Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Page 11
- Mnrhilfkue.ski úr Möftruvallakirkju, nú í Nordisk Muse- um í Kaupmannahöfn. Innan á hurðarvængjunum er mótuö ,,Bot5un Maríu'*. LíkneskiÖ er frá því seint á mitJöldum. (M. m. s. í.) Hverr er sjóia er s»gá þykkjumst? Mun ei engill ofan farinn grandi burt frá garði snúa ? Einkennilegt þykir manni nú að bera saman mynd Möðruvalla- steinhúss, og orðatiltæki þjóð- skáldsins, þar sem Jónasi finst svo mikið til um bygginguna, að hon- um þykir mannvirkið „mæla sig sig fjallbrún", svo lágreist voru þá íslensk húsakynni. Friðriksgáfa var heimili Bjarna Thorarensen frá 1833—41. síðustu 8 ár æfi hans. Þar hittust þeir á vinfundum Jónas Hallgrímsson og hann, og þangað kom Friðrik Danaprins til amtmanns og liófst gleðskapur er lenpi fóru sögur af í Hörgárdal. í P’riðriksgáfu var síðar Pjetur Havstean. Þar er fæddur Hannes Ha fslein. æsti stór.bruni á Möðruvöll- um var 1865, er kirkjan brann þar. En getið er um tvo til þrjú smábruna þar á tímabilinu frá því amtsstofa Gríms brann og fram að kirkjubruna þessum. Um kirkjubrunann átti jeg tal við Jón Sveinsson prest og rit- höfund, er hann var hjer heima g Alþingishátíðinni 1930. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Já. skyldi jeg ekki muna það, er kirkjan brann, sagði Jón og var auðsjeð að endurminningar runnu upp fyrir hugskotssjónum hans, hver af annari. Kirkjubrunínn er ein af fyrstu glöggu bernskuminningum mín- um og einhver sú stórfeldasta. Þetta var á sunnudagsmorgni. Jeg vaknaði i rúmi mínu uppi á baðstofuloftinu í gamia bænum á Möðruvöllum við það, að ein- hver óvenjulegur ys og umganguv var niðri í göngunum, Er jeg reis upp sá jeg að aldrei þessu vant var engin sála í baðstof- unni, En ys og hurðaskelli lieyrði jeg niðri í bænum, og hróp og sköll úti fyrir. Brá jeg mjer skjótt fram úr rúminu og fram að stafngluggan- um á baðstofunni, er sneri fvam á hlaðið. og sá að vesturhluti kirkjunnar, er að bænum vissi, stóð í ljósum loga. Allan tímann stóð .jeg þarna agndofa við glugg- ann. meðan kirkjan brann. Síðan lieyrði jeg mikið um kirkjubrunann talað. Einkum man jeg eftir umtalinu um kirkjuvörðinn. Hann kendi sjer um hvernig farið liefði. Hon- um lá við örvinglun. Meðan kirkj- an stóð í björtu báli, ætlaði hann að vaða inn í eldinn. Menn þurftu að halda honum til þess að liann færi sjer ekki að voða. 399 m kirkjubrunann segir J gömlum Norðanfara : „Árið 1865, sunnudaginn 5. mars brann kirkjan að Möðruvöllum til kaldra kola, frá því kl. 9—12 um daginn, og varð engu bjargað úr henni nema skírnarfontinum, tveim ljósahjálmum og tveim bekkjum. Orsök ' til brennunnar var sú. að vindofn var í kirkjunni, sem lagt hafði verið í um morguninn, því að messa átti. en frost mikið og landnorðan stórliríð, er sló reyknum ofan í ofninn, og inn í kirkjuna, svo út varð að taka eldinn, og bera bxirtu. sem var kæfður, en nálægt hafði verið ílát, með nokkru af eldivið, sem flutt var fram í suðvesturhorn forkirkjunnar, sem menn hjeldu á eftir, að í hefði kviknað, því þar og upp úr turninum varð fvrst, vart eldsuppkomunnar". Þessi lýsing kemur heim við frásagnir af kirkjubrunanum er jeg heyrði í ungdæmi mínu. —■ Kirkjuvörðurinn, er lagt hafði í ofninn. en síðan tekið úr honum glóðina, á að hafa skilið eftir öskuglóð í öskuskúffu. er hann hafði sett við hliðina á eldiviðar- kassa í forkirkjunni. Sóknarpresturinn, Þórður Jón- asson, var sá fyrsti er eldsins varð var, er hann kom heim á staðinn til að messa. Hlann mun hafa átt heima að Þrastarhóli. Fólk alt innivið. vegna illveðurs, en er liann reið í hlaðið, blossaði »ldur- inn út úr forkirkjunni. Rumarið 1930 kom hingað sem kunnugt er með öðrum Vestur-fs- lendingum Friðrik Sveinsson, bróðir -Tón Sveinssonar prests. Hann hafði meðferðis mynd af kirkjubrunanum á Möðruvölíum 1865. er hann gaf þjóðminjasafn- inu. Er jeg sá mynd þessa, taldi jeg að mörgum gömlum Möðru- vellingum myndi þykja gaman að sjá hana. En um leið og hún yrði birt, taldi jeg rjett að láta fylgja frásagnir af Möðruvallabrunan- um. Er myndin því tilefni þess, að línur þessar eru ritaðar. Nú skal vikið að höfundi mynd- arinnar af kirkjubrunanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.