Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 14
398 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hefir þjóðin dregið upp skýra sönnun þess, hvernig hún með kostgæfni útbjó Ingólfshugmynd- ina í sinni eigin mynd. Þjóðsögur eru alt af fyrst og fremst gerðar í mynd þeirra kyn- slóða er þær skapaði, og þeirra, er þær varðveitti. I því liggur mesta gildi þeirra. E&LÆSILEGUR er Ingólfur 'jj) Arnarson í sögu þjóðar- innar, alt fram á þenna dag, þegar frá honum er dreg- in sögnin um öndvegissúlurn- ar, um tilviljanir og úthafs- strauma, um trúnaðartraust hans á æðri vísbendingar, og hann stendur laus við alt þetta, foring- inn, brautryðjandinn, sem skygn- ist inn í framtíð sína, lands og þjóðar. Hann velur Reykjavík sjer fyrir bústað, af því við henni blasir framtíðin, framtíð sam- gangna, framtíð hafnar og sjó- fanga. Draumur hans um Víkina logn- aðist að vísu út af meðal eftir- komendanna um 900 ára skeið, uns annar landnámsmaður, einn merkastihöfundurhins nýja land- náms, Skúli fógeti, tók upp hið fallna merki. Þá var að vísu margt um- breytt til hins verra, frá Ing- ólfsdögum. Umhverfi að miklu leyti í örtröð, Örfiriseyjargrandi í sjó, o. s. frv. Enda tók það marga áratugi að fá menn til þess að sætta sig við höfuðstað- inn Reykjavík. Menn fóru í kring um staðinn, eins og köttur í kringum soðpott. Svo djúpt var merki Ingólfs sokkið. Landlækn- ir var úti á Nesi, biskup í Lauga nesi, höfðingjarnir, að Skúla með töldum, í Viðey, mentasetur suð- ur á Álftanesi. Alt var þetta í næsta umhverfi hins fyrra og tilvonandi höfuðstaðar. Smátt og smátt laðaðist alt saman við Ingólfs vík — Reykja- vík. Höfuðstaður landsins reis upp að nýju, af sömu rökum, fyr- ir sömu ástæður, og Ingólfur valdi sjer þar bygð á 9. öld. Svo mikil kyngi var í virkri undirvitund hins upprennandi höfuðstaðar, þegar reist var Ingólfsstytta, til minningar um 'ai dnámsmanninn, hinn fyrsta Reykvíking, að hinn steindi Ing- ólfur á Arnarhóli var látinn horfa yfir víkina, höfnina, er hann fyr- ir röskum 1000 árum valdi sjer og eftirkomendum sínum. Svo ná- tengd er fortíð og nútíð í Reykja- víkurhöfn. Það kann að vera, að ein- hverjir sjái eftir sannsögugildi sagnarinnar um öndvegissúlum- ar, og telji það lýti á hinum fyrsta landnámsmanni, hafi hann ekki hlýtt goðhollri raust hjarta síns, og fyrir súlnanna tilverkn- að sest hjer að. En vel mega menn við það una að mínum dómi og svo fer mjer, að fá í staðinn Ingólf, sem svo vel hlýddi á innri raust dómgreindar sinnar, fram- sýni og fyrirhyggju, að hann skygndist yfir þúsund ára skeið inn í framtíð ófæddrar þjóðar, þar sem hann valdi sjer og henni höfuðstað. V. Stef. Það er nú orðið alsiða um öll lönd, að á aðfangadag eru reist stór jólatrje á torg- um borga og bæja og standa þar uppljómuð öll jólin. — Setja þessi jólatrje sjerstak- an hátíðarsvip á borgirnar, og hvar sem siðurinn hefir verið upp tekinn, mun hann trauðla lagður niður aftur svo lengi sem kristnir menn halda heilög jól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.