Sen. for-
stjóri FAO.
Samkvæmt FAO-skýrslunnj
minnkaði matvælaframleiðslan
á hvern íbúa um 4—5 af hundr
aði í Afríku, Rómönsku Amer
íku og vanþróuðum löndum
Suðaustur-Asíu. Skýrslur frá
Kína eru ekki tiltækar, en gert
er ráð fyrir að kornuppskeran
þar hafi verið rýrari en áður.
Reiknað hefur verið út, að
matvælaframleiðslan á hvern
íbúa í vanþróuðum löndum sé
komin á sama stig og hún var
árið 1957, þannig að hún sé nú
jafnófullnægjandi og var fyrir
seinni heimsstyrjöid-
„Hver vottur af varanlegri
ánægju með ástandið í mat-
væla- og landbúnaðarmálum
hlýtur að hafa verið hrakinn út
i yztu myrkur af viðburðunum
á liðnu ári,“ segir dr. Sen í foi
mála fyrir skýrslunni. „Að frá
talinni góðri uppskeru í Norð
ur-Ameríku, er nálega öruggt
að heimsframleiðslan hefur dreg
izt saman. í rauninni er gert
ráð fyrir að hún hafi minnkað
um 2 af hundraði þegar á heild
ina er litið og 4—5 af hundr
aði á hvern íbúa vanþróuðu lan
anna, þegar löndin við austan
vert Miðjarðarhaf eru undan
skilin.“
Jafnvel á svæðum þar sem
framleiðslan á hvern íbúa vai
meiri en fyrir stríð gagnstætt
iöðrum vanþróuðum svæðun,
„hefur hún nýlega minnkað i
hlutfalli við það sem hún var
mest áður.“
í Norður-Ameríku jókst mat
vælaframleiðslan um ca. 4 af
hundraði, í Vestur-Evrópu um
tæplega 1 af hundraði. í Sovét
ríkjunum og löndum Austur
Evrópu varð smávægilegur sam
dráttur, en í Ástralíu minnkaði
framleiðslan um hvorki meira
né minna en 6 af hundraði.
„Við bíðum átekta
áhyggjufullir"
„Þar sem margar milljónir
manna þjást þegar af vannær
ingu, eru litlir og kannski eng
ir varaforðar, er við getum grip
ið til í hallærinu“, segir dr.
Sen ennfremur. TU skamms
tíma hafa hinar miblu kom-
birgðir, sem til hafa verið síð-
an upp úr 1950, verið nauðsyn
legur varaforði sem t. d. kom
í veg fyrir hungursneyð í Ind
landi og öðrum löndum, sem
urðu fyrir þiu-rkum 1965—66-
En þessar hjálparaðgerðir ásamc
nýrri þörf Kína og Sovétnkj
anna á innfluttu korni hafa stór
lega minnkað kornbirgðimar i
Norður-Ameríku, þannig að
þær eru nú minni en nokkru
sinni fyrr á liðnum tíu amm
„Maitvælaástandið í heimin
um er því ískyggilegra nú en
það hefur nokkru sinni verið
síðan verst gekk eftir seinni
heimsstyrjöld- Þess vegna er
það, að við biðum uppskerunn
ar 1966—67 talsvert áhyggju-
fullir," segir dr. Sen.
Spár skýrslunnar eru varkár
ar, þar sem enn er ömögulegt
að segja fyrir, hvori hægt verði
að ná sama framleiðslustigi aft
ur. Mikil votviðri hafa dregið
úr uppskerumnni í Evrópu og
Sovétríkjunum Hveitifram
leiðsla USA er talin munu
verða 7 af hundraði minni en
í fyrra. í Indlandi, Pakistan og
Kína hafa gengið þurrkar. Einn
ig er búzt vð, að skortur á
regni muni minnka hveiti
uppskeruna í Norðvestur-Afr-
íku og allmörgum löndum við
austanvert Miðjarðariiaf.
Ilins vegar er á það bent, að
vanþróuðu löndin tilkynni að
jafnaði fyrst þurrka og önnur
vandræði, en skýri síðar frá
eðlilegu ástandi og góðri uop
skeru.
