Tíminn - 09.11.1966, Side 7

Tíminn - 09.11.1966, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 1966 7 TÍMINN Skömmu áður en sjónvarp ið hóf útsendingar sínar, sagði mér hygginn maður, að það yrði líklega til þess, að menn hættu að ofkeyra sig á yfirvinnu. Mað ur þessi virðist ætla að reyn ast sannspár, a- m. k. voru að þvi mi'kil brögð s. 1. mið vikudagskvöld, að menn skund uðu heim til sín strax að lokn um venjulegum vinnutíma og létu alla aukavinnu lönd og leið. ★ Allskemmtitegt vaf að sjá knattspymu'leíkmn frá heims- meistarafceppninni, en hins vegar skemmdi Sigurður Sig- urðsson mjög ánægjuna með stöðugum malanda, og virtist þó Mtil þörf á því, þar sem frábær, ensfcuar þulur lýsti leikn um, og kom þá vel í flos skort \ ur okkar á slíkum þui hvort heldur er í ^o'nfvacpi eða iit- varpi. Sígurður virðist hafa farið í fínu taugarnar á mörg um, sem bezt hefur komið fram í símtölum Wingað á blaðið, og margir virðast hafa gripið til þess ráðs, að draga alveg niður talið — og horfa á myndina án þess.En Sigprður ætti ebki að verða skotaskuld úr þvi áð fega þtítta — það er óþarfi að segja, Bússar eru með knött ipn eða Portíigalar eru með knöttinn, það sja aliif á skerm inum. ★ Þáttur Steinunnar Briem í Svipmyndum var nokkuð góð- ur. Það Iiiýtur að vera fágætt að fimm systur hafi til að bera tónlistargáfu í svo rík- nm mæli og þær Ingólfsdætur, þær hafa allar getið sér mjög góðan orðsfcír á þessu sviði. Tón Mstarflutningur þeirra í þættin um var Mka prýðilegur, en sam tölin fannst mér heidur stirð og líflaus. ★ Dagskráin í kvöld er fjöl breytt að vanda. íþróttaunnend ur fá sinn skammt kl. 18-15, en það er spennandi knattspyrnu kappleikur miHi Danmerkur og Matthías Jónasson svarar spurningum í þættinum „Æskan spyr". Ljósmynd Sjónvarpiö. Svíþjóðar, sem leikinn var s. l. sunnudag. Þá fáum við að sjá fréttafcvikmyndir utan úr heimi og því næst koma hin ir vinsælu Steinaldarmenn. Ým is vandamál æskunnar verða rædd og reifuð í þættinum Æsk an spyr, þar stjórnar Baldur Guðlaugsson umræðum milli Matthíasar Jónassonar pró- fessors og læknanemanna Katrínar Fjeldsted og . Guð- mundar Þorgeirssonar og Guð rúnar Sverrisdóttur hjúkrun arkonu. Ber þar margt á góma m. a. hjónabönd ungs fólks, fóstureyðingar, og fleira þar að lútandi. Eflaust verður fróð legt að heyra, hvað þarna verð ur til málanna lagt. Kl. 21.20 verður sýnd fræðslukvikmynd er nefnist Ljós í myrkri og fjallar um nám og störf barna og ungmenna í blindraskóla Síðasti dagskrárliður heitir Suðrænir tónar, og þar leikur hin vinsæla hljómsveit Ed- mundo Ross. Ég hef verið beð inn um að taka fram, að þul ur í kvöld er Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Kynningar á þulunum hafa víst ekki verið nógu góðar, og oft hefur spunnizt hörkurifrildi út af þvf 'hvor er Ása og hvor Sigríður Ragna. ‘ ★ > Ástandið er fremur bágborið í sjónvarpinu þessa dagana 'vegna kulda. Húsið er uppruna lega verksmiðjubygging en tekki hugsað sem skrifstofuhús inæði og mun frágangur þess ivera samkvæmt því, gluggar leru óþéttir og alls staðar næðir í gegn. Til þess að krókna ekki iúr kulda hefur starfsliðið geng iið berserksgang við útvegun álls konar hitunartækja, í ihverri kompu eru rafmagnsofn iar, og sumir hafa jafnvel tek iið með sér háfjallasólir heim an að frá til að ylja sér á. En þótt fólkinu takist með •þessu að næla sér í einhverja ihlýju, ná tækin qjliki til þess að halda upptökusalnum volg •um og er ekki von á góðu, ef •upptökur eru gerðar um og undir frostmarki. LJÓSAPERUR 32 volt, E 27. Fyrrrliggiandi í stærSum: 15 - 25 - 40 - 60 - 75 - 100 - 150 wött. Eimfremur venjulegar ljósaperur, Fluorskínspíp- úr og ræsar. Heildsöluirgðir: Raftækjaverzlur Islands rt. f. Skólavörðustíg 3 — Sími 17975 — 76- Skrifstofustíilka óskast Óskum eftir skrifstofustúlku með nokkra kunnáttu í mál- um og vélritun. Viðkomandi þarf að geta starfað nokkuð sjálfstætt. Laun fara eftir menntun og reynslu. Umsókn- ir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld n.k. merktar ,,Sjálfstætt skrifstofustarf“. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 38., 39. og 40. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1965 á v.b. Sigurkarfa G.K. 480, þingl. eigrí Fróða h.f., fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands og Jóhanns Níelssonar, hdl., þar sem bát- urinn liggur við Grandagarð, þriðjudaginn 15. nóv ember 1966 kl. 2Vz síðdegis. / Borgarfógetaembættið í Reykjavík. RITARI OSKAST í Landspítalanum er laus staða læknisritara. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsókn- ir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf, ásamt upplýsingum um, hvenær viðkomandi geti hafið störf, óskast sendar skrifstofu ríkisspítal- anna, Klapparstíg 29, fyrir 15. nóvember n.k. Reykjavík, 8. nóvember 1966, Skrifstofa ríkisspítalanna. Stærsta úrval bifreiða á einum stað. — Salan er örugg hjá okkur. Brauðhúsið Laugavegi 126., Smurt brauð Snittur Cocktailsnittur, Brauðtertur Sími 24631. NITTOi JAP0NSKU NITT0 HJÓLBARDARNIR í flestum stærðum fyrirliggjandi f Tollvörugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F, Skipholti 35-Sfmi 30 360 Fiskiskip óskast til söiu- meðferðar: Okkur vantar fiskiskip af flestum stærðum til sölu- meðferðar nú fyrir vetrar- vertíðina. Höfum kaupendur með miklar útborganir og góðar :ryggingar. Vinsamlega hafið samband við okkur áður en þér tak- ið ákvörðun um kaup eða sölu á fiskiskipum. Uppl. í síma 18105 og utan skrifstofutíma 36714. Fasteignir og Fiskiskip, Hafnarstræti 22, Fasteignaviðskipti: Björgvin Jónsson. Auglýsið í ÍSÍVSANLW Aðstoðarlæknisstaða Aðstoðarlæknisstaða við rannsóknadeild Landspít- alans er laus til umsóknar. Laun. samkvæmt samn- ingum Læknafélags Reykjavíkur og stgórnar- nefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspít- alanna, Klapparstíg 29, fyrir 31. desember 1966. Reykjavík, 8. nóvember 1966, Skrifstofa ríkisspítalanna. Nýlegir bílar til sölu Volkswagen árgerð 1964, ekinn 41.000 km. Saab árgerð 1966 ,ekinn 18.500 km. Til greina koma skipti á nýlegum Volvobíl. Upplýsingar í síma 38794 miðvikudag og fimmtu- dag kl. 18-30 til 21.00.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.