Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. des. ’26. írinn brotinn, þannig að oddurinn sje þar sem brotin skerast. Nú er það hægðarleikur að láta pappírinn snúast á títuprjónsodd- inum af sjálfu sjer. Maður leggur höndina á borðið rjett hjá þessari töfravjel, eins og myndin sýnir, og litlu síðar fer pappírinn að snú- ast. En lyfti maður höndinni stað- næmist hann aftur. Noti maður hægri hönd, snýst pappírshettan til vinstri, en noti maður vinstri hönd, snýst hún til hægri. FINGRAFIMI. Fimm eldspýtum er raðað á borð, hverri við hliðina á annari og með svo sem % cm. millibili. Þá eld- spýtuna, sem næst er, á maður að taka upp með þumalfingrunum, þá næstu með vísifingrum o. s. frv. þangað til öllum er náð, eins og myndin sýnir. Einnig má byrja með litlufingrunum, en það er vandasamara að ná spýtunum upp í röð á þann hátt, og mun flestum veitast hin aðferðin furðu-erfið. / SKEMTILEGUR LEIKUR. Með krít er dregið stryk á gólf- ið. Síðan gengur hver af öðrum að strykinu og tyllir aðeins tánum á það. Svo beygir maður sig niður, hefir aðra hönd fyrir aftan bak, en með hinni á maður að rjetta tappa eins langt fram fyrir strykið og hann getur á þann hátt, sem sýnt er á myndinni. Sá vinnur, sem kemur tappanum lengst fram fyrir strykið, en hann má hvorki hreyfa fæturna nje detta. FLÖSKUHUÓMLEIKAR. Maður tekur nokkrar límonaðiflöskur og lætur á þær mismunandi mikið vatn og hengir þær upp eins og sýnt er á myndinni. Þegar slegið er í flöskurnar gefa þær mismunandi tóna, og geta þeir, sem eru söngvnir „stemt“ þær upp á nótu, með því að bæta á þær, eða hella af þeim. Síðan má spila á þær með báðum höndum, en til þess þarf talsverða leikni. Hljómurinn í flöskunum er einkar fagur og þegar leikið er á þær líkist það klukknaspili. A i i V o Jólakveðja til mömmu. Eftir Maríus Ólafsson. ]>o A í í V o Mamma, í kvöld, er Ijósin skæru loga, Ijómandi jólastjarnan fögur skín, til friðarheima bœn og von sjer voga, viknandi sálin harmar afbrot sín; mildar í hugann minningarnar streyma, myndirnar kœru: jólagleðin heima. Man jeg, er allur hópurinn var heima, hringinn í kringum pdbba' og mömmu stóð, bíðandi’ að sjá, hvað gjöfin hefði að geyma, er gáfu þau okkur broshýr, mild og góð. Kveiktu þau Ijósin, jólasátma sungu, sannarleg gleði streymdi’ í hjörtun ungu. — Kærleikans Ijóst ó, móðurbrosið blíða, barnanna eina sanna vöggugjöf. Ástin, er mýkir meinin þeirra, er líða, mónnunum lýsir yfir dauða’ og gröf. Jeg trúi’ að guð, er þroskaleið er liðin, leiði hann alla heim í jólafriðinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.