Tíminn - 09.11.1966, Síða 12

Tíminn - 09.11.1966, Síða 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. nóvexnber 1966 Er 5 þús. kr. lágmarksgjald- ið ekki of hátt eftir alit? Rætt við forráðamenn Laugardalshaiiarinnar, Jónas B. Jónss. og Stefán Kristj. Alf — Reykjavík. — íþróttahöll in í Laugardal hefur verið mikið til umræðu síSustu dagana, eink xun vegna lágxnarksgjaldsins, sem sett er upp fyrir leigu henn- ar, þegar kappleikir fara fram Hefur flestum forráSamönn- um íþróttahreyf. fundizt gjald- iS of hátt, og sömu sögu er aS segja um öll dagblöSin og út- varpiS- En hvert er sjónarmiS forráSamaxma „hallarinnar“? íþróttasiSan sneri sér til þeirra Jónasar B. Jónssonar, formanns byggingamefndar Laugardals- hallarinnar, og Stefáns Kristjáns sona, íþróttafulltrúa Reykjavík- urborgar, og ræddi viS þá um þetta mál. Sögðust þeir báðir vera hissa á þeirri gagnrýni, sem fram hefði komið, því að ef málið væri skoð að niður í kjölinn, kæmi í ljós, að gjaldið væri ekki of hátt. Þeir sögðust vilja taka fram, að um algera tilraunastarfsemi væri að ræða á þessurn vetri, og að feng inni reynslu, myndi rekstur hall arinnar — hvað viðvíkur íþrótta starfsemi — verða endurskoðað- ur. — Hvað um lágmarkagjaldið? — Légmarksgjaldið var ákveð- ið að vel atihuguðu máli. Og það er hin mesta fjarstæða, að það sé of hátt. Ekki þarf fleiri en 100 álhorfendur, sem borga hver kr. 50 til þess að greiða þetta gjald. Það væri mjög óraunhæft að nota jafn stór húsakynni fyrir íþrótta mót, sem löðuðu ekki fleiri áhorf- endur að sér. í anna stað má segja, að lágmarksleiga sé nauð- synleg, og það myndu inniíþrótt- ir eins og handknattleikur og kðrfuknattleikur reka sig fljótt, á, ef efcki væri. AHs konar aðll ar gætu ótakmarkað farið fram á það að fá leigða höllina fyrir mót og kappleiki, aðilar eins og frjálst íþróttafólk og knattspyrnumenn, sem ekki hafa eins mikil not fyrir höllina og handknattleiks- og körfuknattleiksfólk. Hér er ekki verið að lasta frjálsíþróttafólk eða Iknattspymumenn, þeir aðilar hafa að sjáHsögðu aðgang að höll inni, en með lágmarksgjald- inu væri komið í veg fyrir, að mót sem draga mjög fáa áhorfendur að sér, ryðji annarri starfsemi. sem á meiri rétt á sér í þessu tilviki, frá. — Nú hafa handknattleiks- og körfuknattleiksmenn einkum kvart að yfir því, að lágmarksgjaldið bitni á yngri flokkunum — það muni tæplega borga sig að hafa leiki yngri flokfcanna í höllinni. Hvað viljið þið segja um það? — í fyrra, þegar afnot íþrótta hallarinnar fyrir þessar íþrótta greinar voru til umræðu, lýstu forráðamenn Handknattleiks- ráðs Rvíkur og Körfuknattleiks ráðs Rvíkur yfir því, að þeir teldu eðlilegt, að aðrir, leikir en meist araflokks- og 2- flokks leikir færu ekki fram í höllinni nema úrslita leikir, og vissum við ekki betur, en það sjónarmið væri úbreytt, þegar gjaldið var ákveðið. En nú hafa nýir formenn tekið við á báðurn stöðum og hafa annað sjón armið. Annars virðist gjaldið ekki bitna svo á yngri aldursflokk- unum, t.d. hefur verið meiri hagn aður af leikjum yngri flokkanna í handknattleik það sem af er í höllinni, ef miðað er við Háloga land, svo að handknattleiksmenn þurfa ebki að kvarta- Um körfu knattleikinn er það að segja, að engin reynsla er fengin enn fyrir því, hvernig honum myndi reiða af fjárhagslega. — Hvað getið þið sagt um rebsturskostnað hallarinnar? — Á þessu stigi er erfitt að segja nokkuð um það, hve mik- ill kostnaður er við daglegan rekstur