Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 4
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Norskt landslag. eiga að komast í jafnvægi, eins og fjármálaráðuneytið hefir ákveðið að halda gegnisskráning óbreyttri á erlendum gjaldeyri. Meðan Þjóð verjar voru í Noregi á styrjaldar- árunum notuðu þeir þar samtals 11,1 miljarð króna. Til þess að lag- færa þær misfellur, er af þessu hlutust, greip stjórnin til eftirfar- andi ráðstafana í september síðast liðnum: Gerð var skýrsla um alla seðlaeignina og miklar fjárfúlgur bundnar á ríkisinnstæðureikningi, samfara því, sem skrásettar voru bankainnstæður, hlutabrjef og önnur verðbrjef. Sennilega verður lagður skattur á eignaaukningu manna á styrjaldarárunum. Skipastóllinn. Eftir opinberum skýrslum mistu Norðmenn 2,4 milljónir brúttó- tonna af skipastóli sínum í hernað- inum, eða um það bil helminginn af verslunarflotanum og 70% af hvalveiðiflotanum. Lokið er nú við að byggja skipastól, er nemur 350 þús. tonna, og eru þau skip þegar tekin í notkun. En fyrir árslok 1948 verður nýr skipastóll tilbúinn, er nemur að minsta kosti 800 þús. tonnum. Byggingarkostnað þessara skipa greiða Norðmenn sumpart með erlendum inneignum sínum, sumpart með lánum. Líða munu mörg ár, uns Norðmenn hafa kom- ið sjer upp jafnmiklum skipastól og þeir áttu áður. Norðmenn eru þó ekki verr staddir á þessu sviði en flestar aðrar hernaðarþjóðirnar. Skipin nægja ekki ein, til þess að koma upp góðum verslunarflota. Skipshafnirnar eru eins nauðsyn- legar, og er engin ástæða til að ætla, að norsk sjómannastjett verði lakari í framtíðinni en á árunum áður, þegar hún var með þeim fremstu í heimi. Miklir erfiðleikar eru framund- an fyrir verslunarflota Norð- manna, sem annarra smáþjóða, vegna þess, að hver þjóð fyrir sig vill annast sjálf útflutning sinn og innflutning. Rekstur norska versl- unar flotans byggist á flutningum fyrir erlendar þjóðir. Það er óráðin gáta framtíðarinnar hvort norski fáninn mun blakta um öll höf og í öllum heimshöfnum, sem áður var. Utanríkisverslunin. En erfiðara er, að sömu vandræð in mæta ýmsum iðngreinum, er byggja á útflutningi, svo sem rekstri járnnáma, framleiðslu brennisteinskíss, járnblendinga, al úminium. Sem stendur er þó eftir- spurnin svo mikil eftir þessum vör um, að lítið ber á sölutregðu. Fisk- veiðarnar munu í mörg ár bera sig vel, og eins trjávöruframleiðslan. Gjaldeyrisinnstæður Norð- manna erlendis fullnægja ekki hinni miklu þörf fyrir innflutning. Einkum eru dollarainnstæðurnar af skornum skamti. Þær námu í stríðslokin 250 milljónum dollara og nægja ekki fyrir nauðsynleg- ustu vörum. Sterlingspundainn- stæðurnar eru sæmilegar, en lönd þau, sem sterlingsgreiðslurnar ná til, eru ekki að sama skapi aflögu- fær. Erfiðleikar Norðmanna í ut- anríkisverslun stafa af því, að sterlingspundainnstæður, sem safn ast fyrir, vegna hagstæðs greiðslu jafnaðar fást trauðla fluttar yfir í annan gjaldeyri. Hin andlegu verðmæti aðalatriðið. Vandamál þessara ára eftir stríð ið virðast vera á hinu efnalega Háskólinn í Osló.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.