Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Page 8
. 396 hann að leggjast í rúmið tals- vert þjáður. Það kom í ljós, að hann var mikið kalinn, bæði á höndum og fótum. — Það þarf naumast að lýsa því, hvílík fagnaðartíðindi þetta voru fyrir Unni. Hún flýtti sjer á fæt- ur og til fundar við Þorstein. Þar urðu fagnaðarfundir. Skömmu síðar lagði faðir Unn- ar á stað eftir lækninum. Undir kvöldið komu þeir aftur, hann og læknirinn, og læknirinn sagði, eftir að hann hafði athugað kal- sár Þorsteins, að þau mundu gróa, án þess að hann yrði ör- kumlamaður. Unnur sat allan daginn við rekkju ástvinar síns, og hjúkraði honum eftir bestu föngum. Þeita voru þau fyrstu jól, sem hún hafði stundað hjúkrunarstarfið, og henni leiddist það ekki hið minsta. Stundirnar, sem hún sat við rúm hans, fundust henni líða eins og í draumi; henni fanst lífið þennan jóladag vera eins og sæluríkur draumur, — bein mótsetning við hræðilega veru- leikann nóttina og kvöldið áður. IV. Og innan skamms kom svo hlákan. Hlákan, þessi alsystir vorgyðj- unnar, kom eins og holl vernd- arvættur úr suðrinu og kysti klakann mjúkum, hlýjum vörum sínum. Hún bræddi klakastakk- inn af rindunum og steypti leys- ingarvatni í háum fossum nið- ur fjallshlíðarnar. Hún fylti hugi mannanna hlýju eftir byljadag- ana, og eins og færði þá heldur nær vorinu og hinum óútmálan- legu unaðssemdum þess. Alt var eins og venjulega í Hamradal; Þeirsteinn lá, en var á batavegi, og Unnur hjúkraði honum stöðugt. Hún gat sjer til um þarfir hans, og leysti úr þeim eftir bestu föngum. Og Þorsteinn sá alla þessa viðleitni hennar og gladdist yfir. Aldrei hafði hann fundið eins vel til þess, hve und- ur, undur heitt hann elskaði hana, en einmitt þessa dagana. — Og svo var það einn morgun að hún kom inn til hans og sagði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS honum að hlákan væri komin. Blessuð hiákan, sem gerði gott úr öllum aíleiðingum hríðar- innar. Það varð til þess, að hann fór að bera saman líðan sína nú og á jólanóttina. Þegar hann ein- mana og villuráfandi, kalinn og orurþreyttur, var að viilast 1 Svörtukleif. Hve ólík voru ekki kjör hans nú á móts við það þá. Hann gat ekki orða bundist: — Unnur! iGeturðu lesið } huga minn nú á þessari stundu? -----Nei, það er ekki von. Mjer kemur í hug breytileiki líisins. Þegar jeg var einn að villast í Svörtukleif og sá ekkert annað en dauðann fram undan. Þegar gjárnar og skorurnar í hengi- flugunum ógnuðu mjer með itröllakjöftum sín,um, jþá kom mjer það sama í hug. Jeg bar saman aðstöðu mína þá og um sumarið, þegar við vorum ein í túninu undir litaskrauti aftan- roðans. Ekki gerði jeg ráð fyrir því þá, að svona færi fyrir mér um jólin. — Nei, við gerðum ekki ráð fyrir slíku þá. En það er svo ótal — ótal margt, sem mennirnir, í skammsýni sinni, gera ekki ráð fyrir sem möguleika. Þeir geta ekki lesið í hinni óskrifuðu bók forlaganna. — Forlaganna! Ekki trúi jeg á nein forlög. — Nei, það eru sumir svo. Jeg er ekki beint forlagatrúuð held- ur. En þó fæ jeg ekki stundum varist þeirri hugsun, sömu hugs- uninni, sem átti svo ríkan þátt í hugsana- og athafnalífi for- feðra okkar, — að engi megi sköpum renna. — Jeg held, að það hafi aldrei verið annað en trú, órökstudd og óákveðin trú að nokkru leyti. Trú út í bláinn, trú, sem ekkert hafði við að styðjast annað en misjafnlega frjótt ímyndunarafl. — Jæja. En hverja grein ger- ir þú fyrir hinum beisku örlög- um Grettis? Hvað var það, sem gerði Gunnar að ógæfumanni? Og hvaða afl var það, sem stíaði þeim sundur, Gunnlaugi og Helgu — ástvinunum, sem unnust svo undur, undur heitt? Hvað annað en miskunnarlaus og dutlunga- gjörn örlagavöldin? — Ekki trúi jeg á nein for- lög. En það, sem kom mörgum kappanum á kaldan klaka, voru veilurnar í skapgerð hans, lífi hans sjálfs. Og tilviljunin. Eng- inn getur neitað því, að tilviljun- in, á ríkan þátt í lífi manna. Til- viljunin, sem er með sama marki brend og æfintýrin í skemtisög- unum, æfintýrin, sem koma að öllum óviðbúnum eins og skollinn úr sauðarleggnum, og setja babb í bátinn þegar minst vonum varir. Það varð þögn, löng, djúp þögn. Þessi fáu orð, sem töluð voru, hötðu komið ástvinunum til að hugsa. Nú voru það hinar duldustu gátur tilverunnar, sem börðu að dyrum hugskots þeirra. Hinar torráðnu gátur, sem spek- ingar þjóðanna höfðu svo oft spreitt sig á að ráða, en með sama sáralitla árangrinum. Unnur leit út um gluggann. Andstæðurnar, sem fram við hana höfðu komið þessa síðustu daga, höfðu komið henni til að hugsa dýpra og skygnast lengra niður í líf sjálfrar sín en hún áður hafði gert. Fyrir sjónum hennar var æfintýri mannlífsins, þvingað sælu og sorg, andstæðum og samlokum, óskiljanlegt, tak- markalaust og lærdómsríkt. Bæði hugsuðu þau um það sama. Og bæði litu þau út um gluggann, í áttina til heiðarinn- ar, sem nú var sveipuð þjettri vetrarþoku. Og hugir beggjja hvörfluðu fram í tímann, til hinna torráðnu rúna framtíðar- innar; æfintýri mannlífsins — æfintýrinu í birtingu hins upp- rennandi dags.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.