Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 15
LESBÓK morgunblaðsins 111 Menn í vjélbyssuhreiðri urðu varir við, að eitthvað væri á seiði, og gátu þeir drepið fjóra af liði okkar, áður en við höfð- um kastað okkur niður. Þegar gert hafði verið út af við vje_l- byssuskytturnar, var liðið skipu- lagt að nýju. Við hjeldum nú hægt áfram, og var óðum tekið að birta. Beint fram undan kom- um ^ið auga á lítið hús, og er við nálguðumst, tóku Þjóðverjar :að skjóta þaðan af vjelbyssum. Allir fleygðu sjer niður til þess að leita skjóls fyrir kúlunum. Jeg miðaði vandlega á einn gluggann, ög er einni vjelbyssu- skyttunni varð það á að reka út hausinn, hleypti jeg af. Skotið hitti í hálsinn, og fjell vjelbyss- an með skrölti miklu niður úr gluggakistunni. Liðsforinginn okkar komst nú í hlje við hús- vegginn. Gat hann þaðan varp- að handsprengjum inn um glugg ana, og ruddi það okkur braut inn í húsið. Þar inni fundust átta særðir Þjóðverjar, en sex komu hlaupandi á móti okkur, með upprjettar hendur, og báðust griða. Hersveitin hjelt nú stöðugt áfram og hjeldu Þjóðverjar und an í áttina til flugvallarins. Víða var veitt snörp mótspyrna, en við reyndum að fara eins hratt yfir og við gátum, þar sem mik- ið var undir því komið að sigur næðist sem fyrst. Nú var orðið albjart. Víglínan lá í hálfhring. Þeir, sem sóttu fram með sjón- um, voru þegar komnir inn á flugvöllinn og höfðu sigrast á viðnámi óvinanna, en okkar her- aeild barðist áfram til Maleme, <en þar vörðust Þjóðverjar af mikilli atorku í vel víggirtum húsum. Smám saman var hvert húsið tekið af öðru, en við urð- xim fyrir harðri vjelbyssuskot- hríð og kúlnahríð leyniskyttna, sem varð okkur ærið skeinuhætt. 1 einu húsinu höfðu Þjóðverjar komið fyrir Bofor-fallbyssu, er þeir höfðu hertekið á flugvellin- um. Þessi byssa hafði valdið okk ur miklu tjóni, og var því eigi um annað að gera, en að drepa skytturnar til þess að gera hana óvirka. Jeg læddist nú, ásamt 'tveimur Brenbyssuskyttum, þar til jeg komst í aðstöðu til -þess að geta ,,dekkað“ liðsforingj- ann, er reyndi að komast að veggnum. Þaðan gat hann varp- að handsprengju að fallbyss- unni og drepið allar skytturn- ar. I því kvað við skot frá leyni- skyttu rjett hjá, og fór kúlan í gegnum höfuð Nýsjálendingsins er stóð hjá mjer. Annar fjell til jarðar, helsærður með skot í maga. Jeg ætlaði nú að hlaupa yfir veginn, en skrikaði fótur og datt. Leyniskyttan varð vör við mig og tók að skjóta. Jeg tók upp það ráð, að láta sem jeg væri dauður, en Þjóðverjinn skaut enn einu skoti, eins og til vonar og vara, og small kúlan í veginn rjett við hnjesbætur mín ar. Eftir rúmar fimm mínútur þorði jeg fyrst að rísa upp og komast ofan í skurðinn, en eft- ir honum komst jeg til fjelaga minna. EGAR hjer var komið voru Þjóðverjar farnir að gera árásir á flugvöllinn með steypi- flugvjelum, og var því fyrirskip að allsherjar-undanhald. Það var með öllu ógerlegt að berj- ast gegn því Iiði, er þeir nú gátu beitt. Var því eigi um annað að gera, en fara aftur til fjallanna og leita þar skjóls fyrir flugvjel unum. Hernaðaraðgerðir Þjóð- verja í lofti voru nú orðnar óg- urlegar. Allan liðlangan daginn lentu herflutningavjelar á Ma- leme-flugvellinum. Um tíma lenti þar flugvjel þriðju hverja mínútu. Upp í fjöllunum var lít- ið skjól að fá fyrir síeendurt^kn um árásum steypiflugvjela, og urðum við að hýrast á stöðum, þar sem gróður var hávaxinn, til þess að forðast bráðustu hætt- una. Seint um kvöldið lentum við í bardaga við hersveitir Þjóð- verja, er sóttu fram frá Maleme. Þeir hófu skothríð á okkur úr 500 m. færi með ljettum fall- byssum og sprengjuvörpurum. Sex sprengikúlur sprungu að meðaltali á hverri mínútu, á því svæði, er við vörðum. Allir vissu, áð það var óhugsandi, að við hjeldum velli undir stöðugum loftárásum, og þá um nóttina hófst úndanhaldið, þvert yfir fjöllin, til suðurstrandar eyjar- innar. \T IÐ komum til suðurstrand- ’ ar Krítar viku síðar, eftir hraða og erfiða göngu. Altaf háðum við bardaga við óvinina á leiðinni. Að lokum var okkur sagt, að það ætti að flytj^ okkur burt af eynni, en þá óskaði liðs- foringinn eftir 15 sjálfboðalið- um úr minni herdeild, til þess að verja undanhald seinustu her sveitanna. Jeg gaf mig fram, eins og fjölda margir aðrir, og varð nú að klífa upp 2000 feta há fjöllin að nýju. Næsti dagur er sá erfiðasti og lengsti, er jeg hefi lifað. Við höfðum engar sígarettur eða tóbak, svo að við muldum niður skrælnuð lauf- blöð og vöfðum þeim innan í gömul sendibrjef, er við höfð- um fengið að heiman. Einnig var matur af mjög skornum skamti. Að lokum leið dagurinn og við hjeldum til strandarinn- ar. Mótorbátur, sem beið okkar þar, flutti okkur um borð í tund urspilli, og eftir 10 klukkutíma vorum við komnir ti7 Egypta- lands. Við höfðum tekið þátt í erf- iðri herferð, og þeir, sem bæði höfðu verið í Dunquerk og á Krít, sögðu að brottförin frá Dunquerk hefði verið líkust skemtiför í samanburði við Krít- arförina. En við vorum allir hug djarfir, þrátt fyrir alt. Við kom- ustum að raun um það, að Þjóð- verjar standa okkur að baki — maður gegn manni. Þeir óttast kalt stálið. Og við erum allir sannfærðir um það, að þeim hefði aldrei tekist að ná Krít, ef þeir hefðu ekki haft yfirgnæf- andi yfirburði í lofti. Leiðrjettinff. í greininni „Austfirskur elju- maður“ í 2. tbl. þ. á. hefir mis- prentast í fyrirsögn Magnús fyrir Sigurður. í sömu grein misprent- aðist Hvalsvík fyrir Kjólsvík, og loks er sagt að Sigurður hafi oft ferðast milli Borgarfjarðar og Suðurvíkur? en á að vera Suður- víkna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.