Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 að kalla á hann. Hann sá í anda heimili sitt, og hvað mamma og pabbi mundu nú verða fyrir miklum vonbrigðum, ef hann kæmi ekki. Og ef Sören treysti sjer til þess að ganga í land, þá treysti hann sjer til þess líka. Litlu seinna fóru þeir báðir inn til skipstjórans og báðu hann um leyfi til þess að mega reyna að komast gangandi í land. Fyrst í stað þvertók skipstjórinn fyr- ir það. En Sören sagði að það væri engin hætta á ferðum, og hann kom máli sínu þannig, að skipstjórinn gaf þeim leyfi til þess að fara. Þeir lögðu nú á stað inn yfir ísinn, og því ferðalagi gleymir Tómas aldrei, hversu gamall sem hann verður. Áður en hann lagði á stað, virtist honum sem það myndi hægðarleikur að ganga til lands, en áður en þeir voru komnir miðja vegá, óskuðu báðir þess, að þeir hefði ekki lagt á stað, og væri um borð í skip- inu. Það var komið niðamyrkur og byrjað að snjóa. Hvað eft- ir annað duttu þeir um íshrann- ir, þeir urðu að ganga ósköp gætilega og þreifa fyrir sjer með fótunum. Stundum brakaði í ísnum undir þeim, og þá vissu þeir, að þeir myndi komnir út á veikan ís, á nýlagða vök. En hvar þessar vakir byrjuðu, eða hvar þær enduðu, gátu þeir ekki sjeð, því að hríðin blindaði þá, og hvað eftir annað urðu þeir að nudda snjóinn frá vitum sjer með annari hendinni, og heldu hvor í annan með hinni hendinni. Þeir svitnuðu af erf- iði og angist, en þó var þeim kalt, því að vindurinn var hvass og kaldur, og fannkoma mikil. Og stundum komu svo hvassir bylj- ir, að þeir urðu að snúa sjer undan veðrinu til þess að fjúka ekki um koll. Hvorugur sagði orð Þeir hugsuðu ekki um neitt ann- að en komast áfram, og þeir vissu naumast hvar þeir fóru. Sören var á undan og Tómas reyndi að fylgja honum. Þeir voru farnir að sjá ofsjónir og sýndust Ijós alls staðar. Hvor- ugur þeirra vissi í hvaða átt þorpið var, en sínum sýndist hvað. Nú komu þeir að hárri ísröst. Þeir reyndu að komast fyrir hana, en gáfust upp við það. Sören var hræddur um það, að þeir myndi verða viðskila og sagði því: „Við skulum reyna að komast yfir!“ Og svo skriðu þeir á fjórum fótum upp á íshrönn- ina. Þeir komust yfir. Þá hvíldu þeir sig um stund og reyndu að átta sig. Þeim sýndist þeir sjá ljós, og aftur heldu þeir á stað, skríðandi. Að lokum komust þeir á land. Þeir vissu það ekki sjálf- ir, fyr en þeir sáu ljós í glugga, rjett hjá sjer. Þeir voru orðnir bláir og bólgnir í andlitum og á höndum og fæturnir dofnir af kulda. „Nú veit jeg, hvar við erum!“ kallaði Tómas og ætlaði að rjúka á stað. En Sören greip í handlegginn á honum, tók svo ofan húfuna og spenti greipar. Því að hann sá það best, að það var hreinasta furða, að þeir skyldi hafa náð til lands. Hann hafði þó altaf reynt að bera sig borginmann- lega, til þess að hræða drenginn ekki, sagt að þeir væri á rjettri leið, og myndi komast í land, en hann hafði ekki treyst á það sjálfur. Tómas roðnaði af því, hvað hann hafði verið hugsunarlaus. Hann hafði ekki grunað í hve mikilli hættu þeir voru, vegna þess að hann hafði treyst á Sör- en. En nú sá hann að Sören vissi betur, en hann sjálfur hafði verið guði vanþakklátur. Litlu seinna heldu þeir inn í þorpið. Þeir komu til kirkjunn- ar einmitt í þann mund er dyrn- ar opnuðust og fólk streymdi út, og hver óskaði öðrum góðra og gleðilegra jóla, og flýttu sjer svo heim. Báðir skygndust eftir, hvort þeir sæi ekki ástvini sína. „Vertu sæll!“ sagði Sören alt í einu. „Og gleðileg jól! Komdu heim til mín á morgun". Hann hafði sjeð konu sína og börnin. Og Tómas sagði aðeins: „Þakka þjer fyrir, jeg óska hins sama“, því að um leið sá hann pabba sinn og mömmu og hljóp til þeirra. Þau leiddust öll heim, glöð og þakklát, því að nú áttu allar jólavonirnar þeirra að rætast. Jóladagur. Eftir Richard Beck. Hringing frá turnum hljómar, helg eru komin jól; bálvitar brenna í austri, brosfögur hækkar sól. Húmtjöldin höfgu lækka, hverfa í dagsins sæ; ljósgeislar lífsins rúnir letra á fölan snæ. Hýrnar við sólkoss hlýjan hrímperluð eik í skóg; ljettbrýnt mót himni horfir hauður, frá tind að sjó. Ásýnd hins ytra fegrast, yngist við hærri sól. Horf þjer í hjarta maður, heldur þú Drottins jól?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.