Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 2
' n -t LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ý 35Ö arnar í Alaska eru Yakutat, er liggur austan við Prince Williamsflóa, Vald- ez, sem er við botn flóans, og Homer, en sá bær stendur utarlega með aust- anverðum Cooksfirði. íslensku stöðv- arnar eru Eyrarbakki, Akureyri og Kirkjubæjarklaustur. Þess má geta að samfara veðurfars- breytingu þeirri, sem orðið hefur hjer á landi á síðari árum, hafa svipaðar breytingar átt sjer stað, bæði í Norð- ur-Noregi og Alaska. Skógarnir á þessum slóðum hafa því alist upp við öllu verri veðurskilyrði heldur en Hiti einstakra manaöa C jan. febr. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. dcs. Noregur Hamaröy —1,2 —3,0 -2,2 00 Lft to T-t Dividalen —10,1 —9,3 —6,7 —1,8 3,6 Tromsö —3,1 —3,9 —2,9 —0,1 3,2 Island Eyrarb. —0,2 0,1 * 0,9 3,4 7,1 Akureyri —1,0 —0,9 —0,1 2,1 6,1 Kirkjub. —0,1 0,3 1,4 4,2 7,6 Alaska Yakutat —1,3 —0,7 0,3 3,4 6,5 Valdez —7,0 —5,7 —3,4 1,3 5,9 Homer —4,2 —1,5 -1,3 3,2 5,0 Með samanburði á hita einstakra mánaða á framangreindum stöðum og með því að bera saman meðalhitann yfir vaxtartímann júní til september, geta menn sjeð, að mismunurinn er eigi stórvægilegur. Einkum er meðal- hiti vaxtartímans mjög svipaður, en hann er talinn hafa mesta þýðingu í þessu sambandi. Úrkoman er og Jík, og eiga allir staðirnir sammerkt í því, að þurrasti tími ársins eru vormán- uðurnir,*en haustmánuðurnir eru úr- íellasamastir. Allt Troms fylki og öll suðurströnd Alaska eru skógi vaxin milli fjalls og fjöru. í Alaska er enn írumskógur með gömlum og gildum trjám, en í Troms fylki er allur gamall skógur höggvinn. Er þar því lítið af gildum trjám, ctí til skamms tíma voru til trje, er veru upp undir meter í þver- 1 mál. Fræ af þessum slóðum eru væn- ( lcgri til að. vaxa upp og verða að 1 þróskamiklum trjám hjer á landi held ur en flestar ef ekki allar trjátegundir, sem hingað til hafa verið gróðursett- ^ ^r í íslenskan jarðveg. I / júni— sept. meðalt. 9,7 12,5 11,9 8,5 4,2 1,1 —0,7 10,7 9,3 13,3 10,7 5,7 —1,2 —6,5 —9,2 9,8 *7,7 11,4 10,6 6,6 1,9 —1,2 —2,9 9,1 10,1 11,9 10,9 8,1 3,4 1,6 0,9 10,2 9,7 11,0 10,3 7,6 2,9 —0,9 —0,2 9,7 10,6 12,1 11,3 8,4 3,9 1,7 1,0 10,8 10,2 11,6 11,7 9,1 5,7 1,6 —0,9 10,6 10,0 11,8 11,0 7,9 3,2 —3,0 —5,1 10,2 10,1 12,0 ll^ 8,6 4,1 —1,3 -4,0 10,6 þeir eiga nú við að búa. Þessi stað- reynd gefur því enn meiri vissu fyrir því, að barrskógaræktun megi takast hjer á íslandi. f þessum hjeruðum Alaska og Nor- egs vaxa margar trjátcgundir, -og skulu nefndar þær helstu, sem væn- legast mun að rækta. Sitkagreni (Picea sitkaensis) vex umhverfis Prince Williamsflóa og beggja vegna Cooksfjarðar. Vex það frá fjöruborði og upp í 300—400 m. hæð yfir sjó. Nær það bestum þroska, þar sem mikil úrkoma er. Víðast er það um 20—30 metra á hæð, en á skýldum stöðum getur það orðið yfir 40 metra hátt. Vex sitkagrepi mjög ört og er t.d. miklu hraðvaxnara en rauðgreni. Viður þessi er hyítur og ljettur, ágætur til hverskonar smíða, pappírsgerðar og margskonar iðnaðar. Fjallaþöll (Tsuga mertensiana) vex á sömu slóðum og. sitkagrenið um- hverfis Prince Williamsflóa, en þöllin fer miklu hærra til fjalls og lengra inn í landið. Hún þolir betur þurrara loftslag en grenið og getur þrifist við minni sumarhita. Auk þess er hún nægjusamari hvað jarðveg snertir, en hins vegar vex hún langtum hægar en grenið og nær ekki alveg sömu stærð. Viður þallarinnar er harður og þjettur og er prýðilegur til margskonar smíða. Marþöll '(Tsuga heterophylla) \ ex við Prince Williamsflóa á líkum slóð- um og sitkagrenið. Hún er svipuð að stærð og viðurinn er notaður á sama hátt og greniviðurinn. Marþöllin er talin þurfa ívið betri skilyrði til vaxt- ar heldur en sitkagrenið, en mjög litlu munar samt á þeim. — Ræktun þessarar tegundar á því að vera viss, þar sem sitkagrenið þrífst sæmilega. Erfitt hefur reynst að ná fræi af mar- þöll hingað til þessa. Fræin þroskast seinna en á greninu og þótt fullþrosk- uð grenifræ hafi fengist um miðjan september hafa marþallarfræin, sem tekin voru um sama leyti, reynst ó- þroskuð. Fjallaþinur (Abies lasiocarpa) er ákaflega harðger trjátegund. Hún vex hvergi niður að sjó en heldur sig upp í háfjöllum upp af suðurströnd Alaska. Er miklum erfiðleikum bundið að afla fræs af henni, en slíkt mætti samt eflaust takast. Þyrfti að gera út sjer- stakan leiðangur til þess. En við éfstu vaxtarmörk fjallaþinsins éru trauðla betri vaxtarskilyrði heldur en uppi á Hellisheiði, eða öðrum heiðum hjer sunnan lands. Vöxtur þinsins fer mjög eftir veðráttunni. Hann er fljót- ur að vaxa við góð skilyrði, en hins vegar hafa menn fundið 100. ára trje, sem ekki voru nema á annan meter á hæð. Viður hans er fremur laus í sjer en ljettur. Hvítgreni (Picea canadensis) vex að sjó við innanverðan Cooksfjörö. — Annars er hvítgrenið talið meginlands trje, en þetta er eini staðurinn í heimi, þar sem það vex í hálfgerðu stranda- loítslagi. Hvitgreni það, sem reynt var að gróðursetja hjer um aldamótin, gafst illa, enda var það ættað úr meg- inlandi Canada. Sakir þess er ekki unnt að leggja dóm á þroskamögu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.