Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Side 5
IjJSSBÓK MORGUNBLAÐSINS
317
ir. Hafði Snorri kallað til Snorr-
ungagoðorðs í hendur honum
og tekið trúnaðareiða af Dala-
mönnum; kenndi Sturla honum
og fjörráð við sig, þá er Vatns-
firðingar fóru að honum. Loks
hafði Órækja Snorrason gert sig
beran að fjandskap við Sturlu
cg leitað mjög á vini hans, með-
an hann var utan. En mestu
mun það hafa valdið, er hanr
leitaði á Snorra föðurbróður
sinn fyrstan allra, að þar var til
mikils ríkis að slægjast, en
Sturlu hefir grunað, að ekki
mundi skelegglega tekið á móti,
ef fast væri á leitað og með
megum afla. Þeir feðgar riðu
suður til Borgarfjarðar með
1200 manna og komu þar á
pálmasunnudag. Var Snorri þá
allur á burtu og hafði farið
suður að Bessastöðum heldur en
hætta til bardaga við Sturlu.
Sturla rak utan Órækju og Þor-
leif í Görðum Þórðarson, frænda
sinn. Sá Snorri þá, að hann átti
um sinn ekki uppreisnar von
gegn yfirgangi Sturlu; hefir og
skilið, hvað fyrir honum vakti
og að honum mundi brátt lenda
saman við þá, er væru bæði
„harðvirkir og ráðugir" og áttu
mikið undir sjer. Var þá gott
að vera fjarri, og brá Snorri tii
utanferðar sumarið 1237.
En nú tók ekki betra við.
Ekki var friðvænlegra í Noregi
en á íslandi. Skúli jarl hafði í
upphafi gert tilkall til konung-
dóms í Noregi eftir Inga kon-
ung, bróður sinn, en fylgismerm
Hákonar Hákonarsonar urðu yf-
irsterkari. Var það þá ráðið til
sátta með þeim, að Hákon kon-
ungur gekk að eiga dóttur jarls.
En ekki hafði jarl orðið því af-
huga, að setjast í konungs sæti,
og þótt konungur hefði nú setið
að völdum í tvo áratugi, dró nú
eem óðast í sundur með þeim.
Konungur hafði, skömmu áður
er> Snorri kom til* Noregs, gert
það til sátta við jarl, að gefa
honum hertoga nafnbót. Var
því enn heilt að sjá á milii
þeirra, en glöggum mönnuni
mun hafa skilist, að það væid
ekki annað en svikahler og að
óveðrið mundi brátt skella á.
Snorri var lendur maður þeirra
beggja, en nú hallaðist hann að
Skúla hertoga og dvaldist lang-
dvölum með honum og syni
hans.
Nú spurðust þau tíðindi af
Islandi sumarið 1239, að Gizur
og Kolbeinn ungi hefðu felt
Sighvat Sturluson og 4 syni
hans í orustu á Örlygsstöðum.
Þóttu það mikil tíðindi og ill,
ekki síst konungi, sem hafði
sett Sturlu til þess að vinna land
undir sig, og mátti til sanns
vegar færa, að Sturla hefði fall-
ið í konungs erindum. Snorri
varð nú óðfús að hverfa heim
aftur og heimta aftur ríki sitt.
Tók hann orlof af hertoga, en
konungur sendi Snorra orð og
bannaði honum og förunautum
hans útför á því sumri. Snorri
var lendur maður konungs og
því skyldur til þess að lúta banni
hans. En hann skeytti því engu.
,,Út vil eg“, sagði Snorri. En áð-
ur en hann ljet í haf, var hann
í boði Skúla hertoga, ,,og var
það sögn Arnfinns, að hertog-
inn gæfi Snorra jarls nafn, og
svo hefir Styrmir hinn fróði rit-
að: ártíð Snorra folgsnarjarls.
En engi þeirra Islendinganna
ljet það á sannast fyrir oss“,
segir Sturla Þórðarson. Verður
að gera ráð fyrir, er Snorri virti
bann konungs vettugi, að hon-
um hafi verið orðið kunnugt um
þá fyrirætlun hertoga, sem hann
framkvæmdi á næsta ári, að
hefja uppreisn gegn konungi,
og hefir hann talið allar líkur
til þess, að hertoginn mundi
reynast sigursæll í þeim við-
skiftum.
Snorri tók nú aftur ríki sitt
viðstöðulaust og hafði sig lítt
frammi. Spurðist þegar á næsta
ári uppreisn Skúla hertoga og
líflát hans. Hefir Snorra þótt
ráðlegt að hafa hægt um sig,
enda átti hann þess engan kost,
að halda til jafns við þá Gizur
og Kolbein unga, þótt hann
hefði viljað.
Sumarið 1241 andaðist Hall-
veig Ormsdóttir. Synir hennar.
en bróðursynir Gizurar, Klæng-
ur og Ormur Bjarnarsynir,
áttu að taka arf allan eftir hana,
helming af eignum Snorra, sam-
kvæmt samningi þeirra. Sóttu
þeir á fund Snorra til fjárskifta.
En þeim kom ekki saman um
skiftin, því að Snorri var enn
sem fyr fastheldinn á fje og
virðist hafa ætlað sjer að sitja
yfir hlut þeirra. Þeir bræður
sóttu þá Gizur að liðveislu, og
var það mál auðsótt.
Ári fyr hafði komið út Árni
óreiða, sem eitt sinn var tengda-
sonur Snorra. Hafði hann út
brjef konungs til Gizurar, þar
sem konungur bauð, ,,að Gizur
skyldi Snorra láta utan fara,
hvort er honum þætti ljúft eða
leitt, eða drepa hann að öðrum
kosti, fyrir það er hann hafði
farið út í banni konungs; kall-
aði HákonkonungurSnorraland-
ráðamann við sig“. Gizur hjelt
brjefunum lítt á lofti fyrst í stað.
Hefir hann verið óráðinn í því,
hvern veg hann skyldi bregðast
við boði konungs. Hefir hann þó,
eíns og síðar kom fram, verið
þess albúinn, að framkvæma
vilja konungs; hitt hefir meir
vafist fyrir honum, hvort hann
skyldi senda Snorra utan eða
taka hann umsvifalaust af lífi.
Iíyggindin rjeðu jafnan athöfn-
um Gizurar, og hyggindiii
kendu honum, að ekki væri ráð-
le^t, að Snorri næði fundi kon-
u.ngs og sættist ef til vill við
hann heilum sáttum. Það gat
verið hættulegt Gizuri og kom-
ið í veg fyrir þær fyrjrætlanir,
sem hann hefir haft um völd og
íorræði sjer til handa. En það
er bert af orðum þeim, sem
höfð eru eftir konungi í sögu
hans, að hann hefir til þess
ætlast, að Snorri væri sendur á
sinn fund; hefir hann vitað, að
meira gagn gat hann- af honum
haft lifandi en dauðum við til-
raunir sínar að ná yfirráðum á
íslandi.
Sumarið 1241 hafði Gizur
ráðið, hvað gera skyldi, og
hann var öruggur til fram-
kvæmda. Um sumarið hittust
þeir Kolbeinn ungi á Kili ,,og
gerðu ráð sín, þau er síðan komu
fram“. Síðan stefndi Gizur að
sjer mönnum, voru í flokki hans
Klængur og Ormur Bjarnarsyn-