Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í 149 I ARDENNA-FLEYGNUM FLESTIR þeir, sem fylgst hafa með erlendum frjettum undan far- ið, og hver gerir það ekki, á þess- um viðburðaríku tímum? — Munu kannast við „ Ardenna-fleyginn“, eins og bandamenn nefna landsVæði það er Þjóðverjum tókst að nokkru að hrifsa úr höndum þeirra, í hinni þróttmiklu, sókn er þeir hófu rjett fyrir síðustu jól. Auk hinna stærri .og kunnari borga hafa nöfn eins og Wiltz, Diekireh, Vianden og, Ecthernach, einnig komið talsvert 'við sögu, eru þeir bæir a,l 1 ir í stór- hertogadœminu Luxenburg. Fyrir allmörgum árum síðan, átti jeg nokkru viðdvðl á þessum slóðum, og er því ekki mcð öllu ókunnug- ur staðháttum. Ardennafjöllin, eru í rauninni varla fjöll, eftir íslenskri málvenju og skilningi, heldur skógi klæddir ásar og hæðir, ekki brattar, ná þó, sumsstaðar milli 5 og 6 hundruð metra hæð, yfir sjávarmál. aðgæt- andi er og að leiðin til sjávar er löng, svo aðdragándinn cr mikill. Milli skógarásanna eru venjulega þröngir, gróðursælir dalir og vel ræktaðir, renna kristaltærar ár- sprænur eftir dölunum og er tak- mark þeirra allra, að sameinast, hinni miklu móðu, Mósel-fljótinu, standa svo þorpin sitt hvoru megin 0 ánna. Allmikill styrkur hlýtur við- búnum varnarher, að vera að geta hreiðrað þarna um sig. Ásaþyrping , þessi er geysi víðáttumikil, og er náttúrufegurð þar rómuð mjög, að verðleikum, einnig eru auðsupp- sprettur þeirra örlátar á margskon- ar gæði, málrna ýmiskonar og ó- grynni af kolum. Wiltz-dalurinn, heitir einn þess- ara fjalldala, helsti bærinn þar er Wiltz, sem jafnframt er höfuðborg í því íylki (Kanton), íbúatálan, er þó ekki nema um 5 þúsund, svo fetór- Eftir S. K. Kastalinn í Wiltz borgarbragur cr þar enginn, þó er þetta að ýmsu merkur bær, sem á sjer langa sögu, Ekki er örugg vissa fyrir því, hvenær Wiltz-dal- urinn var fyrst numinn óg bygður, en kunnugt er að Karl mikli (Karla Magnús, 742—814.) ljet flytja þang að hertekna „Vinda“, er það Slav- neskur þjóðflokkur, sem enn heldur að nokkru sjerkennum sínum og máli, og býr einkum í nánd við evjuna Riigen. Eru íbúar þessa fjalladals, að miklu levti afkomend ur þeirra. Seinlegt verk og örðugt nmn hafa verið fyrir frumbyggj- ana, að ryðja Barrskógarþyknið,, því enn er þar ferlegur og þrótt- mikill skógur, en nægan við hafa þeir haft, bæði til húsagerðar og eldiviðar, víst er um það. Á klettasnös einni rjett hjá gamla bænum, stendur mikill og forn kast ali. var hann snemma á miðöldum, orðinn frægur eða öllu heldur ill- ræmdur meðal alþýðu manua, á Steindórs * þessum slóðum, vegna yfirgángs og ójafnaðar þeirra, er þar voru til núsa. 1 köstulum þessurn, hefur á- rciðanlega oft verið glatt á hjalla veislur góðar með gnægð drykkjar- fanga, en heldur mim sá veislu- fagnaður allur hafa verið stórbrot- inn og „hnútur flogið um borð“ þó hrottaskapurinn, hafi ekki að 'öllu verið slíkur, sem li.já Goðmundi áj Olæsivöllum. — YTfirleitt munu ]iað ekki hafa verið nein valmenni sem urðxx handgengnir menn, ráns ridd- ararina, senx höfðu aðsetur sitt víða í Lxixenbxirg, Mosel og Rínardölun- unx, senx sjá má enn merki af hinum fjölmörgu kastalarústUra, á þeim slóðxxm. Það voru oftst óstýrilátir flakkarar og sakamenn, sem hjetu riddurum þessunx fxxlltingi til hern- aðar, en þeir veittu þeim svo aftur á móti. vernd gegn lögum og rjetti og hefnd fyrir xxnnin illvirki. Það var ekki fyr en löngu síðar, sem mikill menningar og rnyndar- bragxxr, barst til nágrannalandanna frá Frönskxx riddurunum, svo og l'rá hinum Kristilegxx riddara-regl- unr, og náði svo mikilli viðurkenn- ingu. að enn er á flestum nxálum, sagt um þá menn sem erxx háttprúð- ir í framgöngu, að þeir sjeu „ridd- ara-Iegir“. Svo rættist xxr fyrir Wiltz riddar- anunx, að á 17, öld, hafði hann ferig- ið Greifa-nafnbót, og efldust þeir nú nxjög að auði og völdunx, og ljetu ekkert tækfæri ónotað til þátfc töku í hernaði með leigudátum sín- um. Senx dæmi um auðsöfnun þeirra má nefna, að er Franski stjórnar- byltingarherinn, tók virkisborgina Luxemburg, fundust þar 600 þús- und gull-frankar, sem Custíne Wiítz

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.