Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 12
396 íÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS „Gínandi trjóna.“ Mynd þessi er af stangarhöfði eða stólpa í hinu fræga víkingaskipi „Os- bergs-skipi“, er fanst í Noregi og varðveitt er þar á þjóðminjasafni. Skip þetta er talið vera frá því um aldamótin 800, eða eldra nokkuð en Ingólfur Arnarson. Þegar litið er á mynd þessa, „hina gínandi trjónu“, kyngikraft þann, er útskurðarmeistarinn hefir getað lagt í mynd sína, er sem maður skilji bet- ur en áður hið forna lagaákvæði, að eigi máttu sjófarendur sigla að landi „með gapandi höfðum og gínandi trjónu, svá at landvættir fælist við“, því að vel er hægt að hugsa sjer, að menn teldu, að felmtri gæti slegið á blessaðar landvættirnar, er þær sjá jafn svipmiklar og illúðlegar ófreskj- ur sem höfuð þetta. Úr því hinir fornu víkingar töldu landvættir skelfast við slíkar sýnir, þá er skiljanlegt, að þeir hafi og talið, að þeir með „trjónum" sínum og gapandi drekakjöftum gætu fælt vætti hafsins frá skipum sínum. Menn geta blátt áfram, með því að horfa á mynd sem þessa, sett sig í spor hinna fornu sjógarpa, er talið hafa alla náttúru lands og sjávar þrungna af allskonar dularvættum. Til þess að bjóða hinu hamstola hafi byrg- inn, hafi þeir útbúið skip sín með út- skornum kyngiverum, sjálfum sjer til verndar og velfarnaðar. Að hin mikilúðlegu drekahöfuð hafi átt sitt gagn að gera á hafinu, sést best á því, að sjófarendum þótti það ómaksins vert, að útbúa þau og hafa þau uppi á skipum sínum, enda þótt lögum samkvæmt, þyrfti að taka þessa „förunauta“ niður, þegar skip þeirra voru komin að landi. strandlengjunni. En á söndunum var lítils að leita, því þar var lítið sem ekkert að finna. Eðli- leg von Ingólfs, um að finna súl- ur sínar, hefir því brátt lamast. Hugsum okkur þá, að Ingólf- ur hafi treyst goðlegri forsjá svo, að honum væri ekki ætlað að reisa bygð sina á sandi. Að hann hafi talið víst, að honum væri ætlaður betri bústaður. Ekkert gat hann vitað um það, í hvaða átt súlnanna skyldi leita. Hann gat eins átt þeirra von í austri sem vestri. Hann gat búist við þeim austur í fjörðum. Ekkert hermir þó sagan um leit hans í þá átt. En vera má, að það sje á þessu stigi málsins talin hálfgerð ill- kvitni í garð hins goðumholla Ingólfs, að segja, að hann hafi aðeins leitað súlnanna í eina átt frá Ingólfshöfða, í suðurátt, vegna þess að þeim fóstbræðr- um, í landkönnunarferð sinni, er þeir höfðu vétursetu í Álftafirði eystra, „virtist landið betra sviðr en norðr“, eins og segir 1 Land- námu. SLLAR líkur eru til þess, að Ingólfur hafi komið að landinu suðaustanverðu. Til þess bendir landtökustaður hans. Þaðan austan á súlurnar að hafa rekið, til Reykjavíkur, ratvísari en margur útlendur skipstjóri nú á dögum, með öll- um nútíma siglingatækjum. Líklegast var, sem fyr segir, að súlurnar hefði rekið þar eystra, eða hafi rekið þar og far- ið í kaf í sand. 500 sinnum ólík- legri landtökustaður þeirra er fjaran við Arparhvál. Framhjá eyðisöndum ættu þær að hafa farið framhjá hafnlausri strönd, hundruð kílómetra, framhjá úfinni hraunströnd Reykjanes- skaga — nema staðar, taka land, á engum sandi eða gróðurleysu, engri hafnleysu, heldur hjer, inni í höfn — þeirri bestu sem til var, þegar á alt er litið, á allri strandlengjunni frá Ingólfs- höfða og hingað. Er ekki, eins og fyr segir, til- viljun þessi of heimtufrek við ímyndunaraflið, of ágeng eða kröfuhörð við forsjá hinna helgu verndarvætta? Er ekki ólíkt aðgengilegra, skemtilegra, að hugsa sjer, að Ingólfur hafi valið sjer staðinn sjálfur? SUGSUM okkur Ingólf súlna- lausan og sjálfráðan ferða sinna. Einn er hann land- námsmaður í óbygðu landi. Hann kemur upp að hafnlausri brima- strönd. Langförull sjógarpur er hann. Ekki getur hann hugsað sjer að búa við hafnleysi. Sjálfur þarf hann samband við ættland sitt —Noreg — samband og sam- göngur við þá, sem í kjölfar hans kunna að koma til hins nýja lands. Ingólfur Arnarson er tigin- borinn höfðingi. Hann er foringi, brautryðjandi. Þó tiltölulega lít- ið sje um hann vitað, sjest af sögunni, að foringjahæfileikar hans gera niðja hans sjálfkjörna til æðstu tignar. Slíkur maður, sem Ingólfur hefir verið, hefir ekki getað hugs- að sjer að einangrast innan við hinn sunnlenska brimgarð. Hann þurfti höfn — og fann hana — eftir þrjú ár — í Reykjavík. Nafnið eitt bendir til þess að hverju var leitað. Ingólfur nefn- ir ekki landnámsjörð sína eftir sjer teða sínum, eða eftir lands- lagi. Ekki hlaut hún nafn goð- anna, eða var nefnd eftir súl- unum. Sjófarandinn nefnir stað- inn eftir sjónum, víkinni, höfn- inni — Reykjavík. I nafninu felst sú vísbending, sem aldrei verður afmáð, hvers virði Ingólfur taldi sjer höfnina, því nafnið er án efa hans hug- renning, hans verk. Hitt auðkennið í nafnið tekur hann af hvera-reykjum, því merkilega náttúrufyrirbrigði, er hann fyrst hefir sjeð hjer á landi. Af reykjum í lítt bygðu landi marka 'aðkomumenn að þar sjeu mannabústaðir. Ingólfur hefir engar gnæfandi hallir reist, sem sæjust úr fjarska. En reykina, til vísbendingar um mannabústaði, hafði náttúran sjálf lagt honum til. Reykjavík hjet staðurinn. Af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.