Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 6
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er honum var haldin á „Skyde- banen“, er hann kom heim af þingi' En þar var honum ætíð haldin veisla, er hann kom að heiman, og ekkert til sparað, því þátttaka kostaði 10 krón- ur, er var mikið í þann tíma. Þá helt Jón ætíð pólitíska ræðu, um leið og hann sagði þingfrjettir. Skýrði hann þar málefni þau, frá sínu sjónar- miði, er á dagskrá voru. Það kom fyrir, þegar við Ásgeir Ásgeirsson urðum sam- ferða frá Forseta, að hann bauð inn til Gianelli, veitinga- húss á Kongsins Nýja torgi. Það kölluðu landar ,,hjá Njáli“. Vildi Ásgeir ábætir á koníaks- toddy forseta. NORÐMENN. Sjaldan fór Jón Sigurðsson í kvöldboð, og var sjaldan heim- an að kvöldi dags, nema þegar hann fór í leikhús og á skemt- anir. Einkum fór hann þangað sem voru norskir listamenn; var þangað boðinn, því Norð- menn gerðu mikið til þess í þá daga, að ná vinfengi Forseta, eins og t. d. þegar þeir skírðu gufuskipið í höfuð honum. — Aldavinur Jóns var Ole Bull. Og fleiri norskir listamenn voru í kunningsskap við Jón, svo sem Bergslien myndhöggvari. En Bergslien var í Höfn einn vet- ur, er steypt var þar riddara- líkneski^hans af Karli Jóhann, og kom þá á heimili Forseta á- samt löndum sínum. Og upp úr því gerði hann myndina af Jóni. JÖRUNDARMÁL. Eitt sinn á heimili Forseta hóf jeg viðræður um JÖrund Hundadagakonung. Hafði jeg kynt mjer það mál, er jeg var í skóla, lesið það sem til náðist, og auk þess fengið um það leið- beiningar Jens rektors. — En hann hafði m. a. heyrt um- sögn ekkju ísleifs í Brekku, en hún var mjög fjandsamleg Magnúsi Stephensen. Þóttist jeg mikið hafa um þessi mál að segja, talaði djarft, og hallmælti Magnúsi. Jón ljct mig scgja alt, er mjer bjó í brjésti, án þess að grípa fram í. En síðan segir hann: Já, þetta hafið þjer nú eftir Esphólín og sögusögnunum — eins og þær ganga á íslandi. Og hann helt áfram: En það var full ástæða fyrir Magnús Stephensen að álíta, að Englendingar stæði á bak við Jörund. Hann kom til lands- ins á vopnuðu bresku skipi. Hann bauð þjóðinni stjórnar- skrá, er átti að gera landið að sjálfstæðu ríki, undir breskri vernd. Hefði Magnús stuðlað að því, að þetta yrði gert, þá vann hann patriotiskt verk. Hann var sjálfkjörinn til þess að verða landsstjóri á íslandi, því hann stóð framar öllum samtíðar- mönnum sínum. TVEIR FYLGISMENN JÓNS. Venja var það, að sest var að sumbli á eftir Bókmentafjelags- fundum. Voru þá jafnan ræður haldnar um eitt og annað, og talaði Jón þar fyrst og fremst. I einum slíkum fagnaði var Jón Guðmundsson Þjóðólfs-rit- stjóri. Helt Forseti ræðu fyrir Jóni Guðmundssyni. Man jeg það meðal annars úr ræðunni, að hann sagði, að tveir landar sínir skildu sig æfinlega strax, er hann beitti sjer fyrir ein- hverri nýjung á sviði stjórnmál- anna, þeir Jón Guðmundsson og Hannes Stephensen að Innra- Hólmi. Ógleymanlegt er mjer það, hve augu hans leiftruðu, er hann flutti ræðurnar fyrir minni nafna síns. Duttu mjer þá í hug vísuorðin „Fagureygur konung- ur við fólksstjórum horfði“. Síðasta skifti, sem jeg kom á heimili Jóns, var skömmu áð- ur en jeg fór heim í sept. 1878. Þá var hann bilaður á heilsu og hafði mist minni svo mjög, að hann stansaði stundum í miðri setningu, og mundi þá ekki hvað hann ætlaði að segja. Jóns Sigurðssonar hús. Er jeg fekk leyfi Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar til að taka mynd af húsgögnum Jóns Sigurðssonar í Alþingishús- inu, og mintist á ofanritaða grein við hann, stakk hann upp á því, að á það væri minst í þessu sambandi, að íslendingar keyptu húsið í Höfn östervoid- gade 8, þar sem Jón átti lengst heima, og húsið yrði notað fyrir námsmenn og aðra Islendinga, sem ástæða er til að styrkja, og dvelja í Höfn. Þjóðminjavörður segir húsið vera vel bygt og vandað, og muni geta staðið hundruð ára. Húsgögn forsetans. Allmikið af húsgögnum úr heimili Jóns Sigurðssonar eru í eigu landsins: Tryggvi Gunnarsson keypti húsgögn- in, og sá um heimflutning þeirra. En síðan keypti landssjóður þau, til geymslu ó þjóðminjasafni. Lengst af hafa þau verið geymd í loftherbergi í Alþingishúsinu, ofan við Efri deild- ar salinn. En á aldarafmæli Forseta voru þau sett upp í Landsbókasafn til sýnis, og voru þar um skeið. Nú eru þau löngu komin i Alþingishúsið aftur. V. Stef. ™ 5mcEltíi. Stjáni gat aldrei lært neitt í nátt- úrufræði og kennarinn var orð- inn alveg uppgefinn á honum. Og í gremju sinni spurði hann einu sinni: — Þú veist þó líklega, Stjáni, að það er munur á fíl og fló? — Já, sá er munur á þeim, að fíllinn getur verið með fló, en flóin ekki með fíl! — Hjernaer svefnmeðal handa yður, frú, og það á að duga í sex vikur. — Kærar þakkir, læknir, en jeg ætlaði mjer ekki að sofa svo lengi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.