Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 8
164 að skipinu, gerðu þeir þegar ráð- stafanir til þess að bjarga mönn- um, sem bera kynni að landi þar vestan á eynni. Þeir fóru niður í fjöru með kaðla og brekán og heitt kaffi og alt annað er þeim hug- kvæmdist að kynni að verða að notum. Biðu þeir svo þess, að ein- hverjum kynni að skola lifandi á land, eða með lífsmarki. Þeir sáu glögt þegar mennirnir slitnuðu úr reiðanum. Brimið bar þá upp að eynni. Þeir Viðeyjarmenn óðu út í á móti þeim, og björguðu þeim á land. En engum skilaði hin ólg- andi hrönn lifandi. Ellefu líkum björguðu þeir undan sjó þá um daginn. Voru þau fyrst borin inn í helli, sem þar er. Þar voru þau þvegin og veittar nábjargir, og síðan borin heim í kirkju. Daginn eftir var komið mikið betra veður. Þá var mannaður upp skipunarbátur í Reykjavík og send ur út í eyju, til þess að fá vissu urri afdrif skips og skipshafnar, því að þá var ekki kominn sími í Viðey. Jón Magnússon yfirfiskimatsmaður var í þessari för, og hefir hann sagt mjer svo frá, að þar hafi verið svo köld aðkoma, að hann geti ekki gleymt því, er hann kom inn í kirkjuna og sá öll líkin. ÞÓTT þessi þrjú skip, sem fórust í mannskaðaveðrinu 7. apríl, væri frá Reykjavík, voru ekki eingöngu Reykvíkingar á þeim. Af 68 mönn- um, sem fórust voru 24 Reykvík- ingar. Hinir voru úr ýmsum stöð- um, á Ingvari t. d. 2 bræður frá Vetleifsholti og 2 menn frá Vet- leifsholtsparti í Rangárvallasýslu. Akranes varð tíltölulega fyrir lang mestu manntjóni; þaðan voru 15 menn á þessum skipum, en auk þess höfðu þá um haustið farist 10 menn á báti frá Akranesi, svo að þetta þorp, sem þá var mjög lítið, misti 25 menn í sjóinn þetta ár. EINS og áður er sagt bar mönn- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um ekki saman um hve margir menn hefði sjest í reiðanum á Ingvari, þegar hann var strandað- ur. En hver talan sem tekin er, þá vantar nokkuð upp á fulla tölu, því að á skipinu áttu að vera 20 menn (sá 21. hafði verið settur á land í Keflavík, vegna þess hvað hann var sjóveikur. Hann hjet Tómas Tómasson frá Vælugerði í Flóa). Getur vel verið að Ingvar hafi áður mist eitthvað af mönn- um, t. d. er hann varð fyrir áfali- inu í Garðsjó og misti stórseglið. Um það veit enginn. Eitt líkið af þeim, sem rak í Viðey, var flutt til Akraness og jarðsett þar, en hin 10 til Reykjavíkur og jarðsett þar 20. apríl. Var Dómkirkjan þá tjöld uð svörtu og fluttu þar ræður sjera Jóhann Þorkelsson og Ólafur Ól- afsson, fríkirkjuprestur. Suður í kirkjugarði talaði sjera Friðrik Friðriksson. Voru 9 skipverjar grafnir í einni gröf, en sá 10. við hlið konu sinnar. Öllum verslunar búðum var lokað og vinnu hætt á meðan jarðarförin fór fram. Lík- fylgdin var svo fjölmenn, að aldrei hafði annað eins þekst í Reykja- vík. Við þetta tækifæri orkti Guð- mundur Guðmundsson, skáld, hið gullfagra kvæði, er svo byrjar: Sofið í friði, vorið blikfeld breiði bjartan á yður, landsins góðu synir. ÞESS má gcta hjer, að „Emilie'* var óvátrygð en „Sophie Wheatley11 og „Ingvar“ trygð í þilskipaábyrgð arfjelagi Faxaflóa fyrir 10—12 þús. kr. Sjómennirnir voru allir í skyldu ábyrgð í hinum nýstofnaða lífsá- byrgðarsjóði sjómanna skv. lögum •frá 1903. Sá sjóður greiddi nán- ustu aðstandendum hinna látnu 100 kr. á ári í 4 ár. En O. Olavscn hafði auk þess trygt Ingvar og alla skipshöfnina hjá dönsku vátrygg- ingarfjelagi nokkrum dögum áður en skipið fórst. Tókst það vegna þess að skipið var skrásett í Dan- mörku. Var líftryggingin svo há að hver ekkja og börn hinna drukn uðu áttu að fá 1200—2800 krónur, en vátrygging einhleypra 800 kr., ef þeir áttu fyrir einhverjum að sjá. Þótti það nýlunda þá, að út- gerðarmaður skyldi bera svo mikla umhyggju fyrir sjómönnum sínum að vátryggja þá óbeðið og á sinn kostnað. MARGT var rætt og ritað um slys þetta og sumt í allsterkum á- sökunartón. Tala blöðin þar aðal- lega um tvent. Annað var það, að þetta sama kvöld, eftir að menn höfðu mikinn hluta dags horft á heljarstríð skipverja, sýndi Leik- fjelagið gamanleik, og var hann talsvert sóttur. Slíkt gæti ekki kom ið fyrir nú á dögum, og það sýnir hvað' hugsunarhátturinn hefir breyst á þessum árum. Til voru þó þeir menn, er hneiksluðust mjög á þessu t. d. ritstjórar, blað- anna „Reykjavíkin“ (Jón Ólafsson) og „Alþýðublaðsins“ (Pjetur G. Guðmundsson). Get jeg ekki stilt mig um að taka hjer upp orðrjett það sem Alþýðublaðið segir um þetta: „Fyrir nokkrum vikum var mik- ill sorgarblær yfir bænum. Flögg voru dregin í hálfa stöng hvar sem því varð við komið. Leikhúsinu var lokað um tíma og öllum skólum. Sorgarguðsþjónustur voru haldnar í kirkjunum og víðar og klukkum hringt kvölds og morgna. Þetta var gert í tilefni af því, að mikilsmet- inn „yfirmaður“ suður í Danmörku andaðist úr elli (Kristján IX). — En 7. þ. mán. þegar tveir tugir ís- lenskra sjómanna fellu sem fórn fyrir óblíðu náttúrunnar og hirðu- leysi manna, dóu hræðilegum slys- faradauða fyrir augunum á öllum bæjarbúum, þá sást hvergi flagg á stöng nje heyrðist klukknahljóm- ur, en gamanleikur var sýndur í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.