Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 6
162 LESBOK MORGUNBLAÐSINS / dag eru 40 ár síðan INGVAR" FÓRST VID VIDEY 99 ÁRIÐ 1906 gerði hjer mörg stór- viðri, sem ollu feikna miklu tjóni, bæði á sjó og landi. Verstu áhlaupa veðrin voru 7. apríl, 27.—28. apríl og 12.-13. september. Varð það ár óvenjulega mikið skipatjón hjer við land. Telst mönnum svo til, að far- ist hafi og strandað 16 ísl. skip, en 23 erlend. Auk þess fórust nokkrir íslenskir bátar, bæði árabátar og vjelbátar. Tók hafið þá þungan skatt af íslendingum í mannslíf- um. Samkvæmt Árbók íslands í Almanaki Þjóðvinafjelagsins hafa þetta ár druknað í sjó 130 íslend- ingar og skiftist það manntjón þannig: 100 af þilskipum, 27 af bátum og 3 af flutningaskipi. Á útlendu skipunum varð mann tjónið miklu minna, en skipatjón- ið skiftist þannig: 7 togarar, 6 fiski skútur og 10 flutningaskip, þar á meðal „Kong Inge", skip Thore- fjelagsins, sem strandaði við Flat- ey á Skjálfanda. í veðrinu mikla 7. apríl, fórust þrjú þilskip hjeðan úr Reykjavík með 68 mönnum: „Emilie", eign Th. Thorsteinsson, kaupmanns og „Sophie Wheatley", eign Jafets E. Ólafssonar, Guðlaugs Torfasonar, trjesmiðs og Thor Jensen, fórust við Mýrar. Skipstjóri á Emilie var Björn Gíslason á Bakka. en Jafet Ólafsson var sjálfur með sitt skip; lík hans rak um haustið nálægt Hjörsey. Þriðja skipið var „Ing- var" (77 smál.), eign Duusverslun- ar. Það strandaði við Viðey og verð ur nú nokkuð sagt frá því strandi, en um afdrif hinna skipanna er enginn til frásagnar. Það eitt er vitað, að Emilie mun hafa farist skamt frá Ökrum, en Sophie Eftir Árna Óla Wheatley hjá Knarranesi. Einn af hásetunum á Sophie Wheatley Norðmaður, hafði farið af skipinu er það lagði í þessa ferð, og bjarg- aði það lífi hans. ALLA fyrstu vikuna af apríl höfðu gengið stórviðri hjer sunn- an lands, ög versnaði er á leið. F^kiskúturnar heldust þá ekki við úti á hafi, en leituðu hafnar. Voru þær að tínast inn á Reykjavíkur- höfn á föstudaginn og laugardags- morgun 7. apríl, en þá keyrði fvrst úr hófi veðurofsinn svo að menn mundu ekki annað eins, og fylgdi dimmviðri. Frjettir bárust um það, að Ing- var hefði sjest suður í Garðsjó og mundi hafa fengið áfall mikið, brotnað stórsiglugreypiráin og stórseglið farið fyrir borð. •Skömmu fyrir hádegi sást frá Reykjavík að fiskiskip var að koma og var utan við eyjar. Þektu sumir skipið, en aðrir drógu það af frjettum, að þetta mundi vera „Ingvar", því að sjá mátti að stór- seglið var farið, og hafði skipið að eins uppi forsegl og aftursegl. Skipið ætlaði fyrst að sigla venju lega siglingaleið milli Örfirseyjar og Engeyjar inn á Reykjavíkur- höfn, en náði ekki sundinu, vegna þess hvað seglabúnaður var ljeleg- ur. Hrakti það þá fyrst norður með Engey, en reyndi síðan að sigla inn sundið milli Engeyjar og Viðeyjar. Er þarna hættuleg leið, grynning- ar í sundinu, en sker syðst í því og þar fyrir innan. Nú bættist það við, að foráttu brim var í sundinu. Þegar skipið var komið inn á móts við Viðeyjartún, steytti það á blindskeri. Er talið að skipverjar hafi þá gripið til þess örþrifaráðs að kasta út akkeri, en að það hafi að eins orðið til þess að halda skip inu föstu á skerinu, enda hjó það þar stöðugt á meðan nokkuð af því var ofansjávar. Að öðrum kosti segja menn, að verið geti að skipið hefði losnað af skerinu og hrakið upp í Viðey, og þá hefði ekki verið vonlaust um að einhverjir hefðu komist lífs á land. FÓLK í Laugarnesi og Viðey sá þegar skipið strandaði. Bátur var i Viðey, en ekkert viðlit að fara á flot á honum í þessu veðri; mundi það hc'" verið bráður bani þeirra er reyndu. Þar var því ekki hægt að veita neina hjálp. Þá var Hermann Jónasson spít- alavörður í Laugarnesi. Hann sím- aði þegar til bæjarins um það, að skipið væri strandað og menn allir komnir upp í reiðann og heldu sjer þar. Þetta var að aflíðandi hádegi. Páll Einarsson var þá settur bæj arfógeti hjer. Hann og ráðherrann gerðu þegar gangskör að því, að freistað yrði að bjarga mönnun- um, þótt óvænlegt sýndist og beinn ' lífsháski. Þá lágu hjer í höfninni 7 eða 8 gufuskip og var helst til þeirra að leita um hjálp. En hvernig átti að komast út í þau í þessu aftakaveðri til þess að láta þau vita um strandið og biðja þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.