Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Qupperneq 9
85 t LESBÓK MORGUNBLAÐSINS .1 .11 ... .1,. . Fjallgöngur er mikið iðkuð íþrótt í Sviss. Þœr eru oft erfiðar og áhœttusamar. Myndin sýnir fjallgöngumcnn flytja slasaðan mann yfir djúpa gjá. ■ Wiim ílokkur haíi nokkru sinni feng'ið til kosningabaráttu, sje 1000 frank- ar. Svissi nokkur, sem dvalist hafði í Bandaríkjunum, kom heim og ætl aði nú að nota sjer það sem hann hafði lært þar í áróðri. Hann lcigði sjer kosningaskrifstofu, helt ræð- ur.sýndi af sjer risnu og bar gjaf- ir á menn. Kjörmennirnir tóku þessu öllu ofur gjóðlátlega. En þeg- ar til kom gaf ekki tíundi hver maður honum atkvæði sitt. Svissar eru ekki allir af sama þjóðflokki og þeir tala ekki allir sömu tungu. Þeir cru og skiftir í trúarbrögðum og mcnningu. Þeir eru þýskir, franskir og ítalskir. En eitt eiga þeir sameiginlega — lýð- ræðið. Þýski mjolkurbústjórinn í Appenzell talar ekki sama mál og franski verksmiðjumaðurinn í Genf En þeir skilja hvor annan. Hver landshluti hefir sín einkenni. En undir einkunnarorðunum: „Einn fyrir alla og allir fyrir einn“ hafa þeir þjappað sjer saman í eina þjóð sem hefir staðið af sjer öll ólög. Fyrra heimsstríðin reyndi mjög á þolrif þessa þjóðfjelags frjálsra manna. Hinir þýskumælandi Sviss- ar drógu taum Þjóðverja, því að þeim voru þeir tengdastir, menn- ingarlega sjeð. Frönsku kantónurn ar fylgdu Frökkum í anda og voru rnjög hlyntar bandamönnum. En þegar á reyndi, þá varð ábyrgðar- tilfinningin og hollustan við lýð- veldið þyn'gra á metunum en þýsk og frönsk frændsemi. Eftir stríðið voru Svissar ekki betur staddir. Lýðveldi var þá lít- ils metið í Evrópu. Kommúnism inn breiddist frá Kússlandi yfir Ungverjaland, Þýskaland og ítaffu. Og svo kom fasisminn og nasism- inn. Báðar þær stefnur höfðu tals- verð ítök í Sviss, eins og öðrum löndum. Ungir svissneskir fasistar dáðust að framtaksemi og stjórn- semi einræðisherranna, og þeir stofnað hið svokallaða Járnskýfa- bandalag, sem átti að kollvarpa lýðræðinu. En lýðræðið átti sjer svo djúp- ar rætur hjá þjóðinni, að þeir fengu engu áorkað. Þegar kjós- andi er sannfærður um það, að t i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.