Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 liuglciðingar um Öndvegissúlur Ingólfs. HLLIR Islendingar muna frá æsku sinni mynd þá, er sagan um öndvegissúl- ur Ingólfs skildi eftir í huga þeirra. Við fyrsta lestur sögunnar, sjá menn í hugan- um útskornar súlurnar og skrauti prýddar, berast á bylgjum út- hafsins hlið við hlið, meðfram ströndum landsins uns þær, fyr- ir goðanna tilstilli, rekur á fjör- una við Arnarhvál. Unglingum, sem söguna lesa, dettur varla í hug, að Ingólfur hafi þurft að tylla súlum sínum saman. Því naumast myndi guð- unum, sem leiddu þær alla þessa leið, hafa orðið skotaskuld úr því, að láta þær verða samferða. Síðar fer sú hugmynd út um þúfur. Sjálfkrafa í úthafsstraum, gátu súlurnar af tilviljun naum- ast orðið samferða. Menn hugsa sjer Ingólf hafa fest þær saman. Seinna kemur Golfstraumurinn til sögunnar. Menn læra með aldrinum, að það hafi verið haf- straumar, en ekki ginheilög goð, sem tóku að sjer súlurnar. Þar sem menn hættu að trúa á hand- leiðslu goðanna eða annara hul- inna máttarvalda, yfir ferða- lagi öndvegissúlnanna, þar hef- ir Golfstraumurinn tekið við, þessi lífgjafi og verndarvættur Islands. Menn vita að Golfstraumurinn skellur á suðurströnd landsins og álma hans fer vestur með Suð- urlandi vestanverðu, og sem leið liggur norður með Vestur- landi; straumaskilin eru eitthvað um það bil, þar sem Ingólfur sennilega hefir komið að land- inu. Menn hafa gert sjer í hug- arlund að rekaviður austur und- an Skaftafellssýslu-söndum gæti borist með straumum hingað inn í Reykjavíkurhöfn. Tilviljanir geta verið ein- kennilegar. Þeim eru, svo langt, sem náttúrulögmál leyfa, engin takmörk sett. Tilviljun sú, segja menn, að öndvegissúlur Ingólfs rak á land, þar sem nú er höfuð- staður landsins, er innan löglegra takmarka náttúruaflanna, getur hafa átt sjer stað. Sem sögulegur sannleiki hefir sagan varðveist gegnum aldirn- ar. BARI svo, að efi vakni í huga manns, um sann- leiksgildi gamalla sagna, verður efinn ekki svo glatt úti- lokaður, eða kveðinn niður með valdi, ef efnið er hugleitt á ann- að borð. Annaðhvort eyðist hann af rökum, sem mæla gegn hon- um, ellegar hann vex og dafnar í skjóli vaxandi vissu um rjett- mæti hans. Jeg hefi efast um sannleiks- gildi sagnarinnar um öndvegis- súlur Ingólfs, af því mjer hef- ir fyrst og fremst þótt tilvilj- unin of mikil, of heimtufrek. Miklar líkur eru til þess, að Ingólfur hafi komið að suðaust- ur landi, úr því hann tók land við Ingólfshöfða. Strandlengjan þaðan austan að, og hingað til Reykjavíkur er um 500 kílómetrar. Hvað, sem líður Golfstraumn- um, og möguleikum til þess, að hann flytji rekatimbur þaðan og hingað, þá er hitt víst, að mestar líkur eru til þess, að súlumar, sem varpað er fyrir borð, skamt undan landi þar eystra, þær reki á land þar. Það má segja, að til þess sjeu 500 sinnum meiri lík- ur, að súlurnar ræki á land á næsta kílómetra við útvarpsstað þeirra, en að þær ræki hjer vest- ur við Arnarhvál. Þá er þess að gæta, að eitt er það, að Ingólfur hafi verið mað- ur svo trúrækinn, að hann hafi varpað súlunum fyrir borð, með því ætlað, að láta guðina fá önd- vegissúlurnar til umráða, til þess að benda sjer á landnám sitt, og annað er það, hvort hann nokk- urntíma hefði fundið súlurnar aftur. — Á Skaftafellssýslu-söndum er það svo, nú á dögum, og mun svo hafa verið á landnámstíð, að þar liggur ekki rekaviður óhagg- aður í fjöruborði eins og komm- óðustáss. Þar sandverpast heilir togarar á skömmum tíma. Brim- ið lætur sandinn gleypa þá. Hvað þá um smálka eins og öndvegis- súlur? Þær sandverpast brátt. Það, sem þar kemur á land í á- landsveðri, verða menn að taka til handargagns, og bjarga undan næsta brimi. Annars fer alt í kaf, og er horfið sjónum manna, áð- ur en varir. Og hvernig stóð Ingólfur að vígi í leitinni? Hann hefir fljótlega hlotið að sjá, að á ströndunum, næst land- tökustað hans, gátu súlurnar naumast fundist. Hann hefir sjeð hvernig rekatimbur sandanna fór í kaf. Alstaðar, þar sem ekki voru kvikir sandar við strönd- ina, þar hefir verið samanhang- andi rekaviðarköstur eftir allri Ápiskuð leið öndvegissúlnanna, afmörkuð með smástrika-línu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.