hallarinnar. Áhorfenda svæðið og gangur eru um 3000 fermetrar og því tímafrekt að hreinsa eftir kappleiki. Ennþá vit um við ekki um hita eða raf- magnskostnað, en nokkur kostnað ur er við starfsfólk, sem er fjöl mennara en í Hálogalandi, T. d. er nú fólk á launum við aðgöngu miðasölu, en áður þurftu íþrótta félögin að sjá um þá hlið. Af þesu má sjá, að daglegur reksturs kostnaður er talsverður. — Er nokkuð, sem þið viljið taka fram að lokum? — Ekki nema það, að allir ættu að geta verið sammála um það, að tilkoma íþróttahallarinnar hef ur gerbreytt aðstöðu inniíþrótta til hins betra, svo að raunar má ENDURSKOÐUN Framhald af bls. b innar og hylja þá ömurlegn staðreynd aS þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð, héldu ungir Fraxnsóknarmenn merkilegt, fjölmennt og málefnalegt þing. f fjörugum umræðum og ítar legum ályktunum birtist fjöldi nýrra tillagna til lausnar erfiðleikum þjóðarinnar og ný viðhorf voru sett fram í göml um deilumálum. Þingið sam- þykkti einróma ályktun um brottför hersins og varnir þjóð arinnar, ályktun, sem hrífur umræður um utanríkismál úr þeim skotgrafahernaði, sem tíðkazt hefur og haslar þeim nýjan völl. Verðbólguna og efnahagsþrautir þjóðarinnar skoðaði þingið í nýju Ijósi og birti alþjóð álit sitt, hvet- ur æskufólk til einhuga sam- starfs að lausn vandans. í menntamálum, atvinnumálum, félagsmálum og samgöngnmál um samþykkti þingið umfangs miklar tillögur, fullar af fersk um hugmyndum og nýjum við horfum. Ungir Framsóknarmenn munu á næstunni kynna al- þjóð ályktanir sínar. Þeir ganga hiklaust fram á völl þjóðmálabaráttunnar, fullvissir þess að þjóðin muni skilja, að í þeirra starfi og í þeirra álykt unum er að finna þær breyting ar, þá endurnýjun íslenzkra stjórnmála, sem beðið hefur verið eftir undanfarin ár- Sú kynslóð, sem mí haslar sér völl í íslenzkum stjórn- málum ætlar sér stórbrotinn og rismikinn hlut í þróun ís- lenzk þjóðfélags. Hún segir með einurð og ákveðni skilið við afdankaða starfshætti og úrelt viðhorf. Hún krefst bréyttrar stefnu og betri stjorn hátta. Ungir Framsóknarmenn eru merkisberar þessarar kyn slóðar. Þeir munu af samvizku semi, starfsgléði, ábýrgðartil- finningu og festu gegna því forystuhlutverki. ÁRMANN. segja, að um byltingu sé að ræða. fþróttalega 'séð er hagnaðurirm þvi augljós. Um það hvort höllin verði til fjárhagslegs ávinnings er e.t. v. of snemmt að dæma, en þróua in í handknattleiknum virðist já- kvæð. Má í því sambandi nefna, að nettóhagnaður af öllu Reykja víkurmótinu í fyrra — sem var háð að Hálogalandi — varð 54 þúsund krónur — en af 3 fyrstu leikkvöid unum í nýju höllinni, þar af eitt kvöld eingöngu með leikjum yngri flofcka, er nettóhagnaður 27, þús und krónur. Af þessu drögum' við þá ályktun, að íþróttahöllin ‘eigi eftir að vera mikil lyftistöng fjár hagslega. Og það ætti að . kotna enn skýrar í ljós, þegar að úr- Á VfÐAVANGI Framhald af bls. 3. veginn í stað þess að gera til raun til að finna honum viðun andi starfsgrundvöll." „Félagið mótmælir mjög ein dregið framkomnum hugmynd um um opnun landhelginnar fyr ir toSveiðum frá því sem nú er, sérstaklega fyrir úthafsskip (togarana). Telur félagið hina miklu og óyfirstíganlegu örðug leika hinna smærri báta, sem meðal annars stafa af minnkandi fiskiríi, vera gerða meiri með slíkum aðgerðum. Öll rök falla í þá átt að meiri ágengni á fiskistofninn innan landhelginn ar en n úer, sé ekk iheppileg“. Þá mótmæltu fundarmenn einnig. frumvarpinu