Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 hann komið svolítið seinna, þá var úti um drenginn. En seinna, þegar Gísli læknir var spurður að þvi hvernig hon- um hefði tekist að senda boð á undan sjer austur yfir Vötnin, hvernig hann hefði fengið vitn- eskju um það hvernig Jakob litla hefði versnað og hvaða lækningaáhöld hann hefði átt að taka með sjer að Miklabæ þessa óveðursnótt, var hann ''anur að brosa og segja: ,,Ef til vill hefir huldufólkið hvíslað þessu öllu saman!" Bridge. S: enginn. H: D, 10, 8, 6. T: G. L:D, 10,8. S: D, 4, 3. H: K, 3, 2. T: enginn. L: K, 3. Tígull er tromp. A slær út. A og B eiga að fá alla slagina. S: enginn. i: Á, 5,4. r: D, 4,3. .:5, 4. S: G, 9, ’ H: G, 9, T: engii L: G, 9. S: K, 9, 8, 5. H: ekkert. T: D, 6, 4. L: D, 7, 5. S: Á, 3. H: G, 9, 4. T:K, G, 8. L: K, 8. B C 0 H S: 10. H: K, 10, 5, 3. T: 9,7. L: Á, G, 6. S:G, 6. H: D, 8,7,6. T: 10. L: 10,9,4. Grand. A slær út. A og B eiga að fá alla slagina. S á 1 m u r. * | Almáttki faðir, eins er jeg og örlítið strá við lífsins veg, horfandi þínum himni mót, hlekkjað og bundið fast við rót. Sjá þú, ó, faðir, sjerhvert strá sveigist af vindum til og frá, hnígur til moldar, hjer um bil, horfir þó jafnan sólar til. Almáttki faðir, ekkert strá, án þinnar hjálpar lifa má. Þú hefir skapað allt, sem er, auga þitt hverja veröld sjer. Almáttki faðir, augu mín opna, svo birtist dásemd þín. Oft mig af rjettri brautu ber, blindur er hver, sem þig ei sjer. Almáttki faðir, ó, jeg veit, aldrei er trú mín nógu heit, heitari er mín hugarþrá helgidóm þinn að skilja’ og sjá. Almáttki faðir, enn jeg bið: Auk þú mjer trú og sálarfrið, auk þú og skerptu skilning minn, að skilið jeg fái vilja þinn. Algóði faðir, eins og þú elskaðir heiminn, fyr og nú, kendu mjer iðkun kærleikans, kendu mjer tungu sannleikans. Böðvar frá Hnífsdal. <§> <§> <§> <§> <§> <§> <§> m wm Hjá gröfinni helgu. Eftir Johannes Jörgensen. *Á, sem hafa lesið skáld- \ söguna „Jerusalem“ eftir Selmu Lagerlöf, mun reka minni til tilfinninga sænsku dala- bændanna ogtrúbræðranna.er þeir sáu í fyrsta sinn þann stað, sem þeir höfðu svo lengi sárþráð og hlakkað til að líta. Jeg hef ekki skáldsöguna við höndina, og tutt- ugu ár eru víst liðin, frá því er jeg las hana. En getur nokkur mað- ur, sem hefir lesið þá bók, gleymt hinum feikilegu vonbrigðum Les- aranna, er þeir stigu loksins fæti á götur borgarinnar helgu? Heima á bökkum Dalelfar höfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.