Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS WWPVWWiSTifS'' 169 sinni. Hann átti og margar fleiri jarðir, meðal þeirra Arnarbæli og Kjallaksstaði í Dalasýslu. Helt hann betra suður þar, og tók það ráð, að hann gerði sjer byrðing af rekaviði mjög stóran, færði þar á mestalla sína dauðu muni, og með konu sinni, börnum og hjúum gekk á þetta skip vorið 1688 og fór fyrir Vestfirði, gegn um Látra- röst, framan Skor, inn á Breiða- fjörð, undir Bjárneyjar, suður und ir land, upp Krosssund og síðan upp á Arnarbælisvog. Þóttu það firn mikil, því enginn vissi slíks dæmi síðan Sturlungatíð. Bjarni þessi bjó síðan til elli í Arnarbæli og þótti göfugur maður.* Benedikt bóndi í Hrappsey fann hversu örðugt honum veitti, öldr- uðum manni, að búa við ráðskonu. Tók hann því það ráð, að biðja sjer til handa vel ættaðrar, efnagóðrar heimasætu, Ingveldar dóttur, Bjarna bónda Bjarnasonar í Arnar bæli; egtaði hann þá sömu árið 1722. Tókust brátt með þeim góð- ar ástir. Þeirra einbirni hjet Bogi, sem borinn var árið 1724. Upptök til þessa Boga-nafns voru þessi: Skipherra, sem hjet Bogi, færði mörg ár í sífellu skip til Stykkis- hólms, ráðvandur og guðrækinn maður. Hann var mikill aldavin Benedikts bónda í Hrappsey, fekk honum árlega í hendur nokkra verslun sín vegna og færði Bene- dikt hva$ hann girntist af útlensk um vörum; en af vörum þeim, sem hann fekk Benedikt til verslunar, *) 1804 þá jeg«fór úr Arnarbæli var þá enn til þar í útihúsum bæði stjaki af mastri því, og líka pumpa sú er brúkuð hefir verið á tjeðum byrðingi. Mastursstjakinn var þá 10 álnir, pumpuparturinn 3Vi al. langt, hvorutveggja af hörðum rauðaviði og lítið fúið. — B. Bene- diktsson. gaf þessi skipstjóri árlega 1/10 part til fátækra. Þar hjá sagði hann Benedikt, að hann hefði átt tvær konur og mist þær báðar, án þess að hann hefði getað öðlast með þeim erfingja; kvað sitt nafn og minningu mundu burt deyja, en sagði Benedikt fyrir (sem þá var ekkjumaður), að honum mundi auðnast enn að giftast, og með þeirri konu einn erfingja hljóta, hvern hann bað Benedikt að láta heita nafni sínu; kváðst þess vænta að hann yrði gæfumaður í flestu. Þetta rættist. Þá Benedikt var gift ur og honum var Bogi fæddur, skrifaði hann þetta sínum vin Boga utanlands, hver þá sendi árið eft- ir nafni sínu 40 vættir í ýmisleg- um þarflegum hlutum. (Svona hefi jeg sjeð nafn hans skrifað á gömlum reikningum frá afa mín- um: Boy Steffensen. Sagt hefir mjer verið hann hafi íslenskur ver ið og heitið Finnbogi; þetta nafn skrifa Svíar eftir hljóðinu Boje). 1724 ól Ingveldur sinn einkason er hlaut Boga nafn, hverjum hún unni sem máltækið segir. Ólst hann* upp lengstum hjó móður sinni og naut hennar góðu aðhjúkrunar og uppfræðingar á ungdómsárum sín- um, til þess hann var 14 vetra. Það ár, 1738, andaðist Ingveldur snögg lega, til stærsta harms syni og egtamanni hennar, hvörjir þá ei voru heima. Þótti þeim báðum mikill svartasvipur heim að koma og höfðu langan harm eftir hana. Ingveldur var væn kona yfirlits og höfðingleg, eigi forráðs fríð, gjafmild, örlynd, íbyggin, góð- gjörn, dugnaðar- og forstandskona. Benedikt helt samt bú í Hrappsey eftir hana látna í 10 ár, til þess 1748, þá hann andaðist. Þá Bene- dikt var áttræður átti hann barn með ráðskonu sinni Sigríði, sem lifði stuttan tíma. Benedikt var meðalmaður á hæð, þykkvaxinn, kraftamaður mik ill, heldur ófríður að yfirliti, en þó karlmannlegur. Benedikt var svo mikill auðmaður, að það var sem sær gengi á land. Keypti hann bæði fyr og síðar á æfi sinni mikið jarða góss, svo þá hann ljest, eftirljet hann börnum sínum 8 hundruð hundraða í jörðu. Hann var mesti fyrirsjónar, framkvæmdar- og bú- sýslumaður. Hann hafði falka sýslu lengstum æfi sinnar og var eins heppinn í því fyrirtæki sem öðru. Eftir það hann kom í Hrappsey ljet hann mest vinnumenn sína taka falka. Þá var Sigurður sál. faðir Orms, sem nú býr í Fagra- dal, vinnumaður hjá honum. Hann var formaður og fór með bát Bene dikts í Elliðaey eftir vor Kross- messu þá úr Víkurróðrum kom. Sigurður fekk góðan hlut af fiski, en í landlegum 19 falka, þar af 4 alhvíta. Mikið vel ræktaði Benedikt fuglavarp og hann kom í Hrapps- ey fyrstur góðu æðarvarpi. Hvað hann var hygginn með margt má sjá þar af að Álfhóll kallaðist hár hóll við túnfót í Hrappsey; á hól þessum fekk Benedikt í bestu leit 18 hundruð eggja, en þá hann fór að búa í Hrappsey, fengust þar 30 pund af óhreinsuðum dún. Flestum vinnumönnum sínum, sem honum þótti mannsmót að, gaf hann 10 hndr. til bús; sumum hjálp aði hann til að eignast bújarðir handa sjer. Áðurnefndum Sigurði gaf hann Langey fremri, sem nú er í hans sonar Orms eigu. Honum þótti Sigurður merkismaður. Benedikt var þrautgóður maður, jafnaðar gjarn og mikill manna sættir. Til dæmis um það hvað hann var þrautgóður, er þessi saga: Leiguliði nokkur fátækur hvers húsbóndi vildi selja hans leigujörð Frh. á bls. 172

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.