Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Page 14
30 LESBÓK MORGTTNBLAT>SINS undan þunga hans höfðu viðir brotnað. I fjósinu, sem var úr torfi og grjóti, blasti við okkur stórfengleg sýn. 1 hverjum bás var hrúga stórra og smárra steina, sem sannfærðu okkur um það, að ef kýrnar hefðu verið inni, þá hefðu þær að minsta kosti verið limlestar, ef ekki dauð ar. í öðrum gripahúsum var að- koman þessu lík. Síðari hluta dagsins fóru frjett ir að berast af skemdum í ná- grenninu, bæði úr sveitinni sjálfri og frá Dalvík. Víða hafði stór- tjón orðið, íbúðarhús og útibygg- ingar hrunið. Hús úr ljelegri steinsteypu og gamlir torfbæir voru verst farnir. Á nýlegri torf- bæjum sáust skemdirnar minna, en komu betur í Ijós, er vetur gekk í garð. Ekkert manntjón varð, og slys ekki alvarleg. ★ Dagana á eftir þessum atburði var hitinn óskaplegur, enda var líkast því, að öll vatnsföll væru leyst úr böndum. Jafnvel sak- lausir bæjarlækir steyptust kol- mórauðir niður fjallahlíðarnar, grófu sjer djúpa farvegi og rifu alt lauslegt með sjer. Það var lík- ast því, að þeir væru bergmál at- burðarins annan júní. Til allrar hamingju var tíðin góð fram eftir sumri, svo að þeir, sem voru að endurreisa hús sín eða lagfæra þau, gátu búið í tjöld- um. Allvíða svaf fólk líka úti, jafnvel þó að húsin væru lítið skemd, af ótta um fleiri jarðhrær ingar. Sá ótti var heldur ekki á- stæðulaus, því að í margar vikur og mánuði voru altaf að koma smáhræringar, sem röskuðu svefnró fólksins. Síðasti landskjálftakippurinn, sem jeg varð vör við, kom fyrir rúmum þremur árum. Þrátt fyrir það, þó að land- skjálftar þessir sjeu ekki stór- kostlegir hjá þeirn, sem oft koma erlendis, þá hefir annar júní árið 1934 grópast inn í hugi Svarf- dælinga. Minningin um hinn viðburða- ríka og jafnframt hræðilega at- burð mun geymast. Þessa minn- ingu eiga allir Svarfdælingar í ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo 1$ Myndir haustsins I EFTIR ÓLAF JÓH. SIGURÐSSON X OOOOOOOOOO-CX Minningarósin drjúpir dauf dáinna sumarvikna. Vindarnir bera visnuð lauf, vallarins liljur blikna. Um skrautlega lirfu lykur skel; litlu fiðrildin geymir vel moldin mjúka og rauða, móðir lífs — og dauða. Heyri jeg óma haustsins stef harmi og kvíða þrungið, þar sem andvarinn sveigði sef sólargullinu slungið. Bærist í hylnum branda smá, bíður vetrarins kalda dá. Blakar hún bleikum uggum bakkans í dimmu skuggum. Heiðina litar lyngsins blóð, lagar um jörðu gljúpa. Einmana hrísla eftir stóð örlögum til að krjúpa. — Voru ei blöð á víðikvist vökvuð af sömu dögg og fyrst duft þitt I dögun reisti, dauðann af hólmi leysti? Hérna beið þín um bjarta nótt blómið í óttuskini — ástfangið, meðan allt var hljótt undir skógarins hlyni. Manstu ei, hvernig himininn hjúpaði sig um drauminn þinn, þar sem erlurnar ungu inni í liminu sungu? heild, þó að reyndar hafi hver ein- staklingur sína sjerstöku sögu að segja. Sjálf geymi jeg vandlega áhrif þau, sem þessir atburðir höfðu á mig, og því oftar, sem jeg hugsa um þá, því betur finn jeg hve örsmá við sjálf erum í heimi veru leikans, og hve máttvana við er- um, þegar við stöndum andspæn- is alvöru lífsins. En það er mín huggun, að ofar allri þeirri óvissu og hverfulleika, sem einkenna þennan heim, er hin sterka föðurhönd Guðs, og jafnvel hárin á höfði mínu eru talin. L. K. ooooooooooo< Augu þín leita angurvær eftir skýjanna turnum, — órólegt brjóstið óttinn slær andspænis hugans spurnum; Burtu er hvelfing blá og rauð, blasir við hélan grá og auð. Hallir hjarta og sálar hvíti pensillinn málar. Fjallið þitt hnípir hljótt og kalt. Hrímhljóðsins engill grætur: Þú ert lifandi, — annað allt andvana þér við fætur. — Hvíslar þó tunga handan við hugans og augans þrönga svið orðum að hlust þíns hjarta, heimsmyrkrið gegnum svarta: Norðurljósanna bjarta brim birtu mun til þín stafa; eins og skógarins unga lim áttu hinn gullna safa ferskan í æðum falinn, þótt frestin herði um langa nótt: Daggarði dauðans eyddu, draum þinn til sigurs leiddu! Dminrtf E-kkí ráðalausl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.