Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Síða 10
398
hafði sama og engu verið bjarpfað.
„Höfðu bræðurnir farið óvar-
lep:a með ljós,“ segir Espólín. En
eftir því, sem ráða má af sögu
Lárentíusar Hólabiskups, hefir
ógætni þeirra verið á háu stigi.
Út af klausturbrunanum urðu
mikil mál, því Auðunn biskup
rauði á. Hólum skipaði munkun-
um á prestvist, ogr neitaði með
öllu. að endurreisa klaustrið. Stóð
svo í biskupstíð hans.
En 1323 varð Laurentíus Kálfs-
son biskup að Hólum. Stóð mest
orrahríðin um klaustrið í hans
tíð. Segir svo m. a. í sögu hans:
Það bar til skjótt eftir, sem
Laurentíus var vigður til biskups,
kærði bróðir Ingimundur Skútu-
son upp á Hólastað og Laurentíus
biskup, fyrir það upp var gengið
kostur á Möðruvöllum, og burt
reknir allir bræður, en Hólastaður
og biskupinn hafði tekið undir
sig allan ávöxt af Möðruvallastað.
Þessari ákæru svaraði svo Laui'-
entíus: „Það er góðum mönnum
kunnugt, að klaustur á Möðruvöll-
um var upp gengið, sem jeg var
„eleetus", með því að Auðunn
biskup gaf bræðrum þær sakir,
að fyrir óskynsamlega meðferð
ljóss þess, er þeir höfðu druklyiir
með farið um nóttina, sem þeir
komu af Gáseyri, mundi hafa lagt
upp í þá refla, sem í kórnum
voru, en sumt niður í skrúða-
kistu þá, sem þeir luku upp, því
að þar þótti mest upprás eldsins.
Kvaðst Auðunn biskup ei skyldur
að lá.ta smíða þeim upp klaustur,
er af þeirra vangeymslu hefði til
komið þessi skaði“.
Af þessum ummælum verður
það helst ráðið, að munkarnir hafi
samtímis orðið valdir að tveim
íkveikjum í klausturkirkjunni,
þar sem þeir kveiktu 1 reflum
þeim, sem í kórnum voi-u og í
skrúðakistu er þeir opnuðu. Fyr
má nú vera „vangeymslan.“
Hjer yrði of langt mál að rekja
málareksturinn, er varð út af
endurreisn og yfirstjórn klaust-
ursins. En erkibiskup kvað það
kirkjunnar lög, að „klaustur, sem
einu sinni er fúnderað, skyldi um
aldur og æfi standa, ef engi for-
föll meina“, og úr því tekjur af
LESBÚK MORGTJNBLAÐSINS
Möðruvallastað hefðu runnið til
Hóla, væri það Hólabiskups, að
endurreisa klaustrið.
Árið 1326 var sá dómur upn
kveðinn í Möðruvallamálum. að
endurreisa skyldi klaustrið. Safn-
aði Laurentíus biskup samsumars
saman trjesmiðum, og liet gera
upp klaustrið á Möðruvöllum, fá-
andi bar til skrúða og klukkur.
Postulaklukkur voru norður flutt-
ar frá Hólum, og enn söngmeyjar
fimm; segir í Laurentíusarsögu.
A f smémunum þeim, sem
tindir voru úr fyrnefndum hlöðu-
greftri á Möðruvöllum. telur Matt
hías Þórðarson þjóðminjavörður
að klæðaleifarnar einar sjeu úr
kl a u sturrústunum.
Hitt telur hann að verið hafi
í brunarústum sýslumannsseturs-
ins, er þar bránn árið 1712.
Aðfaranótt 7. september það ár
brunnu hús öll á Möðruvöllum í
Hörgárdal, segir Espólín, nema
kirkian og tvær skemmur, en ekki
sakaði menn. Misti Lárus Schev-
ing sýslumaður þar ærins fjár,
því áður var hann hinn auðugsti
maður, en var þó auðugur síðan.
Hefi jeg eigi annarsstaðar fund-
ið nánari frásögn af bruna þess-
um.
mtmannssetur var á íMöðru-
völlum frá því amtmaður var
skipaður norðanlands, Stefán
Thorarensen árið 1783, og fram til
ársins 1874.
Amtmannsstofur voru þar tvær
og brunnu báðar.
Hin fyrri brann aðfaranótt 6.
febrúar árið 1826, Frá þeim at-
burði er skýrt í Espólíns árbók-
um og fleiri heimildarritum. Þá
var þar amtmaður Grímur Jóns-
son, en Baldvin Einarsson amts-
skrifari.
Segir Espólín, að engin vissi
fyrir víst hvað olli brunanum, en
amtmaður, frú hans og böni kom-
ust út fáklædd, sakaði mann eng-
an, en fáu var bjargað. Brann
mikið af amtsskjölum, er amt-
maður lieimti síðar af sýslumönn-
um, og miklu meira af lians fjár-
hlut. Gengu þá boðsbrjef víða, að
bæta honum skaðann, en hvergi
mæltist hann til sjálfur, og gafst
honum ærið í peningum, um allar
sýslur norður oq: austur, nær 200
dalir í Skagafirði og 1000 dalir
í Fviafirði.
Gekkst Baldvin Einarsson fyrir
því, að sýslumenn beitti sjer fyrir
samskotunum.
Þá skall hurð nærri hælum, að
Baldvin Einarsson brynni inni. —
Svo segir í æfisögu hans í Tíma-
riti Bókmentafjelagsins:
Baldvin svaf uppi á lofti, og
vaknaði ekki fyr en ófært var
ofan stigann, úr loftinu. Hann tók
þá það ráð, að hann braut glugg-
ann og stökk út um hann, ber-
fættur í nærklæðum einum og
barg þannig lífinu. En hann misti
þar allan klæðnað sinn og bækur.
Skömu síðar sigldi hann til
Kaupmannahafnar til náms.
En rúmlega sex árum síðar
andaðist hann sem kunnugt er af
brunasárum.
Konungur gaf fie til steinhúss
er nefnt var „Friðriksgáfa“. Af
,.Friðriksgáfu“ er til mynd meðal
myndanna úr leiðanqrri Gaimards,
og fylgir hún hjer. .Friðriksgáfu' -
nafnið varð svo tuneutamt al-
menningi, að meðan hús það stóð
kom það oft fyrir að það fekk
yfirhönd yfir nafni Möðruvalla og
var staðurinn nefndur Friðriks-
gáfa.
Um það hús, „Möðruvallastein-
hús“, er hann nefndi svo, orti
Jónas Hallgrímsson:
Vík hjer að vinur,
sem á vegi fer,
og hygg á haglegt smíði;
þannig verður góðum
góðu bætt
vel um-borið böl.
Gleymdar eru rústir,
er ruku fyr, —
öllum sorgleg sjón, —
þars við fjallbrún
ið fagurgjörva
mælir sig mannvirki.
Stattu, steinhús
stólpa heilli!
Þökk sje þeim, er vel að vinnur!
Stattu vel, steinhús
og standi vel
gæfa þíns góða herra!