Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Qupperneq 16
404
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ið þótti unáir komið, að minnin
væri drukkin ósleitulega. Minna-
röðin var tíðast þessi: með fyrsta
rjetti þorðsálmur, öðrum velkom-
anda-minni og þriðja heilags-
anda-minni. Síðan var sunginn
borðsálmur eftir og staðið upp
frá borðum. Alt fór fram á sama
hátt í brúðarhúsinu. Síðan var
gengið til hvílu.
Á sunnudagsmorguninn voru
boðsmenn snemma á fótum og
átu morgunverð; hann var ætíð
nefndur „frúkostur“. Síðan gengu
karlmenn úr stofu, en kvenna-
skarinn settist þar inn og „sat
á brúðarbekk". Síðan gengu karl-
ar í stofu og heilsuðu konunum
með handabandi. Svo stóðu konur
upp. Þá! gekk fram talsmaður
brúðguma og hóf ræðu við svara-
menn brúðarinnar, mælti til eig-
inorðs við hana fyrir hönd brúð-
guma og lýsti kaupmála. Svaraði
svaramaður brúðar og játaði
kaupunum. Alt þetta var form
eitt, því slíkir samningar voru áð-
ur um garð gengnir við trúlofun-
ina ogkaupölið. Þó virðast stund-
um festar ekki hafa fram farið
fyr en í byrjun brúðkaupsins. Svo
flutti prestur blessunarræðu yf-
ir hjónaefnunum. Svo kvöddu
karlmenn og fóru út aftur. Þá
var gengið í kirkju, og var þá
skipaður brúðargangur eftir fyr-
irsögn siðamanns. Fyrst gengu ó-
giftar konur, tvær og tvær sam-
an, fremst þær, sem yngstar voru
og höfðu minsta mannvirðingu,
en því aftar þær, er tignari voru
og nákomnari brúðhjónunum.
Brúðurin gekk síðust og leiddu
hana tveir brúðarsveinar. Þá
komu giftar konur og gengu næst
brúðinni þær er göfugastar voru.
Brúðargangurinn var genginn
mjög hægt og sálmur sunginn.1)
Svo tók siðamaður á móti brúð-
inni við kirkjudyr og leiddi hana
til kórs og setti hana í hjónastól-
inn hjá brúðgumanum. Þá hófst
messugerð, og stóðu brúðarsvein-
ar og brúðgumasveinar á bak við
hjónastólinn meðan messa og
1) Lengi fyrst eftir siöaskiftin voru
bornar tvær ljrtsastikur meö logandi vax-
kertum á undan brúöhjónunum í og úr
kirkju og jafnvel allan daginn (Finnur
Jónsson: Hist. eccl. ITT 117—18 og
nóta n).
hjónavígsla fóru fram. Hjónin
voru gefin saman milli pistils og
guðspjalls.
Þegar gengið var úr kirkju, var
aftur genginn brúðargangur með
sömu skipun og fyr. Gengu kon-
ur til brúðarhúss, en karlar til
stofu. Var nú sest að veislu sem
kvöldið áður, og sunginn borð-
sálmur, og sat húsbóndi fyrir
miðju háborði, en við þann enda
háborðsins, er var til vinstri hand
ar húsbónda, hjet brúðgumakrók-
ur; sat þar brúðgumi og sveinar
hans sinn til hvorrar handar. Svo
voru minni drukkin sem fyr. Sá
háborðsendinn, sem var til hægri
handar við húsráðanda, nefndist
brúðarkrókur, og stóð hann auð-
ur að sinni. Með tveim fyrstu
rjettunum var lítið drukkið, en
með þriðja rjetti var drukkið heil-
agsanda-minni. Var þá annar for-
máli en kvöldið áður. Sama fór
fram í brúðarhúsinu, og þurfti að
ganga jafnt, ef vel átti að fara.