Minnkun varaforðans hefar
gert það enn brýnna jð taka
til nýrrar meðferðar matvæia
hjálp sem byggist á umfram
birgðum. Sú ákvörðun Banda
ríkjanna að hefja nýrækt á til
teknum óræktarsvæðum og að
gera matvælahjálp sína óháða
umframbirgðum með hmum
svonefnda Food for Freertom
Act þar sem lögð er áherzla á
hjálp við lönd sem eru að
leitast við að auka eigin fram
leiðslu, er nefnd sem skref í
rétta átt
„FAO hefur ævinlega lagt
áiherzlu á, að enda þótt mat-
vælahjálp sé ómetanleg . . .
þá sé það fyrir öllu þegar til
lengdar lætur, að löndin auki
sjálf framleiðslu sína, ef ráða
á varanlega bót á matvæla-
ástandinu“, segir dr. Sen.
FAO er nú að gera leiðbein
ingar-áætlun fyrir þróun land
búnaðar í heiminum. Hún á að
skilgreina hvaða hlutverki land
búaður gegn í heilbrigðum
efnahagsvexti. Ennfremur v°rð
ur auðveldara að meta magn og
form þeirrar aðstoðar sem nauð
synleg er á þessu sviði. FAO
á einnig samstarf við Alþjóða
bankann um fjánhagsaðstoð til
framfara í landbúnaðarmálum
og er að auka hjálparstarfsem
sína, sagði dr. Sen.
Kornvandamálið tví-
sýnast.
Þróunin í korn-rækt veldur
mestum áhyggjum. Komið er
Framhald á bls. 12.
MINNING
Böðvar Tömasson
útgeröarmaöur, Stokkseyri
í dag verður til moldar borinn'
frá Stokkseyrarkirkju Böðvar Tóm
ason, útgerðarmaður, Garði Stokks
eyri. Hann andaðist að heimili
sínu 25. okt. s.l. eftir langa og erf
iða sjúkdómslegu.
Böðvar var fæddur 22. ágúst
1886 að Reyðarvatni á Rangárvöll
um, sonur Tómasar bónda Böðvars
sonar á Reyðarvatni og konu hans
Guðrúnar Árnadóttur bónda á
Reynifelli Guðmundssonar. En þau
voru af kunnum ættum í Rangár-
þingi.
Þar ólst Böðvar upp í glöðumi
systkinahópi, en þau voru fimm
systkinin Voru þau ávallt mjög
samrýmd. Tvö eru látin fyrir
nokkrum árum, Ingibjörg, kaup-
kona í Vestmannaeyjum, og Tóm-
as, byggingameistari í Reykjavík,
en eftir lifa Guðrún, bibett í
Reykjavík, og Árni, hreppstjóri á
Stokkseyri.
Árið 1916 kvæntist Böðvar heit-
mey sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur,
frá Vestra-Geldingalæk á Rangár-
völlum,
Árið 1917 keypti Böðvar jörðina
Brattholt í Stokkseyrarhreppi og
reistu ungu hjónin sér þar bú. Var
hinum unga bónda fljótt veitt at-
hygli, og sýnt, að þar fór enginn
meðalmaður. Hafði honum og ver
ið veitt eftirtekt í Rangárþingi,
áður en hann hvarf þaðan.
í Brattholti bjuggu þau hjón
in í tvö ár. Fluttust þau þá að Ald
arminni á Stokkseyri, en árið 1941
byggðu þau sér nýtt hús, er þau
nefndu Garð, og við þann stað var
Böðvar síðan kenndur
Þeim hjónum varð þriggja sona
auðið. Tómas, sjómaður, er lézt á
s.l. vetri, Guðmundur, kaupfélags.
stjóri hjá Kaupfélagi Vestur-Skaft
fellinga, Vík, og Þórður loftskeyta
maður er núna býr á Garði. Eina
kjördóttur áttu þau, Áslaugu, sem
búsett er í Reykjavík, auk þess ólu
þau að öllu leyti upp tvo drengi
af barnabörnum sínum. Kára og
Þóri.
Hugur Böðvars stóð snemma til
viðskiptalífs og athafna, hvort
tveggja mun honum hafa verið í
blóð borið. Böðvar vildi við fleira
sýsla en búskap eingöngu og þess
vegna valdi hann sér búsetu á
Stokkseyri, þar sem hann sá, að
við fjölbreyttari verkefni myndi
hann njóta sín betur.
