Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 4
388 síðar presti á Skinnastað. En hann fjell í nokkra ónáð hjá frú Ingibjörgu. Hverjir voru þar af yngri mönnum heima- gangar, mun mikið hafa farið eftir velvild og geðþótta hús- freyjunnar. HARÐFISKBOÐ. Heimboð hennar voru venju- lega orðuð á þessa leið, er hún mætti Islendingum á förnum vegi: — Ætlið þið ekki að koma bráðum og fá harðan fisk? Var þetta boð til kvöldverðar að sunnudegi, þar sem var harð- fiskur á borðum, góður harð- fiskur. Sá Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður um, að af honum væri nægur vetrarforði. — Með harðfiskinum var ætíð drukkið einirberja brennivín, og fekk hver 2—3 snapsa. — Var margt gesta undir borðum í einu hjá Forseta? — Jeg man ekki betur, en í stofunni gætu borðað sextán manns, er þeir voru flestir. En rjett er í því sambandi að lýsa herbergjaskipun. Jón Sigurðsson var til húsa, sem kunnugt er í östervold- gade 8, 2. hæð. Stendur hús það enn óhaggað, frá því á hans dögum. Af myndinni sem fylgir frá- sögn þessari, er hægt að átta sig ofurlítið á herbergjaskipun. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS « HERBERGJASKIPUN HJÁ FORSETA. Herbergi það, sem snýr út að gatnamótum, var aðalskrif- stofa eða vinnustofa Forsetans. En þrjár voru stofur í íbúð hans, er lágu út að aðalgötu, og hið fjórða herbergi, er Sigurð- ur Jónsson hafði til íbúðar. Fyrsta stofan, sem komið var inn í frá fordyri, og fjarst er hornherberginu, er þeirra stærst. Var sú stofa bókastofa Forseta, en jafnframt borð- stofa, þegar gestkvæmt var til borðhalds. Allir voru veggir þar þaktir bókaskápum frá gólfi til lofts. Þar var skrifborð Forseta, eða skrifpúlt. En við það sá jeg hann aldrei vinna. Á því var gibsafsteypa af höggmynd Bergslien, af Jóni. Hversdags- lega var slæða yfir myndinni, til þess að eigi felli á hana ryk. En á sunnudögum, og við hátíðleg tækifæri, þegar marg- ir voru til borðs, varð að bera skrifpúltið og myndina, út úr stofunni, svo hún rúmaði gesta- borðið, og olnbogarúm væri þar til framreiðslu. Stofan næst inn af þessari, var víst einskonar stássstofa. En þar staðnæmdust gestir ekki; því man jeg eigi eftir hver þar var húsbúnaður. Gengið var jafnan rakleitt inn í insta her- bergið, hornherbergið, skrif- stofu Jóns. Þar hafði hann skrifborð sitt undir glugga gegnt dyrunum. En á vinstri hönd, er inn var komið, var setbekkur við vegg, og sporöskjulagað borð fyrir framan. Þama settust gestir. Þarna var rabbað, spilað og drukkið. „POPPEDRENG“. Til hægri handar við inn- ganginn gegnt borði þessu, var fuglabúr all stórt, og hekk uppi í loftkrók. Þar var páfa- gaukur, er nefndur var ,Poppe- dreng', og var mikils virtur á heimilinu. Er hann örfaðist af skrafi manna og gerðist of í- hlutunarsamur um stjórnmálin, var dúkur breiddur yfir búr hans, og fjell þá á hann værð. Dúkurinn átti líka að hlífa ,,Poppedreng“ við reyk. En mikið var reykt þarna. Reykti Forseti jafnan sjerstaka tegund vindla, langa og granna, og reykti ákaft, en tugði jafnan nokkuð vindilinn, svo gárung- ar ýktu, og sögðu, að hann og eldurinn mættust í miðjum vindli. Síðustu árin varð Forseti að neita sjer um reykingar eftir kl. 8 að kvöldi, samkvæmt la'kn- isráði. JÓLAVEISLUR. Jólaboðin voru að því leyti með öðrum hætti en hin venju- legu ‘ sunnudagaboð, að þá voru matföng og vín framreidd með evrópísku sniði, en eigi hinn íslenski matur, t. d. dönsk jólagæs, sherry, rauðvín og portvín með mat. Kl. 7 komu gestirnir. Þegar þeir fyrstu komu, sat Forseti jafnan við vinnuborð sitt í hornherberginu. Glaður og reif- ur fagnaði hann gestum. Hús- freyja kom brátt í sömu erind- um. Fjörugar samræður hófust þegar, fyrst og fremst um síð- ustu frjettir heiman frá íslandi. Aldrei bar á því, að Forseti væri ráðríkur um málfrið fyrir sjálfan sig í slíkum umræðum, eða kennandi og prjedikandi, þó hann vildi fræða okkur ungu Jóns Sigurðssonar-herbergið í Alþingishúsinu. Sjest skrifborð hans og skrifborðsstóll til vinstri handar, ásamt hægindastól Ingibjargar húsfreyju. Bergslien-myndin af Forseta á háum fótstalli við rúmgaflinn til hægri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.