Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r, , '.'I V
89
að þú ættir anríkt“. En það er sú
mesta svívirðing, sem hægt er að
segja um nokkurn mann.
Það er siður þarna að taka ofan
fyrir hverjum „jafningja eða æðra
manni“, sem maður mætir, stað-
næmast og taka í höndina á hverj
um jafningja, spyrja um líðan
hans og allra venslamanna hans,
og kveðja hann síðan með handa-
bandi; þetta verðurðu að gera
hversu oft sem sú mætir honum á
dag. Sá, sem þykist æðri, heilsar á
ýmsan hátt; stundum tekur hann
kveðju afar vingjarnlega, ef hann
þykist ekki lítillækka sig með því,
en það rymur að eins í honum þeg
ar Indíáni heilsar. Indíánar eru alt
af þúaðir, „því að það er engin á-
stæða til að sýna þeim minsta
vir’ðingarvott“, eins og einn af
kunningjum mínum sagjði. Eftir
nokkurra mánaða viðkynningu
hefði jeg getað sagt hið sama um
hann; en það er önnur saga.
VIII. Hausaveiðimenn
CUENCA tekur Quito fram og
fyrsta daginn, sem jeg var þar,
skrifaði jeg í vasabókina mína:
„Af öllum þeim stöðum, sem jeg
þekki á jörðinni, er best loftslag í
Cuenca“. Þar er altaf mátulega
heitt. Sólskin er þar miklu lengur
en myrkur og umhverfið er dá-
samlegt, ekki beinlínis vegna fjaila
sýnar, heldur 'végna hins mikla
gróðurs, sem er í dalnum. Incar
kölluðu dalinn Paucarbamba, en
það þýðir „blómagrund“. Cuenca
gæti verið einhver auðugasta jarð
ræktarborg í heimi. En þar er ekki
einu sinni gististaður, nema í ein-
hverjum óþrifalegum Indíánakofa.
Gestur verður því að leita á náðir
vina vina sinna. Og að þessu sinni
g'afst mjer það vel. Hjá þeim
Montesinos-bræðrum fjekk jeg
inni óg var þar eins og heima hjá
mjer. Þeir eru synir fyrrverandi
landstjóra í Azuay-fylki, eru lög-
fræðingar og kennarar við háskól
ann í Cuenca, mentuðustu menn-
irnir um þær slóðir. Annar þeirra
kendi frönsku og ensku, en gat
hvorugt málið talað. Árið 1899
þþf þessi gæflyndi maður upp-
reisn gegjn Franco hershöfðingja,
blóðþyrstum hálfnegra, sem þá
var stjórnarforseti, og hafði verið
fylkisstjóri í Azuay. Uppreisnin
misheppnaðist og Montesinos varð
að flýja inn í skóga og hafast við
mánuðum saman meðal hinna viltu
Jivaro Indíána, hinna alræmdu
„hausaveiðimanna“.
Jeg hafði átt bágt með að trúa
því að ástandið í Equador væri
jafn slæmt og það kom mjer fyrir
sjónir. En Montesinos sagði að það
væri miklu verra. Hann fullyrti
að lögregjluþjónarnir væru allir
glæpamenn; allir þjófar og bófar,
sem ekki fengist dæmdir, væru
gerðir að lögregluþjónum. Stjórn
in hugsar ekkert um Cuenca, eða
suðurhlutann af Equador, nema
hvað hún heimtar þar inn skatta
og gjöld. Alt er þar í niðurníðslu.
Póstsamgöngfur eru svo slæmar.
að þriðja hver brjef kemur fram
að eins, og böglapóst verða þeir
sjálfir að sækja til Guayaquil;
hann er látinn liggja þar þangað
til hann er sóttur. „Vjer þekkjum
það að eins af sögusögn“, sagði
Montesinos, „að til sje í heiminum
lönd þar sem ríkir frelsi og menn-
ing“.-----
Flestir mentamenn í Cuenca
höfðu leigjt sjer sal og yfir dyrum
hans stóð með stóru letri: „English
Langúage Club“. Þarna söfnuðust
þeir saman mörgum sinnum í
viku til að tala ensku.
En sannleikurinn var nú sá að
um mörg ár hafði enginn ensku-
mælandi maður verið í Cuenca eða
nágrenni hennar. Þeim þótti það
því fengur að fá mig og buðu mjer
þegar í klúbbinn. Þar sat jeg1 eins
og hæstaráð, umkringdur af dokt-
orum, því að það er fult af dokt-
orum í Cuenca. Menn voru að
kreista upp úr sjer heilar og hálf-
ar setningar á ensku, þangað til
eitthvert gáfnaljós sagði, að þar
sem þeir hefðu svo virðulegan
gest hjá sjer, þá væri þetta „auka-
fundur“ og þá þyrfti ekki að fylgja
settum reglum. Það var því eng-
in skylda að tala ensku á þessum
fundi. Menn tóku undir þetta með
fögnuði, og skeltu á skeið á
spönsku. Seinna komst jeg að því,
að settar reglur gerðu alls ekki ráð
fyrir því að enska væri töluð á
fundum, nema þegar einhver virðu
legur gestur væri viðstaddur.
Skamt frá Cuenca, hinum mbg-
in við iiálsana. er Jivaros þjóð-
flokkurinn, hinir illræmdu hausa
veíðimenn hjá efri Amazon.
Montesinos þekti þá vel, því að
hann hafði dvalist hjá þeim. eins
og áður er sagt. Þetta er herskár
og viltur þjóðflokkur og' á svo að
segja sífelt í ófriði við nágranna
sína. Þeir telja hvíta menn jafn-
ingja sína og eru gestrisnir við þá,
á meðan þeir brjóta ekki neitt af
sjer. En hina þrælkuðu Indíána,
sem klæðast fötum, fyrirlíta þeir
og telja þá ekki menn.
Þegar Jivaro Indíáni hefir lagt
óvin sinn að velli, er það hans
fyrsta verk að sneiða hausinn af
líkinu, niður við axlir. Svo spretta
þeir á húðina í hnakkanum og flá
alt . höfuðleðrið af beinunum,
sauma svo saman skurðinn og var
irnar. Þá þurka þeir þetta með heit
um steinum og hafa til þess ein-