Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
159
lífsylinn í huga sjer. Þessi eining
þjóðarinnar hefir komið fram í
innanlandsmálunum.
Stjórnmál landsins eru í fastari
rás en þau voru fyrir styrjöldina.
Flokkarnir háðu sína kosningabar-
áttu. En hún varð aldrei eins hvat-
skeytleg eins og hún hafði áður
verið, því að takmörkin, sem þeir
höfðu sett sjer voru mjög svipuð
og aðferðirnar, sem þeir ætluðu að
viðhafa til þess að ná þeim, voru
áþekkar hjá stærstu stjórnmála-
flokkunum.
Verkamannaflokkurinn fekk
meirihlutann í Stói;þingskosning-
unum. Er hjer komið að aðalatrið-
inu í starfi þjóðarinnar eftir styrj-
jöldina. í þessu liggur aðalmismun
urinn á aðstöðu Norðmanna og
flestra annarra sameinuðu þjóð-
anna. Ósamlyndið innbyrðis tefur
fyrir og gerir erfiðara hið geysi-
mikla starf, sem leggja þarf fram,
til þess að koma þjóðunum aftur á
rjettan kjöl. Það sem frjettist frá
mörgum þjóðum í dag ber vott.um
ískyggilegt ástand. Útlimirnir gera
verkfall allir í einu, og vilja rífa sig
lausa frá líkamanum, rjett eins og
þeir ætli að fara sína leið upp á
eigin spýtur. Stundum er höfuðið
ósanngjarnt, enda þótt það skilji
oftast nær, að það komist aldrei
langt áleiðis út af fyrir sig. Þetta
er hin dapurlega mynd af heims-
þjóðum: höfuðlausir kroppar og
kropplaus höfuð. Hin lýðræðislega
meirihlutastjórn í Noregi hefir
hingað til komið í veg fyrir slíka
andstyggilega limlesting. Útlit er
fyrir, að núverandi stjórn fari
stjórn landsins vel úr hendi. Hún
hefir almenning sjer hliðhollan og
stjórnin treystir þjóðinni til styrkr
ar framgöngu í endurreisnarstarf-
inu, er virðist miða vel áfram.
Fjárhagsgrundvöllurinn.
Hin fjárhagslega endurreisn
verður erfiðasti hjailinn. Hagstofa
NoregS hefir reiknað út, að þjóðar-
auðurinn hafi á stríðsárunum
minkað úr 31,4 miljörðum 1 25,8
miljarða króna, sje reiknað með
sama krónugengi og var 1939. Þetta
samsvarar einum árstekjum þjóð-
arinnar fyrir. stríð. En nú verður
þjóðin að leggja grundvöllinn að
endurreisnarstarfinu með mikið
minni tekjum en hún áður hafði.
Takmark nýsköpunarirínar er að
auka þjóðartekjurnar og þá um
leið eignir þjóðarinnar. Ef þetta á
Ólajur ríkisarji.
Gerhardsen, jorsætisráðherra.
að takast, er nauðsynlegt að alt
vinnuafl landsins komi að fullum
notum. Atvinnuvegir þjóðarinnar
hafa notfært sjer vinnuaflið betur
en búist var við að óreyndu. Sem
stendur er ekkert atvinnuleysi að
heitið geti.
Hækkun framfærsluvísitölunnar
varð 58% frá því 1938 þangað til í
maí 1945 Vinnulaunin hjeldust því
nær óbreytt á þessu tímabili, ncma
við sveitavinnu og hergagnafram-
leiðslu. Eftir frelsun landsins hefir
tímakaupið hækkað um 50 aura.
Með núverandi framfærslukostn-
aði verður útkoman sú, að verka-
launin ei'u að kaupmætti 90% á
við það sem þau voru á árunum
fyrir styrjöldina. Stjórnin vill ekki
láta dýrtíðina aukast. Fjármálin