Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 14
170 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS OKUNN LÖND XV Á leið til Jaen SEINASTA kvöldið, sem jeg var í Huancabamba, fekk jeg hitasótt- arkast, en með því að taka inn Kínin batnaði mjer svo að jeg gat lagt á stað næsta morgun, með bagga minn á bakinu. Hann var nokkuð þungur, því að jeg varð að hafa mikið nesti, þar sem eyðimörk var framundan. Jeg var þó heldur valtur á fótunum og gekk hægt. Allan daginn gekk jeg yfir sólbök- uð öræfi, með ótal giljum og grafn ingum. Einhvern veginn tókst mjer að rata og í rökkrinu um kvöldið náði jeg kofa Alexandre Bobbio í smáþorpi inst í þröngu dalverpi. Bobbio var maður um fimtugt, og hinn röskasti að sjá. Hann var af ítölskum ættum, en talaði að- eins spönsku. Hann hafði lesið tals- vert og bar af öllum þar um dugn- að og áhuga. Kynfestunnar gætir furðu lengi meðal afkomenda land- nema í Suður-Ameríku, og þeir eru kallaðir ítalir, Þjóðverjar Eng-- lendingar o. s. frv. af öðru fólki. Ef ferðamaður getur spurt uppi einhvern slíkan mann, má hann eiga það víst að sá hinn sami ber af nágrönnum sínum, þótt hann sje í flestu eftirbátur forfeðra sinna. Næsta morgun, er jeg var ferð- búinn og hafði lagt baggann á bak- ið, varð mjer að orði: ,.Jeg vildi að jeg ætti múlasna, jafnvel þótt það væri tryppi“. Ef Bobbio hefði nú verið eins og flestir Andesbúar, mundi hann að- eins hafa ypt öxlum og tautað eitt- hvað um það að lífið væri tómt erf- iði. En í þess stað svaraði hann þegar: „Hvers vegna sögðuð þjer þetta ekki undir eins?“ Og svo byrjaði hann að hrópa og kalla og veifa höndunum. Hann var að kalla í einhvern í kofa nokkrum hátt uppi í hlíðinni hinum megin við lækinn. Og skömmu seinna kemur piltur nokkur og teymir múldýr, lítið og lubbalegt eins og björn, sem er nýskriðinn- úr vetrarhíði. Þetta var asna og aðeins hálfvaxin og vildi pilturinn fá 12 soles fyrir hana. Við prúttuðum þangað til jeg fekk hana fyrir 10 soles. Jeg skýrði hana Kleopötru. En nú vantaði mig reiðing. Bobbio ljet mig fá gamlan poka og yfir hann breiddi jeg teppið mitt. Svo var það klyf- beri. Hann kostaði 30 centavos og var eins og kjaftastóll í lögun. Svo þurfti jeg að kaupa gamla segl- dúkstösku og hún kostaði einn sol. Og svo ljet Bobbio mig hafa snæri og sívafði Kleopötru og farangur- inn með því. Klukkan 10 komst jeg á stað og rak Kleópötru á undan mjer með aleigu mína. Hjer nyrst í Perú eru AndesfjöII- in sundur skorin af giljum og gljúfr um. Ferðamaður, sem er svo helmsk ur að fara þarna yfir, gerir ekki annað en klöngrast niður í gil og klifra upp úr þeim aftur, því að þau koma öll þvert á leið hans. •— Þarna var ^jiginn vegur, engin bygð og engan mat að fá. Það var að vísu gott að vera laus við baggann, en þó var miklu erfiðara að reka Kleópötru. Dag eftir dag lamdi jeg hana frá morgni til kvölds, en dag- leiðirnar voru þó miklu styttri held ur en jeg hefði- farið með bagga minn á bakinu.. Jeg var orðinn viltur og matar- laus, hafði lifað á vatni í heilan sólarhring. Þá rakst jeg á götu, sem lá þvert upp úr dal þeim, er jeg var staddur í. Eftir henni klöngr aðist jeg upp úr dalnum.og fann kofa, þar sem fjárhirðir nokkur bjó. Enginn var heima nema átta ára gömul stúlka, og ekki þýddi að spyrja hana, því að hún hafði ekki hugmynd um það að vegir ættu að liggja til neins ákveðins staðar. Jeg spretti því af Kleópötru og á- kvað að bíða þangað til einhver kæmi, sem gæti vísað mjer til veg- ar. Barnið gaf mjer þroskaða á- vexti, og þá fanst mjer eins og jeg hefði ekki bragðað mat í mánuð. Mörgum klukkustundum síðar kom þar útitekinn maður. Hann kallaði þegar til mín hina venjulegu kveðju: „Apease — af baki, sennor!“ Jeg bað hann um mat og hann bauð mjer inn. Það er siður í Perú að bjóða mönnum inn, og þætti sjálfsagt jafnvel þótt kofinn stæði í björtu báli. Hann helti heima- brugguðu áfengi í glas, sem búið var til úr brotinni flösku og bað mig að drekka heillaskál sína. En það var ekki við það komandi að hann ljeti mig fá mat. Að lokum tók hann þó við einum real og sendi dóttur sína upp á „loft“, það er að segja upp undir stráræfnð að sækja þangað ávexti vafða innan í lauf. Svo vísaði hann mjer leið út yfir land, sem var líkast því að hafrót hefði storknað ogsíðan vaxið skógi. Jeg misti fljótt af götunni og Ijet Kleopötru ráða ferðinni. Varð það til þess að við viltumst enn meira og urðum að liggja úti tvær nætur. Jeg var orðinn ruglaður í daga- talinu, en helt að væri kominn sunnudagur. Bar mig þá að „Haci- enda Shumba“. Þarna átti heima hjeraðsstjóri en hann átti þó ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.