Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Side 5
lesbók morgunblaðslnís
393
« X3V/
h
I Æfintýrið í Hamradal.
Jólasaga úr sveitj
| cftir JÓri BJÖRN5SON frd liolti.
I.
Unnur í Hamradal sat við
gluggann í herberginu sínu og
hoifði út.
trið henni blasti snjóhvítur
dalurinn með hálfauðum rindun-
uin í hábrúnum, rindunum, sem
Þorláksmessublotinn hafði sett
undir þykka gaddsteypu.
Unnur var að hyggja að
rrannaferðum niður af heiðinni.
Hún var að vonast eftir honum
Þorsteini frá Heiði; hann hafði
aítluð að vera hjá henni um jólin.
Ifenni var farið að lengja eft-
ir honum. Það var komið rökkur
á aðfangadaginn. Hún var búin
að búa alt undir hátíðina með
móður sinni. Faðir hennar og
bróðir voru úti við gegningar.
Það var ekki ófyrirsynju að
hún vænti komu Þorsteins. Þau
voru trúlofuð; höfðu trúlofast
næsta sumar á undan. Þorsteinn
hafði verið í kaupavinnu hjá for-
eldvum hennar. Þau unnu saman,
kyntust hvort öðru og geðjuðust
hvort öðru ágætlega. Og að lokum
gáfu þau hvort öðru hönd og
hjarta.
Hún mundi vel, hvernig það
hafði atvikast. Það var verið að
enda við að hirða töðuna. Þau
voru tvö ein á túninu, að binda
síðustu sátumar. Sólin var að
ganga undir í vestrinu. Fjöllin
stóðu há og gullinbrydd í aftan-
skininu. Himinn, haf og land
sveipaðist einhverjum töfra-
ljóma. — Þau höfðu bæði orðið
frá sjer numin af hrifningu út af
sólarlagsdýrðinni. — Og hugir
þeirra urðu hlýlegir, og á slíkum
stundum eiga menn hægast með
að láta í ljósi sínar heitustu þrár.
Þarna í einverunni á túninu, und-
ir ylgeislum yndislegrar kveld-
sólarinnar, vottaði hann henni ást
sína. — Og síðan voru þau heit-
bundin.
Henni fanst þessi dagur ávalt
dýrðlegri og dýrðlegri í minning-
unni, því lengra sem um var lið-
ið. — Endurminningin um hann
kom ætíð með ljós og yl inn í hug-
skot hennar og endurnærði sál
hennar ástþrungnum hugsunum.
Það var ekki furða, þó hún
biði komu Þorsteins með eftir-
væntingu. Hann hafði ekki heim-
sótt hana síðan um haustið að
hann fór, en auðvitað hafði hann
oft skrifað henni. Og í síðasta
bréfinu til hennar lofaði hann því
statt og stöðugt að koma á að-
fangadaginn.
Unnur hafði frétt það, að hann
haiði lagt af stað heiman frá sjer
um morguninn, svo að hún var
alveg viss um að hann kæmi. —
Hana furðaði bara á því einu, að
hann skyldi ekki vera kominn.
Hún var hálf-óróleg hans
vegna. Kvöldið var að koma og
veðrið var ótrygt. Vegurinn var
langur, og hún vissi, að margar
hættur geta steðjað að gangandi
manni á illri leið, þó hún vildi
alls ekki gera ráð fyrir hinu
versta.
Veðrið var að verða ótryggara
og ótryggara. Hann þyknaði meir
og meir í lofti, og fjúkflugur voru
farnar að sveifla sjer til jarðar.
Þær settust hver við aðra utan
á rúðurnar í glugganum hennar,
og gerðu þær brátt ógagnsæar.
Það var all-hvasst á norðaust-
an. Fjúkflugurnar sópuðust sam-
an í dálitlum fanndrögum þar sem
skjól var. Engum blandaðist hug-
ur um það, að hríð væri í aðsigi.
Unnur horfði vestur á heiðina;
svo lengi sem hún gat greint nokk-
uð í gegn um rúðurnar. Loks kom
að því, að hún sá ekkert út. Norð-
austan stinningskaldinn var nú
orðinn að ofsaroki, og hinar
skjótu fjúkflugur að þjett-ofnu
fjúki. Það var kominn blind-byl-
ur. —
Hún hljóp óttaslegin niður stig-
ann og út á hlað. Þegar hún kom
út úr dyrunum, reif vindurinn svo
óþyrmilega í pilsin hennar, að
henni lá við falli. Hún studdi sig
við húshliðina, og reyndi að
skygnast í áttina til heiðarinnar.
En hún sá ekki nema örstuttan
spöl frá sjer. Augu hennar fylt-
ust af ísköldum frostsnjónum og
hana sveið í kinnarnar. Klaka- 4
kristallar mynduðust í votum
hárum hennar og sviftu hana al-
gjört sjóninni.
Hún ætlaði inn strax aftur.
En þá mætti hún föður sínum.
Hann var að koma úr fjárhúsun-
um og var allur fannbarinn.
— Þetta er ljóta veðrið! mælti
hann er hann sá hana. Nú er hann
skollinn á með ösku-byl — ennþá
einu sinni.
Hún svaraði ekki. Þegar hann
leit framan í hana, sá hann, að
hún var náföl.
— Hvað er að þér, Unnur?
spurði hann.
— Ekkert, svaraði hún. — En
heldurðu, pabbi minn að það sje
nokkur leið að rata yfir heiðina í
þessu?
— Það skil jeg varla. Hann er
illfær hjer, hvað þá á fjöllum. —
Sem betur fer, er líklega enginn
á heiðinni.
— Hann Þorsteinn ætlaði að
koma í dag.
— Nú. Bóndi varð þungbrýnn
og hugsandi við þessa frjett. Hon-
um var kunnugt um trúlofun dótt-
ur sinnar og vissi, að hún mundi
taka sjer nærri, ef eitthvað yrði
að Þorsteini, en hinsvegar duldist
honum ekki, hve mikil hætta var
áferðum, fyrir þann sem einn var
í óbygðum í þessu veðri. En þótt
honum væri órótt, vildi hann ekki
láta á því bera. Nóg mundi dóttir
hans verða kvíðafull, þó ekki yki
hann á raunir hennar. Loks sagðí
hann með hughreystandi rödd:
— Hann hefir sjálfsagt hætt
við að fara í því útliti sem var í
morgun.
— Nei, svaraði hún. Jóhann í
Kotinu kom hjer í dag. Hann vissi
til þess, að Þorsteinn fór að heim-
an. —
— Kom Jóhann hjer?
— Já, hann er nýfarinn. Hann
fór eitthvað úteftir í gær og kom