Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
163
hjálpar? Þess má hjer geta, að þótt
skamt væri á milli skipalegunnar
og strandstaðarins þá urðu menn
á skipunum ekki varir við strand-
ið, sáu ekki Ingvar vegna þess að
Engeyjartaglið skygði á, og á sum
um skipunum vissu menn ekki um
slysið fyr en daginn eftir.
Valdir sjómenn og kjarkmenn
voru fengnir til þess að manna
báta og freista þess að komast út
í skipin. Voru þar á meðal þeir
fiskimatsmennirnir Þorsteinn Guð
mundsson og Ólafur Jónsson. Fóru
þeir fyrst um borð í flóabátinn
„Reykjavíkina“, en hún var segl-
festulaus og galtóm. Og af því að
hún var bæði völt og ferðlítil
treystist skipstjóri ekki til þess að
hreyfa skipið. Þá var farið út í tvö
önnur skip. „Súluna“ og „Gam-
betta“ og leitað liðs hjá þeim. Hjá
Súlunni voru sömu svör og hjá
Reykjavíkinni og skipstjórinn á
„Gambetta“ var mjög tregur til;
nokkru seinna dró hann þó upp
akkeri og ætlaði að freista þess að
komast að slysstaðnum. En í því
gerði aftaka hrynu svo að við ekk-
ert varð ráðið. Hrakti skipið fyrir
veðrinu og voru skipverjar því víst
fegnastir er þeir gátu aftur lagst
fyrir akkerum.
Fleiri tilraunir voru ekki gerðar,
því að bæði var háski að fara milli
skipanna og svo höfðu sum skipin
ekki gufu uppi og gátu því ekkert
aðhafst. En getið er um eitt skip,
„Njál“, eign Lefolii-verslunar á
Eyrarbakka, sem mundi hafa feng
ist til að reyna björgun, ef til hans
hefði verið leitað. En hvernig sem
á því stóð, var ekki farið út í það
skip, hvort sem það hefir nú. held-
ur verið af því að menn hafa ekki
treyst sjer til að komast þangað,
eða álitið það þýðingarlaust. En
þeir á „Njáli“ vissu ekkert um slys
ið fyr en daginn eftir.
FREGNIN um strandið barst
auðvitað eins og eldur í sinu um
allan bæ og allir þustu niður að
sjó til þess að horfa á. „Maður hugs
aði ekki um það að standa í búð-
inni þann dagirm“, sagði gamall
verslunarmaður, sem jeg var að
spyrja urn strandið. „Við hlupum
út og stóðum niður í Kolasundi
allan tímann“. Og það má víst telja
að óslitin röð manna hafi verið við
sjóinn alla leið frá Batteríinu og
inn fyrir Klöpp. Menn og konur
og unglingar voru þarna og skeyttu
ekkert um veðrið hvað sig snerti.
Margir voru með sjónauka, en flest
ir störðu berum augum út í sortann
og særokið.
Eitt blaðið segir svo frá:
„Frá Reykjavík mátti sjá til
skipsins í sjónaukum, en oftast ó-
greinilega, vegna særoks og tók
stundum fyrir í kafaldseljum.
Þúsundir manna hafa horft á slys-
ið frá upphafi til enda“.
Eins og fyr er getið forðuðu skip
verjar á Ingvari sjer upp í reiðann
þegar skipið var orðið fast á sker-
inu og holskeflurnar riðu yfir það.
Þóttust menn í landi geta talið skip
verja í reiðanum, en ekki stendur
talan heima, segja sumir að þeir
hafi verið 11, aðrir 13 og enn aðrir
14 upphaflega. En smám saman
týndu þeir tölunni, vegna þess
hvernig skipið byltist á skerinu og
brotsjóarnir riðu á því. Þannig
líða 3 klukkustundir og þá voru
ekki nema þrír eftir. Seinast var
að eins einn sýnilegur. Hafði hann
bundið sig við siglutrjeð, en var
annað hvort í öngviti eða dáinn,
því að hann hjekk þar með höfuð-
ið niður. Kl. 3,15, eða eftir rúmar
þrjár stundir sökk skútan með öllu
og liðaðist sundur.
SORGLEG voru örlög þessara
manna og er þetta eitt hið hrapal-
legasta slys, sem hjer hefir orðið.
Skipið er svo að segja komið inn
á Reykjavíkurhöfn er það strand-
ar. Land er skamt frá til beggja
handa og framundan. Skamt frá
liggja fjölda mörg skip. í Reykja-
víkurhöfn er nóg til af bátum. Ef-
laust hafa þeir átt von á því að sjá
einhverja tilraun gerða til björg-
unar sjer. En í rúmar 3 klukku-
stundir verða þeir að berjast við
dauðann. „Ætli druknandi menn
hafi nokkurn tíma haft jafn lengi
og jafn sterka vón um hjálp, sem
þessir menn“, segir eitt blaðið.
Og þó er óvíst að þeim hafi liðið
ver en sumum þeirra, sem í landi
voru og urðu að horfa ráðalausir
á þennan helkalda hildarleik.
Hvernig haldið þið að ástvinum og
vinum mannanna hafi verið innan
brjósts, er þeir horfðu á þá slitna úr
reiða skipsins hvern af öðrum? Og
hver getur horft á slíkt án þess að
geigvænn máttur örvæntingar nísti
hann inn að hjarta? Víst er um það,
að enginn atburður hefir fengið
meira á hugi sjónarvotta. Enginn
afburður hefir komið alveg eins
við hjartað í Reykvíkingum. Þeir
voru sem lamaðir eftir þetta og í
mörg ár varð mönnum tíðrætt um
„Ingvarsslysið“. Jafnvel enn í dag
stendur það sjónarvottum fyrir
hugskotssjónum, sem ægilegasti
viðburður í lífi þeirra. Talaðu við
gamla Reykvíkinga um „Ingvars-
slysið“ og þú munt áreiðanlega
taka eftir því að þeir komast í geðs
hræringu, að þeir verða hljóðlátir
og sorgarskugga slær á svip þeirra.
Sorti þessarar endurminningar
kastar enn skugga, þótt 40 ár sjeu
liðin.
FYRIR nokkrum árum átti jeg
tal við Eggert Briem í Viðey um
slysið. Hann var einn þeirra
manna, er sá það glegst. Sögu hans
bar mjög saman við það, sem stend
ur í blöðunum. En hann gat sagt
meira. Þegar þeir í Viðey sáu
strandið og vissu að þeir gátu enga
hjálp veitt með því að komast fram
r
I