Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 8
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS við fjelagar út til að litast um í þessum Edens lundi- Við gengum upp úr Langadal, sem liggur til norðurs og endar í dálitlu gildragi- Þegar upp úr dalnum kemur blasir við annar dalur, sem liggur til norðvesturs og heitir Húsadalur. Við dalsmynnið, er að Húsadal veit, er æði hár móbergsklettur. í honum er hellir, er nefnist Snorra- ríki. Hellir þessi er æði hátt uppi í berginu og erfitt að komast þang- að upp, en spor og handföng hafa verið höggvin í bergið hjer og þar, er gera uppgöngu kleifa, sem annars væri ómöguleg, því bergið slútir yfir sig. Ekki var talið hyggilegt að halda lengra í þetta sinn sökum þess hve dimt var orðið. Lagði Ólafur til að menn gengi nú til náða og var því ráði fylgt mótmælalaust. Mjer var þó annað í hug en að ganga til náða — fara að sofa þessa stuttu stund sem áformað var að dvelja í þessum yndisfagra lundi. Jeg hreyfði þó engum mót- mælum, því jeg kaus helst að vera einn um stund á tali við Guð og náttúruna í þessum helga lundi. Jeg var í rauninni samþykkur því að gengið væri til náða. Sjálfur bjó jeg svo um mig að fætumir voru útundan tjaldskörinni og auð- velt að smeygja sjer öllum út án þess mikið bæri á- Það kom fljótt værðarhljóð í fje- laga mína, en jeg lá um stund vakandi og bærðj ekki á mjer. Þeg- ar jeg hugði alla sofnaða skreið jeg út. Þá var tekið talsvert að birta- Hressandi skógarilmurinn barst að vitum mjer, og blærinn strauk mjer um vanga eins og mjúk móðurhönd- Jeg gekk spöl- korn frá tjaldinu og settist í skóg- arrjóður undir hárri björk. Ein- hver viðkvæm gleði greip mig, eins og jeg hefði nvi loks sigrað alla lífsins örðugleika, eða eins og jeg hefði nú loksins fundið það sem jeg alla mína ævi hefði þráð og leitað að. Það rann nú líka upp fyrir mjer hvað jeg hafði þráð, leitað að og fundið. Það var friður, það var ró. Gg hjer í faðmi fjallanna, í kyrð ör- æfanna, var slíkt að finna. Já, hjer, hvergi nema hjer. Niður- sokkinn í minninganna kistu, heill- aður af öræfanna himnesku ró, sat jeg þarna góða stund- Aldrei minn* ist jeg þess að mjer hafi liðið eins vel síðan jeg var lítið barn 1 móð- uiörmum. En það er nú orðið svo langt síðan, að boðaföll lífsins hafa nærri skolað bernskuminn- ingunum fyrir borð. Jeg reis á fæt- ur og reikaði í hálfgerðri leiðslu niður að Krossá. Langidalur er grösugur, með gildrögum til beggja hliða, og brekkur allar skógi vaxnar. í dalmynninu stóð jeg sem steini lostinn. Útsýnið sem þar gefur að líta er svo dásamlegt, að manni detta ósjálfrátt orð ritningarinnar í hug. „Guð hefir ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar“. Því hvað er Pjet urskirkjan í Róm með allri pomp og pragt, eða öll musteri og mann- virki veraldarinnar í samanburði við það dýrlega furðuverk sem hjer gefur að líta. Slíkt guðshús væri öllum mannlegum mætti of- vaxið að byggja eða eftir að líkja- Jeg var eins og dáleiddur í þessu drottins musteri, og fyr en varði var jeg kominn upp á háan hnúk vestan vert við Langadal. Þaðan fór jeg norður á Húsadal, sem áður er um getið- Húsadalur. Bæjarrústirnar sjást á miðri myndinni, þar sem hestarnir eru á beit. Merkurrani blasir við fyrir ofan. Eyjafjallajökull í baksýn. Húsadalur er allur skógi vaxinn, en trjen eru þar fremur lág, 5—6 m. giska jeg á hæst. í miðjum dalnum er grösugur bali og á hon- um sjást tóftarbrot. Þar kvað hafa verið búið. Jeg heyrði haft eftir öldruðum bónda undir Eyja- fjöllum, að síðastur hefði þar búið Sæmundur faðir síra Tómasar á Breiðabólsstað- Þegar jeg hafði skoðað Húsadal sem mig lysti, var komið undir morgun. Jeg hafði nú notið einverunnar í næturkyrðinni og frjálsum fjalla- blænum á fegursta bletti öræf- anna, og mjer fanst fjalladrotn- ingin móðir mín yrði mjer kærari og hjartfólgnari eftir en áður- Jeg gekk nú heim að tjaldinu, stakk höfðinu undir skörina og sá að allir sváfu. Loftið inni fanst mjer óþolandi svo jeg smeygði mjer sem fljótaat iit aftur- Jeg gat ekki skilið hvaða erindi fje- lagar mínir áttu hingað til að sofa, þá einu nótt á ævinni, sem líkindi voru til að þeir ætti kost á að dvelja á þessum stað, sem mjer fanst svo dásamlegur. Mjer fanst það beinlínis bera vott um and- varaleysi, því mjer fanst einhver helgiblær hvíla hjer yfir öllu og orð meistarans hljóma fyrir eyr- um mjer. „Yakið og biðjið“. — Og jeg er sannfærður um það, að fáir staðir eru betur fallnir til þess en Þórsmörk að ganga á tal við himnaföðurinn, því alt bendir þar á nálægð hans. Jeg fór nú að litast um, og þá var það Valahnúkur sem dró að sjer athygli mína, og áður en varði var jeg farinn að klifra upp hann. Við höfðum veitt því eftirtekt um kvöldið þegar við komum, að ofarlega í berginu, er að veginum snýr, er klettadrangur, sem líkist tröllkonu, sem stígur þar fram á vinstra fótinn- Jeg hafði eftir tæp- an hálftíma klórað mig upp á Valahnúk, og fór nú að skygn- ast eftir tröllkonunni. Jú, hún stóð þar enn, en nú sá jeg bak- svipinn ofanfrá, en það breytti töluvert útlitinu, því nú virtist þarna standa Útilegumaðurinn hans Einars Jónssonar frá Hnit- björgum. Valahnúkur er með hæstu hnúkum þarna og útsýn þaðan ákjósanleg. Jeg dvaldi þar stundarkorn til að virða fyrir mjer landið umhverfis, og sjá fyrstu geisla morgunsólarinnar bjóða ör-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.