Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 99 SAMHENDUR HALLGRÍMS PJETURSSONAR Eftir QUÐMUMD FRIÐJOMSSOII INAR Benediktsson ritaði í Dagskrá sína nokkura Samhendur Hallgríms Pjeturss Þ*tti um skáld, þegar hann var a duggarabandsárum sínum. Á beim aldri taka sumir menn frek lega til orða og láta vaða á súð- um — gamminn sinn geysa —. Einar byrjar þáttinn um Matthí- as á þessa lund : >.Klerkurinn Matthías ber höf og herðar yfir 'öll íslensk skáld alt upp að Hallgrími Pjet- urssyni". Jeg þykist kunna þetta orð- rjett. Næst liggur að skilja þessi, um ^^eli á þá leið, að Einar jafni suman þessum skáldmæringum, 0rðsnild þeirra og andagift. En hvort sem Einar hefir haft í huga mannjöfnuð — skáldjöfn- — eða hliðsjón nokkurskon- ar hefir ráðið orðum hans, þá er það óyggjandi, að hann hefir lit- upp til Hallgríms Pjetursson- ar -— skáldmæringsins á Hval- fjarðarströnd. Á þeim árum, sem Einar rit- aði þennan þátt, hneigðist hug- Ur hans að öðrum efnum en þeim Sem kirkja og klerkdómur boða. Áðdáun hans á Hallgrími hefir bví ekki stafað af guðrækni. Einar langaði eigi í þau náðar- ^eðul, sem Hallgrímur Pjeturs- s°n hafði með höndum. Undir- r°tin að dómi Einars um skáld- í Saurbæ hefir verið fólgin í beim skáldlegu staðreyndum, sem Hallgrímur hafði — og hef- lr — til brunns að bera. Á hinn bóginn mun dulin trúhneigð í bugarfylgsnum Einars hafa tek- Jð ofan fyrir þeirri heitu og ein- lEegu trú, sem Hallgrímur bar í þvjósti og hampar í sálmum sín- um — 0g sumum kvæðum. Má því ætla, að veraldarmaðurinn °g heimsborgarinn frá Hjeðins- höfða hafi getað — á hátíðleg- Urn augnablikum — dregið and- ann með samskonar hætti, sem Hallgrímur gerði, þegar hann var sundurkraminn yfir niður- lægingu syndugrar mannskepnu Halldór Kiljan Laxnes hefir farið lofsamlegum orðum um skáldskap Hallgríms. Höfuð þess ritdómara skilur og viður- kennir íþrótt þá, sem Hallgrími er töm, orðhagi hans og spak- legar hugsanir. En Halldór ber eigi í brjósti það hjarta, sem heyrir andardrátt einlægrar trú arTþeirrar guðfræði, sem er móð ir Hallgrímssálma. Jeg drep á þetta vegna þess, hve algengt það er, að mjög brestur á fullan skilning ritdómara, þeirra er dæma um afrek skálda, sem hafa gagnstæðar (lífs)skoðanir við dómarann. Sálufjelagar skilja best hvorir aðra. Það er sjald- gæft, að andstæðingur á skáld- skapar- eða þjóðmálasviði fái að njóta sannmælis. Dómurunum er naumast sjálfrátt, af því að sam- úðina brestur, sem er undirrót rjettdæmis. Þó að Halldór kæmist vel að orði um íþrótt Hallgríms í skáld- skap, varð honum flughált svell undir fótum, þegar hann túlkar samband Hallgríms við ,,Jesú- týpuna“. Þar komu mistök í ljós — sem vænta má. Trúleysingja er gersamlega um megn að skilja andríki, sem svo er háttað, að öll hugsun þess snýst um synd og ná ð. Ragnar E. Kvaran komst miklu nær skáldinu í erindi sínu: „Hall- grímur og hin heilaga glóð“. Sú heilaga glóð er mergur málsins. Hún gerði Hallgrím að meistara eða mæringi. Elskan, sem Hall- grímur bar í brjósti til frelsar- ans, lífgaði glóðina heilögu og hjelt henni við á þvílíkan hátt, sem ást mannssonarins á föðurn- um kveikti og glæddi heilaga glóð „bróður vors“, sem sá í tvo heim- ana fyrir 1900 árum. Hallgrímur Pjetursson hefir fengið þá viðurkenningu fyrir sálmaskáldskap sinn, sem honum hæfir. En veraldlegur kveðskap- ur Hallgríms hefir orðið útund- an meira en góðu hófi gegnir. Satt að segja er mannvit, lífs- reynsla, háttslygni og hagmælska engu minni í kvæðum Hallgríms en sálmum. En svo sem nærri má geta, komast kvæðin ekki til jafns við sálmana í trúarlegri anda- gift. Margur maður hefir fallið í stafi andspænis spakmælum og lífsreynslu og heimfærslum höf- undar Passíusálmanna. En sams- konar kosta gætir mjög í kvæðum Hallgríms. Og vald hans yfir tungunni er enn meira í kvæðun- um en sálmunum. Hann velur sjer, þar sem kvæðin eru, svo tor- velda hætti stundum, að fáum skáldum er stætt í því hengiflugi. Samhendur hans eru til dæmis um orðfimi hans og bragslyngni og svo það, hve orðin þau fágætu voru honum tiltæk, en sum skap- ar hann, þegar á herðir. Samhendur er kvæði í tveim köflum, og táknar nafnið það, að ljóðlínur — hendingar — hverr- ar vísu eru rímaðar saman. Átta ljóðlínur eru í hverri vísu og er heilsteypt hugsun í hverju vísu- orði (ljóðlínu). Vísur kvæðisins eru" alls um hálft hundrað og stappar nærri, að hendingarnar fylli fjögur hundruð. Þar sem nú heil hugsun er í hverju ljóðlínu- leiftri, getur varla leikið á tveim, að í Samhendum er furðulegur hugsanaauður samankominn. — Gerð kvæðisins má líkja við flug- hraða kvikmyndasýning. Ein hug mynd fer og önnur kemur í sömu svipan. Jeg ætla nú að gera ofurlitla grein fyrir þessu kvæði með sýnis hornum og skýringaígripum og þeim hugrenningum, sem tiltekin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.