Á Stokkseyri sneri hann sér
fljótlega að útgerðarmálum og ár
ið 1919 stofnaði hann lifrar-
bræðslu á Stokkseyri, er hann rak
ætíð síðan. Um langt árabil átti
hann bát einn og var oft meðeig
andi í bátum með öðrum. Var um
boðsmaður Samábyrgðarfélags ís-
lands á fiskiskipum i Árnessýslu
frá 1938. Átti sæti í stjórn Hrað-
frystihús Stokkseyrar í mörg ár.
Öll starfsár sin stundaði Böðvar
jöfnum höndum sjávarútveg, land
búnað og kaupsýslu.
Með Böðvari er til moldar hnig-
inn einn af beztu sonum Stokks-
eyrar, þó að ekki værj hann barn
fæddur Stokkseyringur. Hann
batzt Stokkseyri órjúfanrii bönd-
um. Mun hann aldrei hafa hugsað
til bústaðaskipta.
Böðvar var mikill dugnaðarmað-
ur, greindur vel, hreinskilinn,
drengur góður, kjarkmikill, úr-
ræðagóður, fljótur að taka ákvarð
anir og framkvæma.
f lífi hans skiptúst á skin og
skúrir efnahagslega. Hann þekkti
að verg snauður, bjargálna og efn
aður. Á sviði útgerðar og viðskipta
lífs eru oft miklar sveiflur. En þó
að á móti blési missti Böðvar aldr
ei kjarkinn. Hélt ævinlega ótrauð
ur áfram, baráttuglaður, markviss,
sigurviss og trúarviss, en Böðvar
l var trúhneigður mjög.
j Hjónin voru samrýmd, hjóna-
bandið farsælt, samfylgdin um 50
ár. Hjá þeim var oft mjög gest-
kvæmt, opið hús, ekki hvað sízt
á þeim árum, er kaupstaðarferöir
bænda og samgöngur við Vest-
mannaeyjar lágu meira um Stokks
eyri. Algengt var á þeim árum. að
fyrirvaralaust kæmu hópar gesta,
er allir þáðu beina. Húsmóðirin
tók þessu ávallt vel; var húsmóður
starf hennar mikið og vandasamt.
Böðvar undi sér vel í vinahópi i
heimahúsum, og alls staðar var
hann aufúsugestur. Var þess sakn
að, ef þau hjón gátu ekki komið
því við að heimsækja vini sína,
er þeir efndu til mannfagnaðar.
Böðvar lifði mikla breytinga-
tíma í þjóðlífinu. Fylgdist hann
ávallt af miklum áhuga með fram
kvæmdum og framförum, og ekki
hvað sízt á sviði atvinnulífsins.
Er bifreiðar komu til landsins,
var hann einn af þeim fyrstu ti)
að hagnýta sér þá framþróun. Síð
an átti hann ávallt bifreið, enda
ferðaðist hann mikið, átti oft er-
indi að reka vegna kaupsýslu sinn
ar. Af viðskiptalífinu hafði hann
gleði.
Það er sjónarsviptir að Böðv-
ari. Hann var um langt árabil einn
af burðarásum í atvinnulífi Stokks
eyrar. Hann var þekktur um allt
Suðurland og víðar fyrir athafna
semi og hvað hann var úrræða-
góður. Hann var vinfastur, trygg-
lyndur, hjálpsamur, rétti mörg-
um hjálparhönd, oftast í kyrrþey
hafði ríka samúð með þeim, er
máttu sín lítils, en gladdist inni-
lega yfir velgengni annarra.
Til Böðvars var ævinlega gott
að koma. Frá honum fóru allir
bjartsýnni og baráttuglaðari til
að takast á við verkefni lífsins. Á
sjúkrabeðnum, helsjúkum, stafaði
frá honum þessi lífsþróttur. Það
var gott að hafa kynnzt honum og
eignazt vináttu hans.
Böðvar á Garði ar dáinn- teiH
ing hans mun lengi lifa. Stokks-
eyringar minnast hans bezt með
Framhald a bl3. 12