Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 16
112 LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN9 Fjaðrafok BRIDGE M Bæjarstjórnin í Canterbury, Conn. ákvað á fundi sínum ný- lega, að ekki skyldi leggja nein útsvör á bæjarbúa næsta fjárhags- ár^ þar sem bæjarsjóður hefði meira en nóg af fje í sjóði. ★ Ræningi einn í Kaliforníu kom inn í verslun til að ræna. Áður en hann fór helti hann úr fullri blek- byttu yfir forstöðukonuna. ★ Nýlega komst það upp um ó- breyttan hermann í ameríska hernum, að hann hafði gengið í skátafjelag. Þar gekk honum svo vel, að á skömmum tíma vann hann tíu viðurkenningarmerki og var gerður að „arnarskáta“ en það þykir hinn mesti heiður í Ame- ríku. En nú komu hernaðaryfir- völdin til skjalanna og ráku pilt- inn úr hernum. Ástæðan: Hann var of ungur. Framh. af bls. 103. TJÖRNIN. að altaf sje nægilega hátt í Tjörninni svo að engar leirur nyndist út frá landi, eins og nú má sjá öðru hvoru. Þar sem ekki er þjettbýlla en svo, að einn maður er á hverjum ferkílómetra, ætti ekki að verða nein vandræði með land undir eina og eina höll, þó að ekki væri gengið á náttúrufegurð Reykja- víkur og henni spillt. En teljist það af einhverjum mjer óskiljanlegum ástæðum nauðsynlegt að byggja Rauða- kross höll eða hverja aðra höll í borginni, sem nefnd er miðbær, þá held jeg væri heillaráð að rífa einhverja hálffúna timburhjalla, heldur en að ráðast á fegursta blettinn í bænum og eyðileggja hann. Reykvíkingar þurfa að standa vörð um Tjörnina engu síður en Austurvöll og kveða niður í eitt skifti fyrir oll þá firru að hjer sje orðið svo lítið um land til bygginga að nú verði Tjörnin að hverfa. Þorl. ófeigsson. Þegar spilað er í lit, borgar sig ekki altaf best að svara meðspil- ara sínum í sama lit; það verður að fara eftir atvikum. Hjer eru tvö dæmi, sem sýna þetta ljós- lega. Suður spilar 4 spaða og Vestur spilar út hjartakóngi. Norður leggur upp. S. D, G, 6, 2. H. 6, 5. T. K, D, G, 8, 6. L. K, 9. Þjer eruð í austri og hafið á hendinni: S. 8, 7, 4. H. Á, 8, 4, 2. T. 4. v L. 10, 8, 6, 5, 3. Það er sennilegt, að þjer fáið 2 slagi á hjarta, en vafasamt um fleiri slagi, nema Vestur eigi tíg- ulás. Eina vinningsleiðin virðist því vera sú, að drepa hjartakóng og spila tígli. Vestur sjer strax, að tígulfjarkinn hlýtur að vera einspil, annars hefðuð þjer aldrei farið að fría tígulinn hjá blind- um. Vestur spilar því öðrum tígli, sem þjer tromfið og spilið Vestri inn á hjartadrotningu, sem hann hlýtur að eiga. Vestur spilar aft- ur tígli, sem þjer tromfið, og ef Suður á þá enn tígul, eru þarna komnir 5 slagir. Ef þetta mis- hepnast, þá er nærri því fullvíst, að ekki er hægt að láta Suður tapa spilinu. Svarið meðspilara ekki í sama lit, ef þjer gefið blindum fríspil með því: Suður spilar 4 spaða, Vestur spilar út hjartafimmi. Blindur leggur upp: S. G, 9, 6, 4. H. D, 8, 7. T. K, D, 6. L. 8, 4, 2. Þjer sitjið í Austur og hafið á hendinni: S. 10, 8, 3. H. Á, 4, 2. T. G, 9, 7. L. D, 10,. 9, 6. Þjer takið með ásnum og sjá- ið strax, að ef þjer spilið aftur hjarta og Vestur tekur á kóng (ef hann á hann), þá er drotn- ingin frí í blindum og Suður get- ur kastað af sjer. Það er ljóst, að gagnslaust er að spila tromfi eða tígli. Því mun best að spila*lauf- tíu. Ef Vestur á þar kóng, en Suður Á, G, x, hlýtur hann að gefa 2 slagi í laufi, og 4. slaginn fáið þjer, ef Vestur á hjartakóng (eða tígulás). Annars hlýtur Suður að vinna spilið, hvernig sem spilað er. Hjer er loks dæmi, hvernig Suður fær óverðskuldaðan vinn- ing við það, að blindi er gefið frí- spil. Suður spilar 4 spaða, en Vestur hafði áður sagt 2 hjörtu. Vestur spilar út hjartakóngi og hafði á hendinni: S. 3. H. Á, K, G, 9, 7, 4. T. 10, 9, 5. L. K, 9, 8. Blindur leggur upp þessi spil: S. D, 10, 9, 7. H. D, 8, 2. T. D, G, 6, 3. L. 7, 2. Austur gefur í hjartatíu, Suð- ur hjartasex. Vestur sjer nú helst til bjargar, að tían sje einspil og spilar ásnum, Austur lætur þrist og Suður fimmið. Nú eru Austur og Suður báðir hjartalausir, og Vestur hugsaf sem svo, að gagns- laust sje að spila enn hjarta. Hann spilar nú laufáttu. Suður hafði upphaflega: S. Á, K, G, 8, 6. H. 6, 5. T. Á, 7, 2. L. Á, G, 6. Suður tekur á laufás, tekur 3 slagi á tromf, spilar hjartadrotn- ingu og kastar tígultvisti. Spilar laufi, og Vestur tekur á kóng. Það er sama, hverju Vestur spil- ar, því að Suður svínar gegnum tígulkóng. Austur var ekki ánægður með þessa frammistöðu og benti hóg- værlega á, að ef Vestur hefði spil- að hjarta í þriðja sinni, hefði hann látið gagnslaust tromf í það. Suður hefði þá ekki getað losnað við tígultvist og hlotið að gefa slag á tígul.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.