um veiðar færaskattinn. SARA LIDMAN Framhald at bls. 9 ' ibeitt svipuðum aðferðum og við hafðar eru í Suður-Afríku. Banda rffcin veittu Frökkuim drjúgan stuðning í styrjöldinni í Indó- fcína og þegar maður svo heyrði, að þeir hefðu tekið að sér að skipa málum fyrir Vietnambúa, þá tók maður því með noklcurri tortryggni, að það væru hagsmun ir heimamanna, sem væru látnir sitja í fyrirrúmi. Og æ ósennilegra varð það, því lengur sem fregnir bárust af því, að mikill hluti þjóðarinnar í Vietnam berðist sí- fellt fyrir lífi sínu. — Hver urðu svo áhrifin þeg- ar þér komuð til Norður-Vietnam? — Mér var Afríka eðlilega efst í huga og bjóst við fátækt og upplausnarástandi í landinu. Að vísu er fólkið fátækt, en það hef ur sjálft ákveðið að gerast sinnar gæfu smiðir. Fólk fylgist með því, sem er að gerast umhverfis það og þar er ekkert hungur. Ég sá ekkert vannæri barn í Vietnam, sá aldrei þessa þöndu maga og hálfvisnu útlimi hungrandi bama. Og þar er búið að koma á skipu- lagi, sem dugar, til dæmis á dreif- ingu matvæla. Þar er enginn svart ur markaður og engir næturklúbb ar, en þar eru skólar og leikhús, sem eru öllum opin. Það kostar næstum ekkert að fara í leikhús ogi þ^ngað geta allir komið í sín- úm vinnufötum. Þar sem hætta af sprengjuárásum er mest, þar er þarnaskólabekkjunum dreift um alla borgina, svo að aldrei farist heilir árgangar barna, ef illa fer. og þar sem árásir eru tíðastar; þar, er kennt á næturna. slitaleikjum kemur, en þeir draga mun fleiri að. Vonandi verður þró unin í körfuknattleik og öðrum inniíþróttum svipuð. Ef í ljós kem ur, að núverandi rekstrarfyrir- komulag muni há inniíþróttum, þykir okkur ekkert Mklegra en málið verði endurskoðað, en eins og áður er komið fram, fæst reynsla af því í vetur, svo að óþarfi er að nota stór orð strax. Þetta sögðu þeir Jónas og Stef án og er engu við að bæta. Íþróttasíðunni þótti rétt að láta sjónanmið beggja aðila í málinu koma fram, og verður ekki ann- að séð en. sjónarmið forráðamaima Laugardalshallarinna eigi nokkum rétt á sér — eftir alTt! — Hverríig er viðmót fólksins? — Þar ríkir hugrekki og gleði, maður gæti næstum því sagt ró- semi. Þama tala menn lágt og hreyfa sig með ótrúlegri mýkt og yndisþokka. Hvergi verður vart við taugaþenslu né önugleika og stirfni í umgengni. Ég var þarna aðéins einn mánuð, en mér fannst ég kynhast algerlega nýju lífi. Eft- ir að hafa kynnzt þessu fólki,. þá er ekki hægt að víkja frá sér þeirri hugsun, hvers vegna það skuli ekki fá að lifa í friði, en þurfi að verjast sprengjuflugvél- uim með lélegum byssum. Sé geng ið út fyrir borgimar, þá lýtur mað ur ekki svo niður, að ekki verði sprengjuhrot eða annað jáma- brak fyrir manni í jarðveginum. Ég kom i dúkaverksmiðju, sem var að vísu gamaldags, en gegndi þó sínú hlutverki. Þar hékk byssa á hverjum vefstól og stúlkurnar, sem unnu á næturvöktum, voru með hjálma á höfði og skotfæra belti um mittið. Á þremur mín- útum gátu þær verið komnar í vamarstöðu. á þaki verksmiðjunn ar til að verjast árásum óvinanna. — Kemur ekki þessi styrjöld, eins og aðrar, hart niður á kon- um landsins? — — Þær kvarta yfirleitt ekki, en oft minntust þær þó á hve þær sökngðu þess, að geta efcki haft börn sín hjá sér. Þær verða flest ar að taka að sér störf utan heim ilis, og þar sem árásarhætta er mest í stórborgunum, þá hefur borgarbömunum verið komið fyr- ir hjá bændunum út í sveit. Nú hefur verið séð til þess, að for- eldrar fái far með