Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 Helgileikarnir í Oberammergau Á hverri langaföstu fara fram helgileikar í bænum Oberam- mergau í Þýskalandi. Er þar sýnd píningarsaga Jesú! Sá, sem oftast hefir leikið Jesú, heitir Alois Lang og á hann enn að leika það hlutverk í vetur. — Þykir leikur hans með afbrigð- um hrífandi og átakanlegur, og streymir fólk úr öllum áttum til Oberammergau til þess að horfa á helgileikana. Hjer á myndinni sjest Alois Lang. Hafa þeir skotið skjólshúsi yfir margan pílagríminn. Leið mín lá niður á við og fyrst eftir brattri og mjórri flór- götu, sem var slitin og hál af traðki drómedaranna. Menn urðu að varast, að þeim skrikaði ekki fótur þar. Þess háttar götur einkenna Jerúsalem, svo sem fyr er vikið að. Læknir einn hefir sagt mjer, að beinbrot sjeu tíðari þar en annars staðar. Fara menn þá að skilja betur gömlu söguna, sem hermir, að Kristur hafi hnig- ið þrem sinnum niður, er hann bar þvertrje krossins. En inni- leg meðaumkur ógeð á að trúa vcnsku mannanna. kemur fram í Kóraninum, þar sem sagt er, að Allah hafi ekki getað látið dýrling sinn verða fyrir þeirri lægingu að bera krossinn. Þess vegna hafi Símon frá Kýrena borið hann. Nú blasir stóra grafkirkjan við; jeg geng inn um hlið, sem er við takmörk hins litla svæðis, er heyrir kirkjunni til. Enginn Gyð- ingur stígur þangað fæti. For- gaiður þessi er undarlega lukt- ur af tveim grískum klaustra- báknum. Og sjálf grafkirkjan er sett saman af ótal hringsölum, Er þyrping þessi stíllaus, enda samsafn frá ýmsum tímum. Gröf Krists hefir stundum lent í höndum fjandmanna, grafar- kirkjurnar hafa verið eyddar eða skemdar. Þess vegna hafa kristnir menn oftar reist kirkj- urnar að nýju eða stækkað þær, en ella myndi. Tekið var að rökkva. Fransisk- usmunkur vísaði mjer leið; grá- munkar gæta hinnar heilögu grafar enn í dag eins og þeir gerðu líka á fjórtándu öld. — Litla kapellan, sem gröf Krists er í, er undir hárri hvelfingu, öll framhliðin er þjettsett skygndum silfurlömpum með gulum, rauð- um, grænum eða bláum glösum yfir daufum, blaktandi ljósum. Við göngum um lágar bogdyr inn að forskygni grafarinnar. Hjerna var það, að engillinn sat á steininum, sem hafði verið velt burtu, hjer voru konurnar á- varpaðar þessum orðum: „Þjer leitið að Jesú frá Nazar- et hinum krossfesta; hann er upprisinn; hann er ekki hjer“. í miðri kapellunni er stein- súla, sem á að vera höggvin af steininum, sem engillinn sat á. Við Fransiskusbróðirinn krjúp- um; hjer getur enginn annað en kropið. — Loka-inngangurinn að sjálfri gröfinni helgu er alveg andspænis okkur. Dyrnar eru furðu lágar. Fáein grísk orð eru letruð fyrir ofan þær. En það er rokkið hjer í forskygn- inu, og ærið langt er frá því, er jeg hef litið í gríska bók, svo að jeg get ekki ráðið fram úr þeim. Má vera, að það sjeu þessi orð: „Hver sem ekki tekur á móti guðs ríki eins og barn, mun alls eigi Báðum megin við dyrnar eru hámyndir: engillinn hægra meg- in, en hinar helgu konur, sem Einkennileg kirkja. Margar einkennilegar bygg- ingar rísa nú upp í stórborgum Þýskalands, og meðal þeirra allra einkennilegustu er þessi kirkja í Berlín. Engar dyr eru á henni út að götunni, heldur er gengið inn í hana úr hliðarhúsi. komu til þess að sjá, hvar þeir höfðu iagt hann, vinstra megin. Jeg sje inn fyrir grafardyrnar lágu, vegna þess að jeg er á knje- beði. Ljós hefir verið tendrað við gröfina, og einhver er þar inni, einhver, sem er hvítklæddur. Nú beygir hann sig, heldur út um dyrnar og strýkst fram hjá mjer; Þetta var víst kristinn hirðingi eða hógvær, rússneskur pílagrím- ur eða Dominikusmunkur í drifhvítum einkennisbúningi. Þá er röðin komin ac^mjer að fara inn. Þar er ekki rúm nema fyrir tvo eða þrjá menn í senn; nú má jeg beygja mig undir dyrnar lágu, krjúpa við gráu marmaraplötuna, er byrgir þá gröf, sem er helgust allra grafa. Jeg krýp undir lofti, sem er eins og gert úr tómum, gyltum lömp- um, og líti jeg upp, sje jeg stóra mynd af hinum upprisna, mál- aða á gullgrunn. Nú má jeg leggja ennið að marmaraplötunni, sem hylur hina helgu mold. Hjer var hin nýja gröf Jósefs frá Arímaþeu, sem enginn hafði áður legið í. Hjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.