Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Síða 3
LEíáBÓK MORGUNBLAÐSINS
S9J
Jól á hájökli Grænl
W*r Dr. ERNST SORGE
„Eismitte".
Fyrir tveimur árum hetdu
þrír þýskir uisindamenn,
Sorge, Georgi og Loeive jól-
in á hájökli Gxsenlands, í vís-
indastöö dr. Wegeners, sem
þeir kölluðu „Eismitte“. —
Voru þeir í íshúsi, einangr-
aðir og ffarrí öllum manna-
bygðum aUan hinn langa
h eim ska utsvetur.. Eftirfar-
andi grtin er tekbi úr dag-
bók dr. Sorge, og lýsir hún
því, hvernig jólin voru hjá
þeim.
Eismitte, 24. deswnber.
Nú er aðfangadagur. Viö ætlum
að halda heilög jðl. En áður en
það sje hægt, verðfum við að
þrífa dálítið til í ískofanum okk-
ar. Fyrst og fremst verðuni við
að fága vistarveruna. í loftinu,
yfir borði okkar hefir nú lengi
hangið segldúkur. Hann er orð-
inn slitinn, götóttur og klökug-
ur. Nú ætlum við að reyna að
hlýja'upp hjá okkur, vegna þess
að það eru jólin, en þá bráðnar
auðvitað ísinn af dúknum og lek-
ur niður á borðið og sæti okkar.
Við verðum því að taka dúkinn
niður.
Gætilega gerum við það og
sköfum af honum klaka og hjelu.
Svo tökum við skóflu, hníf og
sög og förum að hreinsa veggi,
loft og gólf. Usdir vegg stendur
bókakista okkar. Hún hefir í vet-
ur sokkið niður í klaJíagólfið og
verðum við því að taka ha?na upp
og hækka gólfið undir henni. Sv«
sköfum við veggi og loft og ber-
um íshrönglið út í kössum. Kof-
inn værður allur annar á eftir.
Veggirnir eru nú skjallhvítir og
þá finnum við fyrst muninn, sjá-
um hvað þeir voru orðinr óhrein-
ir áður.
Til hliðar við ,„baðstofu“ okk-
ar og niðri í jöklinum, höfum við
nýlega grafið kompu, sera við
köllum „búr“. Þar geymum við
matvæli, loðfeldi, vísindaáhöld,
bala og kirnur, pappír, upp-
kveikju o. s. frv. Og þamgað sækj
um við nú spánnýjan og stóran
segldúk. Við breiðum hann yfir
loftið og festum hann með trje-
Kælum. Hann er svo stór, að hann
nær langt niður á veggina, og nú
erum við öruggir um það, að
ekki muni leka niður á okkur.
Og þá er nú óhætt að kveikja á
olíuvjelinni. Og aldrei þessu vant
verður nú svo hlýtt við borðið, að
hitamælirinn stendur á 0. Vegna
þess að við erum orðnir vanir því
að frost sje inni hjá okkur, finst
okkur þetta sjerstaklega þægi-
legur hiti.
Veðurathuganirnar eru mjög
auðveldar í dag. En fyrir nokk-
urum dögum geisaði svo ægileg
stórhríð, að það var lífsháski að
hætta sjer út fyrir ískofadyrnar.
Þótt maður færi ekki nema fáa
faðma frá kofanum, átti maður
það á hættu, að villast og ná ekki
heim aftur. Snækófið blindaði
mann algerlega, maður sá ekki
út úr augunum, það var óstand-
andi og rokið hrakti mann misk-
unnarlaust. Þá var enginn vandi
að verða áttaviltur. En núna í
kvöld, aðfangadagskvöldið, er
blæjalogn og heiðskírt veður.
Annars er ekki rjett að tala um
,,kvöld“, því að í heilan mánuð
hefir ekki sjest dagskíma á lofti.
Þennan tíma er hjer ein sam-
feld nótt, og um miðjan daginn
er stjörnubjart og bragandi
norðurljós á lofti. Ekkert kemst
í samjöfnuð vð skammdegisnótt-
ina löngu uppi á miðjum snævi-
þöktum Grænlandsjökli. 1 kvöld
skín skarður máni glatt rjett yf-
ir jökulbungunni.
En þegar maður fer út í 40—60
stiga frost til þess að athuga hita-
mælirinn, þá verður manni að
hugsa fremur um það, að mann
kali ekki á höndum og nefi, held-
ur en um fegurð náttúrunnar,
þarna í faðmi pólnæturinnar.
Þess vegna þykir Georgi vænt um
það þegar hann hefir lokið mið-
degis athugunum sínum og við
megum setjast í ró og næði inn í
ískofann að fátæklegu jólaborði.
Fyrir 6 vikum urðum við að
taka tærnar af Loewe, vegna
þess að hann hafði kalið á þeim,
og sárin eru ekki líkt því gróin.
Loewe liggur í svefnpoka sínum
og getur ekki í fæturna stigið.
Við færum borðið þangað, sem
hann liggur. Því miður höfum við
ekkert jólatrje nje jólatrjegrein-
ar. Það varð eftir einhvers stað-
ar úti á jöklinum i seinustu sleða-
ferðinni, sem mistókst svo hrap-
allega. Og margt varð þar eftir
annað, sem við þurftum nauðsyn-
lega á að halda. Þá var ófærð!
Hundarnir gátu ekki bifað sleð-
unum. iiu
Þrjú kerti eigum við. Það eru
öll jólaljósin okkar. En þau setja
sinn svip á heimilið og eins til-
búin blóm, sælgætiskassar, kökur
og ávextir. Alt þetta kemur okk-
ur í hátíðarskap.
Hjerna uppi á miðjum Græn-
landsjökli eigum við bókasafn.
Það er að vísu ekki stórt og auð-
vitað höfum við margoftlesið all-
ar bækurnar. En það gerir ekk-
ert til það verður ekki þvi til
fyrirstöðu, að við tökum sína bók-
ina hver, 9krifum á hana, og gef-