Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 6
' 354 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS STÆRÐ VÆNTANDEGRA BARRSKÓGA Að loknum lestri þessarar greinar munu margir ef til vill spyrja, hvort líkindi sjeu til að íslendingar geti ræktað nægilega mikinn við í landinu til þess að fullnægja þörfum sínum að verulegu leyti. Viðarþarfir íslendinga eru nú um 65000 teningsmetrar árlega eða um hálfur teningsmeter á hvert manns- barn. Allar aðrar þjóðir, að Englend- ingum undanskildum, nota meiri við á hvern íbúa. Nú kemur sumt af viði þessum sem fullunnin vara, svo sem pappír, silkisokkar o. fl. En þar sem íslendingar eru fámennir er sennilegt, að margbrotinn viðariðnaður muni ekki borga sig hjer á landi. Mundi þá í framtíðinni aðallega stefnt að því að rækta hjer timbur og við til smíða, en auk þess mætti og* vinna hjer þil- plötur svipaðar trjetexi. Þarfir okkar í þessum efnum eru nú sennilega á milli 30 og 40 þúsund teningsmetrar árlega, en hverjar þær kunna að verða að 100 árum liðnum, er erfitt að segja. En það er ekki fyrr en að þeim tíma liðnum. sem fullur arður fæst af þeirri skógrækt, er hafin er nú. Af þessum ástæðum er hægara að setja dæmið þannig upp, að við sett- um okkur það mark, að framleiða 65000 teningsmetra \^ðar árlega, að 100 árum liðnum. Slík viðarframl. mundi áreiðanlega ljetta mjög undir þjóðarbúskapnum í fram’tíðinni. Samkvæmt því, sem áður er -sagt, ætti að mega gera ráð fyrir 250 ten- ingsmetra vexti á hektara á 100 árum. Til þess að komast upp í 65000 ten- ingsmetra árlega framleiðslu þyrfti að gróðursetja barrtrje í 260 hektara lands á hverju ári í 100 ár. Kostnaðurinn við þetta yrði fyrst og fremst 4160 dagsverk við gróður- setningu, en það yrði röskar kr. 290 þúsund árlega í vinnulaun. Til þessa þyrfti og um 1.700.000 trjáplöntur á hverju ári. Verðmæti þeirra færi nokkuð eftir því, hvaða trjátegundir um væri að ræða, en með því að gera ráð fyrir að helmingur plantna væri úr fræbeðum og helmingur úr dreif- beðum næmi framleiðslukostnaðurinn um kr. 750 þúsund árlega. Samkvæmt þessu þyrfti því að verja rúmlega 1 milljón króna árlega til skóggræðslu í þessu skyni. Þegar lokið væri að gróð ursetja í þau skóglönd, sem nú ei>u girt og friðuð, yrði að sjálfsögðu að verja töluverðu fje til friðunar birki- skógunum, sem gróðursetja ætti í. En í raun og veru þarf að friða langtum fleiri skóga en hingað til hefur gert verið, svo að sá kostnaðarliður kemur ekki barrskógaræktinni beinlínis við. Er tímar liðu mundi töluverður við- ur falla við grisjun og vega nðkkuð á móti þeim kostnaði, sem árlega væri varið til gróðursetningar. Að 50 árum liðnum mundi hagnaðurinn af grisj- uninni nema all miklu meiru en ár- legum gróðursetningarkostnaði, en væri reiknað með 4% vaxtavöxtum af stofnkostnaði mundi hann ekki vera að fullu endurgreiddur fyrr en að 80 árum liðnum. En hreinn ágóði að 100 árum liðnum yrði nærri 8 millj. kr. árlega. Flatarmál þess lands, sem ræktaðir yrðu skógar á, mundi að 100 árum liðnum nema 260 ferkilómetrum, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.