Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 10
1C6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS UPPRUNI KROSSGATUNNAR MAÐUR er nefndur Victor Or- ville og var óðalseigandi í Eng- landi. Hann var drvkkfeldur mjög. og stoðaði hvorki bæn nje grátur konunnar til að bæta úr því. Svo var það eitt sinn er hann var ölv- aður að hann þóttist endilega þurfa að fara til borgarinnar, og auðvitað í bíl. Konan grátbændi hann um að gera það ekki. en hann sat fastur við sinn keip: ,.Þá kem jeg með þjer“, sagði hún, „því að það getur vel verið að þú farir þjer að voða“. Nokkrum mínútum síðar skeði slysið. Orville ók með fleygiferð beint á trje, sem stóð við veginn. Sjálfur slapp hann ómeiddur, en konan hafði kastast út úr bíinum og lá örend við veginn. Við rjettarhöldin út af þessu var Orville sekur fundinn um það, að hafa drepið konu sína. Hann var dæmdur til 5 ára hegningarhúss- vistar. Ekki áfrýjaði hann dómn- um, en bað þess eins, að hann yrði ekki látinn taka hann út í Eng- landi, heldur yrði sendur eithvað úr landi — sem lengst í burtu. Og dómurinn tók þá ósk hans til greina og ákvað að hann skyldi taka refs- inguna út í fangelsi í Suður-Afríku í grend við Höfðaborg. UPP frá þessum degi var óðals- eigandinn Victor Orville horfinn úr mannfjelaginu. Hann gekk nú undir heitinu „Fangi nr. 931“. — Hann var settur í eins manns klefa í fangelsinu. Honum leið illa. — Hann var eyðilagður bæði á sál og líkama og þar við bættist ofsókn- arhræðsla. Fangelsisstjórinn var góður við hann og vildi alls ekki að hann yrði geðveikur. Þessvegna var hann látinn fá pappír og ritföng svo að hann gæti haft eitthvað fyrir stafni. Honum voru líka ljeð- ar bækur og hann var hvattur til þess að lesa og skrifa. En hann hafði engan áhuga fyrir því. Eins og í leiðslu fiktaði hann við það að stryka pappírsarkirnar, fyrst á annan veginn, og svo á hinn, og skifta þeim þannig í jafna reita með strykum. Og svo fór hann af fikti að skrifa einn og einn staf í reitina, fyrst af handahófi, en svo í rjettri röð þannig að þeir mynd- uðu heil orð. Svo gerði hann sjer það til gamans að sverta suma reit- ana til þess að sjá hve margskonar tiglamyndir hann gæti gert. Og svo fylti hann upp á milli svörtu reit- anna með bókstöfum, sem mynd- uðu heil orð. Smám saman fór hann að hafa gaman að þessu. Hann varð rólegri. Hann svaf nú vært á nóttunni, var laus við þá martröð, sem áður ætl- aði að gera út af við hann. Úr bók- unum, sem hann hafði að láni, vins aði hann ýms fágæt orð. Hann gerði sjer stærri viðfangsefni og hafði sjerstaka ánægju af því þegar alt stóð heima og hægt var að lesa allar tiglalínurnar þvert og endi- langt. Hann þakti klefaveggina með þessum einkennilegu handrit- um sínum, og hann vann af kappi. Hann bað um orðabækur og vís- indarit. Þegar hann var spurður hvað hann ætlaði að gera með slík- ar bækur, þá hló hann bara, en svaraði engu. HÁLFSMÁNAÐARLEGA fór fram læknisskoðun á fcngunum. Victor Orville hafði fengið illkynj- aða hálsbólgu og honum var skip- að að liggja. Lækirinn varð svo að vitja um hann í klefa hans. — Þegar læknirinn kom þangað lá sjúklingurinn dúðaður í teppi en var í óðaönn að útfylla reita á pappírsörk, með bókstöfum. „Hvað hafið þjer fyrir stafni?“ spurði læknirinn. „Jeg er að semja stafagátu, mvnd aða af orðum, sem má lesa þvert. og ofan frá — Krossgátu mætti ef til vill kalla það“. Læknirinn varð forvitinn og fór að skoða blöð hans. „Nefnið mjer á í Norður-Ame- ríku“, sagði fanginn. „Fjórir stafir mega vera í nafninu, og fyrsti staf- urinn er o og seinasti stafurinn er líka o“. Læknirinn skildi ekki hvað hann átti við. „Sjáð þjer til, hjer eru fjórir reitir í röð. í fyrsta reitnum er o og í seinasta reitnum er o. Tvo stafi vantar á milli og þegar þeir eru fundnir á að koma fram nafn á fljóti í Ameríku. Getið þjer ekki ráðið það? Ohio — þar höfum vjer fljótið“. Lækninum þótti þetta einkenni- legt. „Viljið þjer lána mjer nokkrar af þessum orðagátum yðar — hvað kölluðuð þjer þær nú aftur?“ „Krossgátur“. „Þ‘að er gott nafn og á vel við. Jeg ætla að sýna fangelsisstjóran- um þetta.“ Þannig vildi það til að Krossgát-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.