Þegar heilagsanda-minni var
drukkið, voru gerðir menn úr
stofunni i brúðarhúsið með vín-
bikarana, er þeir áttu að færa
konunum, og fylgdi sú orðsend-
ing, að karlar báðu konur að
ganga í stofu. Þetta hjet að senda
ádrykkjur. Konur tóku því vel,
senda aftur ádrykkjur i stofuna
og hjetu komu sinni. Litlu síðar
gengu þær brúðargang til stofu
og heilsuðu háborðsmönnum með
handabandi; var þeim þá skipað
svo til sætis, að kona sathjá karl-
manni, nema brúður settist í brúð-
arkrók og brúðarkonur sitt til
hvorrar handar.
Nú byrjaði brúðkaupið fyrir
alvöru. Með fjórða rjetti setti
siðamaður brúðkaupið og mælti
fyrir griðum. J>á voru og mörg
minni drukkin, og var minni hins
heilaga Martínusar fram undir
lok 16. al^ar, en þá mun það hafa
breyst í nnnni guðs föður; þá var
og drukkið Kristsminni, Maríu-
minni og Ólafsminni, og fylgdu
þeim söngur og slæmur eða við-
lag. Á 17. öld breyttust sum þessi
minni, t. d. Marteinsminni í
minni klerka og kennimanna og
Ólafsminni í kóngsminni. Þegar
skyggja tók, voru borin ljós í stof-
una, og mælti þá siðamaður fyrir
minni ljósanna oglífsins. Svo rak
hvertminnið annað. Rjett áður en
staðið var upp frá borðum, voru
brúðinni færðar brúðargjafir:
bekkjargjöf eða línfje frá brúð-
gumanum. En um 1700 eða jafn-
vel fyr breyttist bekkjargjöfin í
morgungjöf, og gaf brúðguminn
brúðinni hana þá morguninn eftir
að þau höfðu bygt eina sæng.
Var þá brúðinni fyrst fylgt til
sængur; gerðu það línkonur, af-
klæddu hana og ljetu hana fara
í rúmið, en biðu síðan brúðguma
og vörnuðu honum inngöngu.
Fylgdu karlar honum að svefn-
hússdyrum, og varð brúðgumi að
bjóða þar í sængina, og varð hann
að hækka boðið, þangað til lín-
konum þótti sæmilega goldið fyrir
brúðarsængina. Færði einn af
brúðarsveinum eða talsmaður
brúðguma brúðinni línfjeð með
löngum formála; síðan fekk brúð-
gumi inngöngu. Margt skrítið
mun hafa komið fyrir við þessa
athöfn, og mörgu gamni kastað
fram. Má nefna til sem dæmji
gamanvísu þá, sem síra Jón Þor-
láksson kastaði fram við uppboð
á brúðarsæng:
„Hjer eru i boði hundar tveir,
hentug sængurborgun,
gjarnan skulu greiddir þeir
góðfúslega á morgun“.
(LjðSabók J. Þ. II 392).
Áður en gengið var til sængur-
húss, var drukkið Kristsminni, og
síðan gengu konur brúðargang úr
stofunni. Fylgdi því söngur, og
var það kallað að syngja konur
úr stofu. En þegar brúðhjónin
voru komin í eina sæng, var
hjónaskál borin í sængurhúsið, og
hjelt nrestur yfir henni all-langa
tölu og lýsti blessun yfir brúðar-
sænginni og brúðhjónunum. Það
hjelst lengi, jafnvel sumsstaðar
fram á 19. öld.
Veislan stóð oftast mánudag og
stundum fram á þriðjudag með
líkri högun. Dæmi eru til þegar
höfðingiar áttu í hlut og fest-
ar og trúlofun fjellu fám dög-
um á undan brúðkaupi, að veisl-
an stóð fram undir viku eða
hálfan mánuð, eins og þegar síra
Jón Steingrímsson kvæntist
1753 (Ævis. Jóns Steingríms-