Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Qupperneq 14
402
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
aiutmannshjónin, sem bæði voru
oinstaklepa góðhjörtuð og hÖfðu
haft hann hjá sjer, síðan móðir
hans hafði eitt sinn skilið liann
eftir hjá þeim, en aldrei komið
aftur; hún varð víst úti eða beið*
bana á einhvern hátt í ferðinni.
Nú var um seinan til hans að
muna, því nú var loftið yfir skrif-
stofunni að falla niður í eldhafið.
en liann svaf einatt þar. Þóttust
allir þess fullvissir, að hann mundi
aldrei hafa vaknað. Var þá ekki
nema lítil stund liðin frá því við
Jón Kristjánsson. fórum út lim
stafngluggann, svo hvorki hefði
hann mátt evða mikið meiri tíma
til að klæða 'sig nje jeg til að
sofa. Hefi jeg hugsað um þetta
síðan sem hina merkilegustu varð-
veislu drottins, að jeg, sem svaf
vanalega svo fast,%' eins og ung-
lingum er gjarnt, skyldi vakna
sjálfkrafa, þegar enginn mundi
eftir að vekja mig. Við fórum nú
Öll saman, klæðlaus, eins og við
stóðum, út í bæinn og fengum
þar föt til að fara í og annað,
sem við þurftum með, enda var
þá engin hjálp til spöruð. En um
daginn fór amtmannsfólkið hurt
og ofan í Skjaldarvík. Var það
sannur hrygðardagur fyrir mig,
ekki síður en alla sem hlut áttu
að máli. Því þessi vetrartími á
Friðriksgáfu liafði verið mjer liinn
skemtilegasti og fólkið alt mjer
svo undurgott. Sagt var, að amt-
maður Christjansson hefði aldrei
náð sjer eftir þetta. Alt þetta
rifjaðist upp og varð svo skelfing
Ijóst í huga mínum, eins og eitt-
hvað, sem gerst hefði í gær, þegar
jeg var að ganga fram og aftur
á Möðruvöllum.Með þessum bruna
misti jörðin þá fornu frægð nð
vera amtmannssetur.
Frá Friðriksgáfubruna heyrði
jeg sagt í ungdæmi mínu, en man
ljósast frásögn Jónasar Gunnlögs-
sonar hreppstjóra að Þrastarhóli.
Hann var bóndi á Möðruvöllum
í þann tíma, eins og fyr segir.
hinn vaskasti maður. Hann sagði
frá því, að þá hefði hann gengið
næst sjer, er hann var kvaddur
til þess að vaða inn í hálfbrunna
Friðriksgáfu til þess að ná þaðan
fjárhirslu amtsins, er amtmaður
óttaðist um.
Er Jónas rjeðst til inngöngu
fóru Möðruvallamenn upp á vegg-
inn til þess að moka yfir hann
snjó, meðan hann var inni í liálf-
brunninni rústinni.
rftaki Hólaskóla liins forua,
fyrirrennari hins endurreista norð-
lenska Mentaskóla, Möðruvalla-
skóli, var, sem kunnugt er reistur
á grunni Friðriksgáfu árið 1880.
llyggingarefni var að miklu leyti
erlendur tígulsteinn úr veggjum
Friðriksgáfu. Skólahús það var
allvoglegt eftir þeirra tíma mæli-
kvarða, en herbergjaskipun að
ýmsu leyti fremur óhentug.
Þó var svi lýsing Benedikls
Gröndal á skólahúsinu vitanlega
ýkjublandin, er hann lýsti því
svo í brjefi þaðan, sem tuttugu
idiótar hefðu konkurrerað um að
gera það sem vitlausast. — Á
þeim tíma hafði idiotismi í bvgg-
jngum ekki því fjármagni úr að
spila, sem seinna varð.
Þessi grein rfimar hvort sem
er ekki aragrúa þann af endur-
minningum ,sem fest hafa í minni
mínu um Möðruvallaskólann. Um
Möðruvallaskóla skyldi rita í
tvennu lagi, skólastarfið sjálft og
áhrif skólans á líf iit á við meðal
þjóðarinnar.
Möðruvallaskóli brann 22. mars
3 902. Um það leyti var að því
unnið að fá skólann fluttan til
Akureyrar, af þeirri einföldu á-
stæðu, að skólinn hafði blátt á-
fram vaxið upp úr því að vera í
sveit. Nú fekst sú breyting orða-
laust.
Daginn sem uppboð var lialdið
á ýmsu dóti því er bjargaðist úr
skólabrunanum, og ekki þótti taka
að flytja til Akureyrar, fanst í
brunarústunum öxi mikil, er menu
síðar báru kensl á. Þar var komin
öxin er notuð hafði verið við af-
tökuna í Vatnsdalshólum forðum.
Hún hafði verið flutt til amt-
mannssetursins að Möðruvöllum
og orðið þar innlyksa, verið síðast
í geymslukompu á skólaloftinu,
þar sem henni hafði lengi engin at-
hygli verið veitt.
Þau ár sem hún var á Möðru-
völlum brunnu ofan af henni þrjú
hús, kirkjan 1865, Friðriksgáfa
1874 og skólinn 1902. Þríbrunnin
þar á staðnum kom hún ekki und-
ir þak, en lá í nokkur ár á dvra-
palli úti fyrir húsdyrurn. Varð
gestum starsýnt á vopn þetta.
Nú er hún löngu komin á þjóð-
minjasafnið, ásamt höggstokknum,
og er þar meðal gripa þeirra, að
sögn safnvarðar, er mesta eftir-
tekt vekur.
V, St,