Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 393 æfunum góðan dag. En það var eins og blessuð sólin hefði sofið yfir sig, eða vissi af því að það var sunnudagsmorgunn og væri því ekkert að flýta sjer á fætur. Him- ininn hafði líka smeygt sjer í hvílupoka og var ekki farinn að lyfta blæjunni frá andlitinu. Um kl. 5 sáust þó merki þess, að hin rósfingraða morgungyðja var risin af beði Titonar. Skáhallir geislar brutust gegn um næturhjúpinn, fyrst einn, og svo fleiri. Blómin lyftu kollinum og brostu. Mold- inni hlýnaði, steinarnir roðnuðu og jöklinum spratt sviti á enni- Ekki leið á löngu, að alt baðaði í sólskini. Jeg fór nú að halda niður aftur, en fór mjer hægt og tíndi ber á leiðinni. Þegar jeg kom heim að tjaldinu var kl. 6. Einn af fjelög- um mínum stóð þá fyrir utan dyrn ar. „Það er kalt“, mælti hann, og ók sjer. „Jeg fer aftur inn að sofa“. Að svo mæltu stakk hann sjer inn úr tjalddyrunum og hjúfr- að sig niður. „Ó, þjer unglinga- fjöld!“ varð mjer að orði, um leið og jeg sneri frá tjaldinu, og gekk upp í brekkuna fyrir ofan það, inn undir laufþak birkitrjánna. — Þar fleygði jeg mjer niður í dún- mjúkt grasið, en sólin blessuð lielti geislum sínum yfir mig. Nær- felt eina stund lá jeg þarna og teygaði í mig skógarilminn. En þá fanst mjer mál komið að hita morg unkaffið og halda af stað. Eftir stutta stund voru allir ferðbúnir Næsti áfangi var Stórendi- Það er skógivaxinn dalur eða hvamm- ur norðan Krossár, nokkru austar en Langidalur. Viðfeldnara væri að nefna þennan stað Fagra- hvamm og brekkuna að vestan Fagrabrekku. Þar eru trjen 8—10 m. há og teinrjett- Þessi staður minti mig m.jög á Atlavík í Hall- ormsstaðaskógi. Úr Fagrahvammi (Stórenda) fórum við suður í Skot. Þar eru margar einkennilegar og fallegar lautir og skógarbrekkur og gil. En uppi yfir þeim gnæfir Útigönguhöfði. Á einum hnúk þarna er bergstrýta nefnd Höttur. Undarlega fanst mjer hann líkjast Nátttröllinu hans Einars Jónsson- ar. Svo blítt var veðrið,að logaði Ragnar Asgeirason hefir lýst reyni- trjenu svo: „Fremst á gilbarm- um stendur reynirinn á klettasnös og slútir fram yfir gilið. Hefir það bjarg- að hríslunni í æsku, að hún stendur svo tæpt, að engin kind hefir komist svo nálægt henni, að hún hafi getað gert henni skaða. En þar sem hrísl- an stendur, er gilið sennilega 15—20 m. á dýpt. Hríslan er margstofna, en þó eru tveir aðalstofnar. Annar aðal- stofninn vex upp á við, dálítið á ská, útyfir gilið, og hæð hans er um 9% meter, og niður við gilbarminn er hann 150 cm. að ummáli. Hann er þróttmik- ill, en talsvert veðurbarinn og sjest, að sumar greinar hans hafa brotnað und- an stormi og snjóþyngslum. Hinn aðalstofninn hefir sennilega einnig bognað undan snjóþyngslum og hefir lagst niður þvers yfir gil'.ð, og er hann 10 m. á lengd, en gildleiki hans neðst er HO cm. — Þessi stofn nýtur skjóls í gilinu og eru greinar hans gríðar þroskamiklar, og að því, er jeg gat komist næst, þá er breidd reyni- viðarkrónunnar 15 m. Þriðji bolw inn er 90 cm. að ummáli við rót, og einir 3—h aðrir frá 30—60 cm. Um aldur reynisins veit enginn neitt með vissu, en sennilegt hygg jeg, að hann sje hátt á annað hundrað ára gamall. En Koefoed-Hansen skógrækt- arstjóri telur sennilegt, að reynirinn sje 200 ára gamall, og telur miklar lík- ur fyrir, að reynir geti náð hærri aldri hjer heldur en i nágrannalöndunum. í Nauthúsagil sótti Guðbjörg í Múla- koti fyrstu smáplönturnar í garðinn sinn, og er því hinn aldraði reynir fað- ir trjánna i Múlakotsgarðinum". Myndina tók Qeir Q. Zoíga vcgamdlastjóri. NAUTHÚSAGILI. REYNITRJE Í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.