Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Qupperneq 13
LESBÓK M ORGUNBL AÐSINS
401
MöíSruvellir I llörunrilnl 1836. Myndin er frá leiöangri Gaimards. Staka
hósi?S er FriíSriksgáfa, og gamli bærinn til hægri. Myndin tekin suður eftir og
Vindheimajökull í baksýn. Kirkjan austar en myndin nær.
Árna lieitnum Jóhannssyni, sem þá
þjónaði Möðruvöllum með Glæsi-
bæjarbrauðinu og bió, þar hjá
mági sínum, Jónasi Gunnlaugs-
syni. Jeg var í stofunni hjá amt-
fnannshjónunum, en Fálmi í bæn-
um. Á daginn sátum við saman
við lesturinn í kompu einni
frammi í bænum. sem þiljuð hafði
verið af fyrir okkur, og glímdum
þar við þ'i Caosar og gamla Arne-
sen frá morgni til kvölds og mátt-
um ieita lengi jafnvel að et og
cum. Þess á milli hörðum við
scman fótunum, því ekki var hit-
inn meiri en það, að við vorum
kaldir upp að knjám og hefir ef
tii vill hvorugur okkar beðið þess
fuilar bætur. En ekki ljetum við
slíkt fyrir brjósti brenna, heldur
litum iá það svo sem hvert annað
sjálfsagt böl, er latínan hefði í
för með sjer.
En þegar fram á veturinn leið,
vildi það sorgiega slys til, að amt-
mannshúsið, .Friðriksgáfa', brann
til kaldra kola, nóítina milli 20.
og 21. mars. Vinnumaðurinn, sem
nýlega var kominn heim úr kaup-
staðarferð, varð einna fyrstur var
við eldinn. En ein vinnukonan
varð til þess að hlaupa hálfnakin
út í bæ, til að vekja upp fólk
og fá þar mannhjálp. Jeg svaf
uppi á lofti, vaknaði til allrar
hamingju sjálfkrafa, því engum
hafði til hugar komið að vekja
mig. Voru það víst brestirnir og
brakið í húsinu, sem vöktu mig
af fasta svefni. Jeg þóttist skilja,
að eitthvað óvanalegt var á ferð-
inni, og hljóp í hendingskasti upp
úr rúminu og iit úr herberginu.
En fvrir framan dyrnar var fult
af ógurlegri reykjarsvælu og upp-
gangan öll í ljósum loga, svo ekki
var unt að komast ofan. Jeg flýtti
mjer inn til Jóns Kristjánssonar
skrifara, sem þar gekk fram og
aftur um gólfið og var að klæða
sig; man jeg eftir því, að mjer
þótti hann tala nokkuð ljótt. En
jeg hafði engin orð við hann, opn-
aði stafngluggann á herberginu,
því jeg fann að glófið brann und-
ir fótum mjer, enda var herbergið
að fyliast óþolandi reykjarsvælu
— og henti mjer út. Jeg var á
nærfötunum, berfættur og her-
höfðaður. Jón kom á eftir, nokk-
urn veginn alklædddur. Við geng-
um austur fyrir húsið. Þar fund-
um við fósturdætur þeirra amt-
mannshjónanna, Guðrúnu Hall og
Kristínu, með hin yngri fóstur-
börn Kristján Kristjánsson, síð-
ar lækni á Seyðisfirði, og El-
ínu, fóstursystur hans — þau voru
þá bæði kornung, einkum Kristj-
á.n, — í snjóskaflinum, og liafði
yfirsængum verið vafið utan um
börnin um leið og þau voru tekin
upp úr rúmunum. Amtmannsfrúin
var að reyna að komast út um
gluggan. en gat það ekki, því hún
var holdug kona og engin áhöld
til að brjóta gluggakistuna. Við
Jón rjeðumst þá til að hjálpa
lienni og þangað til toguðum við
af öllum kröftum, að hún komst
óskemd út. En nú var amtmað-
urinn eftir inni. Hann hafði ætl-
að að ganga úr svefnherbergi sínu
yfir í skrifstofu sína til að bjarga
einhverjum skjölum, sem hann
vissi um þar á borðinu, en vilst
á leiðinni í reyknum. Var þá Jón
Kristjánsson ekki lengi að ráðast
inn um gluggann, var það síður
en svo árennilegt, eins og nærri
má geta, því bæði var hitinn mik-
ili og reykjarsvælan afskapleg.
Við biðum stundarkorn með önd-
inda í htálsinum, og jeg var far-
inn að halda, að hvorugur mundi
út komast. En svo kom Jón með
Christ jansson á örinum sjer; hafði
hann fundið hann hniginn niður
að gólfi og hálfmeðvitunarlaus-
an. Má nærri geta/að allir urðu
glaðir, þegar þeir komust út í
skaflinn líka. En þá mintumst við
þess að einn maður var eftir inni
enn. Það var Sigurður nokkur
Bjarnason, sem lengi hafði Arerið
hjá þeim hjónum, vitfirringur frá
því er hann var barn, en vana-
lega þægur og eftirlátur, nú kom-
inn um fertugt. Á kvöldin sat
hann oft hjá mjer, þegar jeg var
háttaður, og raulaði vísur sínar,
þangað til jeg var kominn í fasta
svefn; það hafði hann einnig gert.
kvöldinu áður en þetta vildi til.
Tók okkur nú öll eins sárt t.il
hans og þó hann hefði verið ein-
hver merkasti maður einkum þau
Slúlka frá MftlVru vúlliiin, er þessi
mynd nefnd, eða „En PÍKe fra Mööru-
vallis". P'rummyndin er vktnslitamynd
eftir F. C. Lund, gefin út í safni af
þjóÖbúninKamyndum árin 1854—61. Höf-
uöfatið, skuplan, meö vænf? úr pappa
og; ljerefti utan yfir. (M. m. s. í.) Kirkj-
an sem s£st í baksýn er sýnileKa bin
sama o£ sú er ArnKrímur Gíslason
teiknaöi.