Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Qupperneq 12
400
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
f óprentuðu þjóðsagnasafni Ól-
afs Daviíðssonar er frá því sagt,
að Arngrírnur Gíslason málari
hafi eitt sinn verið á ferð vestur
yfir Eyjaf.jörð. Hann hafi af
firðinum sjeð eldhjarma mikinn
inn yfir Hörgárdalnum, um það
bil sem hann hugði mið á Möðru-
velli. — Sá hann eldsýn þessa
s'vo glögt, að hann taldi full-
víst að staðarhús stæðu þar í
björtu báli. Hann hjelt áfram
ferð sinni til Möðruvalla, því
þangað var ferðinni heitið. En er
hann sá heim á staðinn, var þar
alt með kyrrum kjörum og eng-
inn eldsvoði.
En þess var ekki langt að bíða,
að forsýn Arngríms rættist. Því
fám dögum síðar brann kirkjan,
meðan Arngrímur dvaldi þar.
Og Arngrímur fekk annað er-
indi til Möðruvalia en það að
teikna mynd þá, sem hjer birtist.
Því þó ekki sje þess getið í frá-
sögn Norðanfara, að annað bjarg-
aðist úr kirkjunni en fonturinn,
ljósahjálmur og bekkir, þá bjarg-
aðist einnig altaristaffan. Arn-
grímur rjeðst inn í kirkjuna áð-
ur en eldurinn barst inn í kór-
inn, skar altaristöfluna úr ramm-
anum og hafði samanvafið ljer-
eftið út með sjer.
Porráðamenn kirkjunnar gáfu
Arngrími altaristöflurifrildið. En
með þá mynd, sem fyrirmynd tók
Arngrímur sig til og mlálaði alt-
aristöflur í allmargar kirkjur
norðanlands.
Á uppdrættinum af kirkjubrun-
anum hefir Arngrímur sýnt tvo
menn tosa þeim þriðja út um
glugga á austanverðri kirkjunni.
Er ekki ólíklegt, að hann þar eigi
við þann atburð, er hann sjálfur
rjeðist inn í kirkjuna á síðustu
stundu, til að ná í altaristöfluna.
Hitt er að vísu ekki útilokað, að
hjer sje átt við viðureignina við
kirkjuvörðinn, er Jón Sveinsson
mundi eftir, þegar hann hamslaus
ætlaði að æða inn í logandi kirkj-
una.
Eftir þessum uppdrætti Arn-
gríms Gíslasonar að dæma, er
ekki annað sýnna, en til sje önnur
mynd af þessari kirkju á Möðru-
völlum. Margir kannast við mynd-
ina „En Pige fra Mödruvallis“,
eftir F. C. Lund, er gefin var út
nálægt 1860, meðal mynda af ým-
iss konar þjóðbúningum.Er mynd-
in af stúlku í hátíðabúningi, með
skuplu. Af nafni myndarinnar
varð það ekki ráðið með vissu,
hvort hún hefði nokkuð samband
við Möðruvelli í Hörgárdal, því
um fleiri Möðruvelli gat verið að
ræða. En oft hefir mjer dottið í
hug, að fjallsbrúnin í baksýn
gæti mint á Möðruvallafjall. En
af mynd Arngríms er það sýnilegt
að kirkjan í baksýn er Möðru-
vallakirkja, er brann 1865.
Svo segir í Norðanfara, að
kirkja þessi hafi staðið í 77 ár.
Hafi hinn mikli athafnamaður
Stefán Thorarensen amtmaður
staðið fyrir smíði hennar árið
1788. En Pjetur amtmaður Hav-
steen hafi að nokkru leyti látið
endurbyggja hana, og prýtt hana
mikið að utan og innan, og reist
turninn.
Pjetur amtmaður var ekki
heima er kirkjan brann, var á
ferð vestur í Húnavatnssýslu.
Skamt vestan við kirkuna,
norðan við kirkjustíginn, er göm-
ul járnplata yfir leiði. Er plat-
an sprungin um þvert, og var svo
er jeg man fyrst eftir. Var mjer
sagt að turn kirkjunnar hafi hrun-
ið niður á. plötu þessa er kirkjan
brann, og þannig hafi hún sprung-
ið. Ætti þetta að hafa gerst
skömmu eftir að bruninn var orð-
inn svo magnaður sem á myndinni
sjest. Af því hvernig eldurinn
hagar sjer, má vel geta sjer þess
til, að allmikið hafi verið óbrunn-
io af turninum, er styrktarstoðir
hans hafa látið undan. En eitthvað
hefir Arngrími fundist járnplatan
yfir leiði þessu koma við sögu,
úr því hann sýnir plötuna á upp-
drætti sínum.
IH[irkjuna endurbygði Þor-
steinn Daníelsen á Skipalóni. Er
skaði að því, hve samtíðarmenn
hans rituðu lítið um atorku og
sjerkenni þess merkismanns. Sú
kirkja stendur enn og er hið vand-
aðasta hús. Hafði Danielsen hið
mesta dálæti á þessari smíði sinni,
gerði sjer stundum ferð þangað
til þess að ljta eftir kirkjunni, og
hringdi þá kirkjuklukkunnm sjer
til skemtunar.
En ekki veit jeg hvort hnnu
hefir haft Möðruvnllak irkju í
huga, og ætlað að gera saman-
hurð á stærðarhlutföllum hennar
og Frúarkirkju í Kaup nannaln fn.
er hann sællar minnir.gar maldi
Frúarkirkju í einni utanför siitni.
með þeim hætti að eftirtekt va’ ti.
Sagan segir að svo hafi Ixrið
til sunnudag einn er kirkjufólk
streymdi til guðsþjónustu í Frú-
arkirkju hafði það sjeð mitin ein i
feAma kirkjuna endanna á milli.
Hjelt fólk að hjer væri kominn
trúarofstækismaður, er sýní' vildi
guðshúsi þessu svo hremmanle,'
blíðuatlot.
En svo var í raúninni ekki.
Þetta var Þorsteinn Daníelsen frá
Skipalóni, þjóðhagasmiður. Hann
var að mæla kirkjuna með hand-
hægri aðferð eins og mældir eru
heystabbar í tóft og þvíumlíki.
Hann var þjóðlegur maður.
Svo þótti fslandsvininum P.
Feilberg í Söborg. Hann sagði
mjer að Daníelsen hefði eitt sinn
heimsótt sig og komið þangað
ríðandi. Hann kunni ekki við
ferðalög með járnbrautum. Hann
leigði sjer því tvo stóra ökuhesta
í Höfn og fylgdarmann, að ís-
lenskum sig og reið sem leið ligg-
ur norður Sjáland til Söborg.
^Jænir Jónasar Hallgrímsson-
ar í kvæðinu um að „engill, ofan
farinn grandi burt frá garði snúi“
— rætt.ust ekki.
Friðriksgáfa brann í mars árið
1874.
Þeim atburði lýsir síra Friðrik
Bergmann í ferðaminningum sín-
um frá sumrinu 1899, er h.inn
nefndi „ísland um aldamótin“.
Hann kom að Möðruvöllum í
þeirri ferð. í samhandi við þá
komu sína ritaði hann svohl.ióð-
andi minningar kafla:
Margar endurminningar frá
æsku vöknuðu í huga mínum, þeg-
ar jeg Var staddur á Möðruvöll-
um. Veturinn 1873—74 vorum við
Pálmi Pálsson kennari í Reykjavík,
þar að læra undir skóla hjá síra