Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
323
heldur og hugsanaformið: orðin
eiga að vera tvö og tvö gagn-
stæðrar merkingar og þó mynda
skynsamlega heild, heilbrigða
hugsun. Til þess varð að beita
brögðum, taka tvíræð orð, svo að
þau væiu andstæðrar merkingar
á yfirborðinu, en samþýðanleg,
þegar dýpra var hugað.
Af skýringunni, sem vísunni
fylgir, má sjá, að Snorri gleðst af
því að hafa unnið þessa þraut og
honum hefir fyrstum tekist það —
enginn hafði áður komið svona
mörgum andstæðum saman í einni
vísu. Jafnframt sjest traust hans
á orðgnótt íslenskunnar. Hann
segir:
„En til þessa háttar er vant at
finna öll orð gagnstaðlig, ok er
hjer fyrir því sum orð dregin til
hægenda; en sýnt er í þessi' vísu
þat, at orðin munu finnask, ef
vandliga er leitat, ok mun hér þat
sýnask, at flest frumsmíð stendr
til bóta“.
Gleði Snorra af unnum sigri á
öllum bragþrautum kemur og
skýrt fram í niðurlagi Háttatals:
Glöggva grein
hefi ek gört til bragar;
svá es tírætt hundrað talit;
hróðrs örverðr
skala maðr heitinn vesa,
ef svá fær alla háttu ort.
Þar með var Eddu lokið. Snorri
hafði Jroiiið allri orðgnótt skálda
málsins i eina heild, skýrt hana
og gert að andlegri eign sinni.
Og skilning sinn á eðli háttanna
og vald jd'ir þeim hafði hann sann-
að með því að yrkja þá alla og
færa þá til fullkomnunar. Hann
var þarna orðinn konungur í ríki
sínu. En jafnframt hafði hann
með þessu búið sig undir annað
stórvirki' sitt; Noregskonunga sög-
ur — Heimskringlu. Hann sá, að
dróttkvæðin voru sterkasta und-
irstaða heirrar sögu og öruggasti
mælikvaiðinn á aðrar heimildir
hennar. .,En kvæðin þykkja mér
sízt ór stað færð, ef þau eru rétt
kveðin ok skynsamlega upp tekin“,
segir hann. Svo traust voru bönd
háttanna.
Alt kann þetta að hafa aukið
gleði Snorra, er hann leit yfir
Háttatal sitt að lokum.
En mundi ekki sú sigurgleði, er
kemur fram í athugasemdinni um
refhvarfavísuna, eiga sjer enn
dýpri rætur í eðli hans? Glíman
við að samþýða gagnstaðleg orð
var einu þáttur af viðureigninni
við andstæð öfl í hug og heimi.
Snorri var fjöllyndur. Eðli hans
var auðugt að andstæðum. Þess
•
vegna skildi hann svo vel skap-
lyndi ólíkustu manna, sem sögu-
rit hans votta. Rannsóknir á stíl
hans og efnismeðferð allri sanna,
hve tamt honum var að tefla fram
andstæðum, hverri gegn annarrí,
sýna streitu, sem leitaði lausnar,
og magna þar með öll áhrif af
gangi sögunn&r. Verkefnið var alt
af hið sama, að finna samhengi
bak við andstæðurnar, dýpri
skilning, er gerði úr þeim sam-
rýmda heild
Lífið sjálft var refhvörf. Sögu-
ritarinn varð að skynja háttinn,
til þess að geta endurkveðið hi'na
dýru diápu lífsins með fullum
krafti. Fyrirrennarar Snorra
höfðu að vísu skynjað háttinn, en
ekki nógu skýrt. Dýrasti söguhátt-
ur þeirra var þvílíkur sem „refrún
en meiri“ í Háttalykli Rögnvalds
og Halls. Snorri fágaði söguhátt-
inn, gerði hann dýrari, jók and-
stæður og samhengi' í senn og
færði þar með söguna nær ref-
hvörfum lífsins sjálfs.
Sturlunga segir um Snorra:
„Hann gerðisk skáld gott ok
var hagr á allt þat, er hann tók
höndum til, ok hafði enar beztu
forsagnir á öllu því, er gera
skyldi".
Snorri var hinn mikli hagsmið-
ur háttar í samfeldu máli og sund-'
urlausu. Alt, sem hann snerti á,
fekk hátt og snið, afl og tign þess
anda, er samrýmir hið sundurleita
og gæðir það nýju lífi og fegurð.
Snorri var auðugastur maður á
íslandi oð löndum og lausum aur-
um. Og honum hefir verið álasað
fyrir fjegirni. En ógleymanleg
heimild er til fyrir því, að Snorri
hefir ekki talið þessi auðræði sín
sannan auð og því ekki sótst eftir
þeim sjálfra þeirra vegna. Heim-
ildin er vísa eftir Snorra sjálfan
og hefir geymst í ritgerð, er fylg-
ir Málskrúðsfræði Ólafs hvíta-
skálds, bróðursonar hans. Hún
virðist vera kveðin erlendis til
farmanns, sem er að leggja af
stað heim til íslands:
Eyjólfi ber þú, elfar
úlfseðjandi, kveðju
heim, þá’s honum sómi
heyra bezt með eyrum;
þvít skilmildra skálda
skörungmann lofak örvan;
hann lifi sælstr und sólu
sannauðigra manna.
Til skýringar stendur: „Þessi
Eyjólfr var Brúnason, skáld eink-
ar gott ok búþegn góðr, en eigi'
féríkr“. Tökum vel eftir síðustu
orðunum: búþegn góðr, en eigi
féríkr.
í þessari vísu heyrum vjer
hjarta Snorra slá. Hún andar
hlýju. Kenningin „elfar úlfseðj-
andi“ um farmanninn, er hleður
skip sitt, fær brosmildan blæ.
Kveðjan er full af ástúð og aðdá-
un. En hvers vegna lofar Snorri
þennan mann svona og óskar hon-
um æðstu heilla? Vegna .þess, að
hann er hinn örvi skörungmaður
skilmildra skálda. „Örr“ bendir
þarna á andans fjör og rausn.
Það er sama og vakir fyrir Step-
hani G. Stephansson í orðunum:
Að fá að tæma alt, sem maður á
af andans gjöf, er helsta lífsins
sæla.
„Skilmildr“ er orð, sem erfitt er
að þýða, en skilmild skáld mundu
þeir menn vera, sem hafa bæði
vilja og mátt til að gera yrkisefn-
um sínum full skil. Snorri gefur
í skyn, að Eyjólfur,sje skörung-
ur í því efni og telur hann í þeim
skilningi sannauðugan. Vísan vott-
ar, að hin sönnu auðæfi voru, að
mati Snorra, auðlegð andans.
Hann lifi sælstr ofar sólu
sannauðigra manna.
Guðm. Finnbogason.