Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 20
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS áreiðanlegt að einhver kallaði til hans áðan. Getur það skeð að Jakob litla á Miklabæ hafi versnað aftur?“ ' Læknirinn slepti orgelnótun- um og sneri sjer hvatlega við í stólnum. ,,Hvað segirðu, barn?“ mælti hann. „Jeg skil þig ekki — mamma þín sagði áðan ---------“ Hann þagnaði um stund, en sagði svo æstur: „Hlauptu! Náðu í Harald! Segðu honum að jeg vilji tala við hann undir eins“. Tíu mínútum seinna brá Ásu ráðskonu heldur en ekki í brún, því að þá kom Gísli læknir til að kveðja hana. Var hann þá klæddur í ferðaföt sín og kom- inn í reiðstígvjelin. „Jeg er að fara til Miklabæj- ar“, sagði hann. „Þjer skuluð ekki eiga von á mjer fyr en á morgun“. „Eruð þjer frá yður?“ hróp- aði ráðskonan. „Ætlið þjer út í þetta voðaveður? Þjer komist aldrei alla leið--------“ En þá var læknirinn kominn út og á bak, og spretti úr hlaði út r hríðina og náttmyrkrið og ljet hana eina um það hvort henni findist rjett að tala meira út í hríðargusurnar, sem þeytt- ust inn úr opnum bæjardyrun- um. — Enda þótt niðamyrkur væri skeiðaði hinn fótvissi Loki hratt niður hlíðarnar fyrir ofan Hólminn. Vestast í Hólminum var kvísl, sem þeir læknirinn þurftu að fara yfir. Var ekki auðvelt að rata vaðið þar í kol- svarta myrkri, og svo var mik- ill vöxtur í kvíslinni að hún tók Loka rúmlega í kvið. Hinum megin voru engjaflákar og þar var fult að dýjum og pyttum, sem vel hefði getað svelgt mann og hest, svo að aldrei hefði orð- ið vart við þá framar. En Gísli treysti ratvísi Loka og hún brást nú ekki fremur en endra- nær. Blessuð skepnan skeiðaði yfir engjarnar eins og um há- bjartan dag væri, og nálgaðist nú Hjeraðsvötn. Þau runnu þá í tveimur ál- um og var vestari állinn riðinn, en hinn farinn á dragferju. — Gísli læknir bjóst við því, að vel gæti verið að hann gæti ekki kallað ferjuna, vegna þess að ferjumaður átti heima tals- vert langt frá ánni og í þessu ofviðri mátti búast við því að hó og köll myndi ekki heyrast heim að bænum. Samt sund- lagði hann Loka ótrauður í vest- ari álinn. En meðan þeir voru að brjótast yfir hann í kol- svarta, þreifandi myrkrinu, sá Gísli ljós hinum megin við eyr- ina milli álanna. Hann þekti þegar, að þetta var ljósið á dragferjunni og hún var að koma vestur yfir. Þá brá honum í brún. „Hamingjan góða, einhver ferðamaður er að fara vestur yfir vötnin í kvöld“, hugsaði hann með sjer. Og hann ein- setti sjer um leið, áð reyna að fá þenna mann til þess að snúa við með sjer til Miklabæjar og gista þar um nóttina, því að það væri óðs manns æði að ætla sjer vestur í þessu myrkri og vatna- vexti. En ennþá meira brá honum þó, er hann kom að ferjunni og hitti þar Pjetur ferjumann ein- an. — Pjetur heilsaði honum glað- lega um leið og hann lagði að bakkanum, og kallaði. „Æ, ertu kominn þarna, lækn ir? Jeg fekk skilaboðin frá þjer fyrir svo sem klukkustund. En það segi jeg þjer, að fyrir eng- an mann á íslandi annan en þig hefði jeg hætt mjer út í þetta manndrápsveður á vötnin vita- alófær“. „Skilaboðin frá mjer?“ „Já, það barði einhver á gluggann heima hjá mjer og kallaði að jeg yrði að fara und- ir eins vestur yfir til að sækja læknirinn; hann biði þar. Jeg hljóp út til þess að sjá hver þetta væri, en jeg varð of seinn, því að þegar jeg kom út var hann horfinn. En það hlýtur að vera eitthvert áríðandi erindi, sem knýr ykkur Loka til þess að fara austur yfir Vötnin í nótt, í þessu líka litla veðri. Og ekkert skil jeg í því hvernig þið gátuð komist yfir vestur- kvíslina, því að hún hlýtur að vera óreið“. Gísli læknir svaraði engu öðru en því: „Við skulum flýta okkur yfir ána“. Það fór um hann hrollur ein- hvers fyrirboða, og hann fann að sjer lá mikið á. Um leið og lerjan kom að austurbakkanum og Pjetur hafði lagt landgöngu- brúna á land, rak Gísli Loka upp úr ferjunni, steig á bak í snatri og sló upp á. Loki tók sprettinn norður eftir reiðgöt- unum. Eftir skamma stund voru þeir komnir að Miklabæ. Gísli lækn- ir þeysti þar heim traðirnar. Um leið og hann reið í hlaðið og stökk af baki, voru bæjar- dyrnar opnaðar og pabbi Ja- kobs stóð þar með litla týru í he'ndi. „Læknirinn kominn! Loksins! Guði sje lof fyrir það ! Við feng- um skilaboðin frá yður fyrir rúmri klukkustund! Sárið á hon um Jakob litla hefir opnast, og honum er að blæða til ólífis. í guðs bænum verið þjer fljótur að koma inn, ef þjer getið bjargað lífi hans!“ Það skifti ekki andartaki að læknirinn var kominn inn í bað- stofu. Móðir Jakobs sat undir honum á stól. Drengurinn var stiltur, en afar fölur. Á borði rjett hjá stóð þvottafat fult af blóði. „Honum leið vel í dag“, sagði mamma hans undir eins, „og • jeg helt hiklaust að hann væri á góðum batavegi. En svo byrjaði honum að blæða aftur fyrir svo sem þremur klukkustundum. Mjer datt ekki annað í hug, en að hann mundi sálast í höndunum á mjer. Ó, læknir, getið þjer ekki bjargað lífi hans?“ Jakob litli dó ekki. Gísla lækni tókst að stöðva blæðing- una nógu snemma. En hefði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.