Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 165 « HIN STAKA HOND leikhúsinu um kvöldið. Þá var ekki ástæða til að hryggjast“. HIRÐULEYSI manna — það var einmitt hitt atriðið, sem mikið var talað um og greindi menn þar mjög á. Sumir töldu að hægt hefði verið að bjarga, en aðrir sögðu að það hefði verið óhugsandi. Festir voru þó samdóma um að alt of lítið hefði verið gert til að reyna að bjarga. Og það var sem menn hefði alt í einu rankað við sjer um það hví- líkt skeytingarleysi það var, að hafa hjer engan útbúnað til að bjarga. Á það var bent, að Reykja- vík lifði svo að segja eingöngu á út gerð og hjer væri miðstöð allra siglinga við ísland. Það væri því ófyrirgefanlegt að enginn skyldi hafa tekið sig fram um það, að fá hingað björgunarbát og björgunar- tæki. Heldu sumir því fram, að yfirvöldin hefði átt að sjá um þetta, en aðrir töldu að útgerðarfjelaginu hefði borið skylda til þess að hafa forgöngu um það mál. En eins og vant er greindi menn þegar á um það hvernig björgun- arstarfið skyldi vera. Töldu sumir að björgunarbátur gæti komið að góðu haldi, en „Reykjavík“ tók þvert fyrir það; gagn slíks báts yrði víst meir en tvísýnt, en mikil þörf á björgunarskipi nokkuð stóru. Og Bjarni Þorkelsson, skipasmiður, skrifaði langa grein í blaðið um þetta og sagði: „Ið eina bjargráð, er verulega bætir úr þörfinni í þessu máli, er traustbygt eimskip, með öflugri hreyfivjel og á hæfi- legfi stærð“. En hvað sem um þetta var sagt, var nú efnt til samskota, bæði fyrir ekkjur og börn þeirra sem fórust og eins til þess að kaupa björgun- arbát. Mannskaðasamskotin námu alls fullum 32 þúsundum króna, þar af kom nær þriðjungur frá löndum í Vesturheimi. Formenn og íorstöðukonur stærstu fjelaga r Til livers er harður hnefi ef höfuðið veit ekki neitt? Hann getur barið og brotið og blessun friðarins eytt. í bænum hófust lianda og efndu til hlutaveltu. Var ákveðið að % af ágóða hennar skyldi ganga til samskotanna, en Vs leggjast í björg unarsjóðinn. Hlutaveltan gaf af sjer 3,600 krónur. Hafa því björg- unarsjóðnum áskotnast 1200 krón- ur, en hitt er mjer ókunnugt hvað honum hafa borist miklar gjafir, og eins hitt hvað um hann hefir orðið. Hönd, sem í aðra heldur, hjálpar og þiggur í senn. Hin staka hönd, steyttur hnefi, steingjört tákn haturs við menn. UM likt leyti var hafin önnur fjársöfnun til þess að kaupa og láta reisa myndastyttu af Kristjáni könungi IX. Var gert ráð fyrir að sú myndastytta mundi kosta unr 20—25,000 krónur. — Undirtektir voru mjög dauíar hjer, og íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn and- vígir hugmyndinni. Blaðið „Ing- ólfur“ taldi ráðagerðina vanhugs- Frh. á bls. 172 * i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.