Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Síða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Síða 18
406 LBSBÓK MORGTJNBLAÐSINS 4' 4 Sjóferð um jól Eftir ELLERT SCIiRAM. brúðhjónin sett á brúðarbekk og pússuð saman. Svo voru þau leidd til sæta sinna aftur. Þegar hjóna- vígslu var lokið, gekk brúðurin út á undan, og konur með henni, og svo brúðgumi og karlar með hon- um á eftir. Hvernig vígslunni var hagað vissi hann ekki (Mack. 120 —121). Sumstaðar hjer á landi hjelst brúðargangurinn fram um 1870 og ef til vill lengur; gengu þá litl- ar stúlkur í broddi fylkingar,tvær og tvær saman, og svo stærri og stærri eftir því sem lengra leið, og síðast brúðurin. Leiddu hana tvær konur. Svo kom brúðgumi með tveim, er leiddu hann, og karlmenn þar á eftir. í brúðkaupi í Goðdölum í Skagafirði haustið 1872 var brúðargangurinn fall- inn niður að því leyti, að engir gengu á undan frá bæjardyrum til kirkju. Tvenn hjón voru gefin saman. Fyrst voru brúðirnar leiddar til kirkju, og leiddu tvær helstu konur af boðsfólkinu hverja. Svo komu brúðgumarnir, og leiddu tveir helstu bændur hvern; svo kom presturinn og síðan boðsfólkið. Hringt var í sí- fellu á meðan gengið var. Mjer er í minni hvað fólkið gekk hægt. Brúðhjónin leiddust úr kirkjunni; þau sátu á stólum meðan gefið var saman. 4 4 Árið 1885 var jeg í vinnu- mensku í Hákoti í Njarðvíkum. Þaðan og frá öllum stærri heim- ilum var þá gjört út 6 manna far til róðra á haustvertíðinni, venjulega með 7 mönnum á, heimamönnum og tómthús- mönnum, þeim sem næstir bjuggu. Þá var það daginn fyrir Þor- láksmessu, eða rjettara aðfara- nótt þess dags um kl. 2, að kall- að var til róðurs. Veðri var svo farið, að á var austan kaldi, regn og svartamyrkur. Skyldi róa með lóð út í Garðsjó eins og venja var. Er á flot var komið voru segl sett og siglt út með landi, en er komið var vestar- lega í Leirusjó, var orðið svo hvasst að ekki þótti ráðlegt að fara lengra, og var lóðin lögð þar. En brátt var farið að draga hana inn aftur, því svo jókst, vindurinn mikið, að draga varð fram í stafni og allir að andæfa eftir megni. Á þennan hátt náð- ist þó lóðin inn aftur, að mestu fisklaus, og var þá enn ekki far- ið að lýsa af degi. Var nú sett eitthvað af seglum og skyldi sigla heim, en er komið var móts við Hólsberg sást ekkert til þess sem þó vera átti, þótt dimt væri. Var þá farið að efast um að rétt væri haldið eða að vindurinn væri enn af sömu átt. Voru nú seglin feld og lagst við stjóra eða botnkrækju, þar til birta tók af degi, og sást þá, að vind- urinn var af suðvestan og hafði því verið siglt út og norður, eða í þveröfuga átt við það, sem vera átti og vorum við nú komn- ir djúpt norðaustur af Garð- skaga og stóð vindur af landi og komið rok og mikil kvika. Voru nú litlar líkur til að ná þar landi og ekki álitlegt að hleypa til Innnesja í slíku roki og dimm- viðri. Var nú farið að þrábeita upp til lands með litlum seglum og róið undir til þess að halda á sjer hita, og rjett fyrir myrkur náðum við landi í Vörum í Garði eftir að hafa verið jafn mikið í sjó og á, um daginn. þreyttir og slæptir og flestir gegnvotir. Var okkur vel tekið, eins og venjulegt var um sjó- hrakta menn, okkur borið heitt kaffi niður að sjó og boðið að vera. Nú var farið að tala um að ilt væri að geta ekki látið vita heima að við hefðum þó náð landi og því ákveðið að senda einn heim þó ilt væri veðr ið og gangfærið og þótti þá sjálf sagt að senda mig, því jeg var yngstur. Lagði jeg svo þegar af stað, fór aðeins úr skinnbrók- inni en ekki stakknum. Naum- ást var þá stætt vegna veðurs og gangfærið eftir því, en til Keflavíkur komst jeg áður en búðum var lokað. Hefði þá komið sjer vel að eiga nokkra aura, því svangur var jeg og illa til reika, en því var nú ekki að heilsa. Samt gekk jeg inn í Duus-búð. Þar var þá danskur búðarsveinn er hafði verið 2 ár við verslun- ina, og verður honum að orði á venjulegri ,-,Dana íslensku“, þegar hann sjer mig svona til reika: ,,Já, já, kemur nú jóla- sveinar“ og þóttist gera gys að mjer. Eigi fjekk jeg þar annað, enda stóð jeg þar lítið við og heim komst jeg um kvöldið, og man ekki til að jeg hafi í ann- að sinn verið fegnari mat mín- um. — Ekki minnist jeg þess, að þetta þætti neitt sjerlega umtalsvert heima, enda voru margar sjó- ferðir í þá daga þessu líkar, þó þessi væri ein sú versta er jeg fór í, vegna ábætisins að vera sendur heim svo langan veg í slíku veðri og gangfæri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.