Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 19
og myrkri, eins og líka reiðstíg- vjelin yðar eru, rennandi vot eftir ferðalagið í dag“. ,,Nei, hvað segið þjer nú kona?“ mælti læknirinn og hló. „Haldið þjer að jeg sje hrædd- ur við myrkur og stórhríð? Nei, jeg hefi ekki kvenna skap. En segið þjer Haraldi að hann skuli ekki framar trufla mig með þessari vitleysu. Einhver vinnumannanna hefir verið að leika á hann. Eða máske það hafi verið hún Þórdís dóttir yð- ar. — Hún er altaf að hrekkja strákinn og leika á hann“. „Nei, Þórdís hefir það ekki verið“, mælti ráðskonan, „því að hún hefir setið inni í bað- stofu og verið að spinna síðan þjer komuð heim. Hitt væri lík- legra að sál drengsins hafi ver- ið á flökti og honum hafi fund- ist þessu hvíslað að sjer. Hann er ekki til einkis sonur hennar Guddu vitlausu!“ Svo skelti hún hurðinni í lás á eftir sjer og gekk inn í bað- stofu. Þar sat Þórdís við rokk- inn og spann. Hjá henni sat á rúminu ljóshærður piltur um tvítugt. Fyrir framan sig hafði hann lítið borð og á því stóð dálítið jólatrje, sem hann hafði verið að búa til nokkra daga. Það var gert úr eini og fjall- drapa, og skreytt með kræki- berjalyngi, sem altaf er sígrænt undir vetrarsnjónum á Islandi. Á Islandi eru engin trje, en slík jólatrje og þetta voru búin til á mörgum sveitaheimilum þar um þetta leyti. Og enda þótt Gísli læknir væri ókvænt- og ætti engin börn, vildi hann halda þessum sið á heimili sínu. Lækninum þótti vænt um börn og ,ungt fólk. Og það var regla á hverju jólakvöldi að heim til hans kæmi alt unga fólkið á bæjunum þar í grend, og heldi þar til í þrjá og fjóra daga. Var þá oft svo þröngt, að læknirinn varð sjálfur að ganga úr rúmi og sofa úti í hlöðu. Vik- um saman höfðu þær Þórdís og móðir hennar staðið í því að búa alt undir þessa hátíðar- daga, bakað og soðið svo að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekkert skyldi skorta, tætt og spunnið til þeás að enginn þyrfti að fara í jólaköttinn. Og ein- mitt þegar sem hæst stendur kemur Haraldur og segist vera búinn að leggja á Loka, og að læknirinn ætli að fara til Mikla- bæjar. Þegar ráðskonan kom inn í baðstofuna, leit hún til piltsins og sagði hálf stutt í spuna: „Farðu þarna frá Haraldur! Við Þórdís höfum alt of mikið að gera til þess að þú sjert að tefja fyrir okkur. Og hvernig datt þjer í hug að ætla að leika svona illa á læknirinn. Það er enginn tími til þess núna rjett fyrir jólin, að láta menn hlaupa apríl“. Pilturinn leit undrandi á hana og Þórdís líka. „Ætlar læknirinn þá ekki að fara til Miklabæjar?" spurði Haraldur lágt. „Nei“, sagði ráðskonan og var dálítið hvöss í málrómnum. „Og það er gott að þú veist það. Væri jeg ekki að hnoða deig og mætti ekki ó- hreinka hendurnar, þá skyldi jeg gefa þjer sitt undir hvorn“. „Nú skil jeg ekki“, sagði Haraldur og glápti á hana „Það eru ekki nema svo sem tíu mín- útur síðan að læknirinn kom sjálfur til mín út að hesthúsi og sagði að jeg yrði að leggja á hann Loka undir eins“. Ráðskonan hvesti á hann aug un og mælti: „Ef jeg vissi það ekki upp á hár að læknirinn geymir sjálfur altaf lykilinn að meðalaskáp sínum, mundi jeg ætla það Har- aldur að þú hefðir stolist í skápinn og náð þar í áfengi. Þótt þú sjert ungur, þá eruð þið nú svona karlmennirnir, að ykkur langar altaf í áfengi. En jeg veit að það getur ekki verið að þú hafir náð í neitt og skammastu nú út og sprettu af honum Loka og farðu með hann út í hesthús — alveg á lifandi augnablikinu!“ Haraldur reis á fætur og gekk út, en Þórdís hætti að 403 spinna og leit framan í móður sína. „Jeg skil þetta ekki heldur, mamma“, sagði hún. „Haraldur er ekki vanur því að skrökva. Og hvernig stendur þá á því að hann segir að læknirinn hafi skipað sjer að leggja á Loka, ef enginn flugufótur er fyrir því ?“ „Það er best að þú spyrjir hann sjálfan að því“, sagði móðir hennar og tók til að hnoða deigið. Þórdís steig rokkinn nokkra stund. Alt í einu heyrðust hljómar frá stofu læknisins. — Hann hafði sest að orgeli sínu og byrjað á því að leika uppá- halds jólasálmana sína fyrir sjálfan sig. Þórdís hætti að spinna og Lumaðist út. Hún klappað; hægt á dyrnar hjá lækninum. „Komdu inn, komdu inn, barn, og komdu helst með har- monikuna þína“, kallaði lækn- irinn glaðlega. „Og svo skul- um við sjá hvort við getum ekki bæði tvö leikið fagurlega saman bestu jólasálmana“. Þórdís gekk hægt inn í her- bergið og leit yfir öxl læknis- ins á nótnabókina. En á opn- unni þeirri var ekki jólasálmur heldur hinn fagri útfararsálm- ur Hallgríms Pjeturssonar: Þegar að kallið kemur kaupir sig enginn frí, þar læt jeg nótt, sem nemur, neitt skal ei kvíða því. Oft og mörgum sinnum hafði Þórdís heyrt læknirinn leika og syngja þetta erindi. En með skjálfandi hönd benti hún nú á bókina og sagði lágt: „Læknir, hafið þjer tekið eft- ir því hvar þjer opnuðuð bók- ina“. „Jú, það veit jeg, barnið gott“, svaraði hann og söng er- indið. „Læknir“, sagði hún og var nú fastmælt. „Það er undar- legt þetta með hann Harald: Hann er ekki vanur því að skrökva. Það hefir eitthvað und arlegt komið fyrir hann. Það er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.