áætlunarbifreið um þriðja hvern sunnudag til að heimsækja börn sín. — Svo almenningur hefur síð- ur en svo verið vonlaus um úrslit styrjaldarinnar? — — Menn hafa yfirleitt ótrúlega aðlögunarhæfileika yið hvaða skil yrði sem er og Vietnamar eru léttir í lund og gamansamir. Þeir búa til skopleiki um Bandaríkja- menn, sem vekja feikna kátínu. Þar segir Johnson: Hvernig á ég að fá þetta fólk til að skilja, að ég elska það? Og MeNamara svar ar: Með meiri sprengjum. Og þeir halda víða markaði sína á næt.urna. þvj fyrir kom að sþrengjum ^ar varpað á markaðssvæðin. Fólk ætti að gera sér far um að fræðast um Vietnam, bæði suð ur- og norðurhlúta landsins og gera sér ljóst, að þarna er um eina þjóð að ræða, en ekki tvær. Það eru ekki erlendir menn 'að koma frá Norður-Vietnam til að i Badminton- línur rugla leikmenn Það vakti athygli áhorf- enda í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, að búið er að „strika“ allan gólfflöt salar ins með hvítum línum og „teikna badminton-velli, Höfðu hinar hvítu og æp- andi badminton-línnr mjög truflandi áhrif í gærkvöidi og setja leiðinlegan svip á salinn. Vera má, að þetta venjist en líklega hefði ver ið betra að mericja vellina með gulum línum, sem lík ari em gólfinu, og hafa hand boltalínurnar hvítar. En það fe er líklega of seint að breyta |s því. —alf. | - ------- i Önnur úrslit Vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun er því miður ekki hægt að skýra frá gangi leikja Vals og Þróttar né leiks KR og ÍR, en úrslit urðu þau, að Val- ur vann Þrótt 14:10 og ÍR vann KR 20:16. skipta sér af málefnum annars lands. Bandarikjamenn viija sjál'í- ir ráða til lykta vandamálum sín«- heimalands, án íhlutunar annam: þjóða. Þeim væri sæmst að látf Vietnamþjóðina sjálfa ráða frant Úr sínum vandamálum. — — Sinnið þér öðru en ntstörf um? — — Nei, ég hef eiginlega aldrei haft neina atvinnu, sinnti að vísu kennslu um skeið. Og naumast Mt ég heldur á mig sem atvinnurit- höfund, nánast áfaugamann um ritstörf. En ég hef verið svo heppin, að ég get lifað af rit- mennsku og vegna þess, að ég fæst við það starf, tel ég mér nauð- synlegt að kynnast veigamestu vandamálum samtíðarinnkr og sem stendur tel ég, að þar beri hæzt þau vandamál, sem skipta sam- búð hinna ríku og fátæku þjóða. — — Hvernig Mður yður sjálfri þegar þér verðið fyrir hörðu að- kasti fyrir að tjá skoðanir yðar svo afdráttariaust, eins og þér hafið geri varðandi styrjöldina í Vietnam? — — Því fer fjærri, að ég hafi það á tilfinningunni, að hart sé að mér veizt, en ég vildi óska, að ég væri svo liættuleg, að ástæða væri til að hindra, að ég flytti erindi í Háskóla íslands. Öll and- staða gegn því, sem maður er sannfærður um að sé rétt, hvet- ur mann til þess að reyna að gera betur. Mesta hættan við ó- réttmæta gagnrýni er sú, að mað ur ofmetnist og fari að telja sig þýðingarmeiri en maður er, í stað þess að láta hana verða spora á sig til að vinna betur. — Ég þakka Söru Lidman komuna til fslands. Hún er of gáfuð og of fræg til þess, að á henni hríni það, sem miður hefur farið af háMu íslendinga. Ruddaskapur hitt ir ætíð harðast þann, sem beitir honum, hvar í stétt eða stöð'i, sem hann er. En gaman væri, ef hún gerði hingað aðra ferð að þá þyrfti enginn að bera kinnroðá fyrir þær viðtökur, sem ein fremsta listakona Norðurlanda fengi, hvorki, í dagblöðum né af forsvarsmönnum opinberra stofn sna. Sigríður Thoriácius.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.