Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 8
104 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SPRENGJUR Gerð þeirra og áhrif SÍÐAN farið var að tala um loftárásahættu hjer á landi, hafa menn, sem eðlilegt er, hugleitt það mikið hvaða \erkanir sprengjur hefðu á hús og önnur mannvirki og hvernig hættum af slíkum sprengjum væri varið. I ameríska tímaritinu ,,Life“ birtist nýlega grein með mörg- um skýringamyndum um þetta efni. Er hjer tekið upp efni greinarinnar, og nokkrar skýr- ingamyndirnar. Þar segir m. a. á þessa leið: Áður en sprengja springur þenjast stálveggir sprengjunnar út, og síðan þeytast sprengju- brotin í allar áttir með feikna- afli, auk þess sem sprengingin veldur miklum loftþrýstingi. Sprengiefnið, sem hinum mikla þrýstingi veldur, er TNT (trini- trotoluol). Áður en núverandi styrjöld skall á voru flugvjelasprengjur talin hin óumræðilegu vopn, sem dreifðu dauða og eyðileggingu Sletkur 5táloddur Slýriií»ngir úr málmi , _ ...... ............. Ponnur italvegaur . fVeRÚURÐUR AF SPRENGJU ' * *na Hi ðð ‘Vftkjð óH* - ' 100 kg K0 kg. >prongjð * 500 kg sprflngfa. 10C0 kg, jprengja * meðal óbreyttra borgara jafnt sem herliðs. I þeirri eyðilegging myndi enginn greinarmunur vera gerður milli íbúðarhverfa borgaranna og „hernaðarlega mikilvægra staða“. Reynslan hefir sem betur fer sýnt, að sprengjur þær, sem fall ið hafa á borgir í þessum ófriði, hafa ekki gert líkt því eins mik- inn usla og tjón eins og menn óttuðust að óreyndu. Er menn athuga gerð sprengj anna og verkanir þeirra eða eyðileggingarmátt, þá kemur það í Ijós að afli hennar og áhrif um eru takmörk sett sem öðru, er mertn hafa með höndum gert. Af hinum fjórum algengustu sprengjutegundum — hrun- Sprengjubrot og loftþrýstingur frá 50 kg. sprengju, sem springur á bersvæði er hættuleg mönn- um á um 60 metra færi. öruggast er fyrir fólk að vera í loftvarnabyrgi. En þeir, sem ekki komast í byrgi geta komist hjá tjóni ef þeir kunna að leita skjóls. Sprengjubrot þeytast upp á við svo að svæði, sem er í 9 metra fjarlægð er tiltölulega örugt. Miklu betra skjól fyrir sprengjubrotum er í skurði (sjá mynd). Flest slys í loftárásum hafa orðið þannig að fólk hefir orðið fyrir brotum frá hrynjandi húsum, sem orðið hafa fyrir sprengjum, næst flest slys vegna þess að sprengjur hafa fallið beint á loftvarnabyrgi og þar næst af völdum sprengjubrota.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.