Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Síða 4
352 LESBÓK MORGUTTRLADSINS KOSTNAÐUR VIÐ UPPELDI TRJ ÁPLANTN A Uppeldi trjáplantna er ýmis konar annmörkum háð. Með reynslu þeirri, sem fengist hefur í gróðrarstöðvunum undanfarinn áratug, mun unnt að ala upp trjáplöntur af öllu því fræi, sem kostur er að fá. En kostnaðurinn við uppeldi hinna ýmsu tegunda er all misjafn, og fer hann einkum eftir því, hve lengi plönturnar þurfa að standa í gróðrarstöðinni, áður en þær eru hæf af til gróðursetningar. Sumar plöntur, svo sem skógarfura og birki, er nægi- legt að ala upp til þriggja ára aldurs. Þá má gróðursetja þær á þann stað, er þeim er ætlaður í framtíðinni. — Hafa þær þá ávallt staðið í hinu sama beði frá því að þeim var sáð. Aðrar plöntur eru hinsvegar svo seinþroska, að þær verður að setja í önnur beð í gróðrarstöðvunum eftir að þær eru teknar úr fræbeðinu, og þar verða þær að standa í 2—3 ár. Þá fyrst hafa þær náð ákjósanlegri stærð. — Meðal slíkra plantna eru greni, lerki, þöll og fleiri tegundir. Við uppeldi trjáplantna er aðal- kostnaðurinn fólginn í dreifsetmngu ungviðisins og hirðingu þess í þau tvö ár, sem plöntui^iar standa í dreifbeð- unum. Samkvæmt nýlega gerðri áætlun um kostnað við uppeldi trjáplantna, þar sem stuðst er við reynslu undanfar- inna ára og miðað við kaupgjald eins og það er nú, mun vera unrit að ala upp þriggja ára furur úr fræbeði fyrir um 25 aura hverja plöntu. En þurfi hinsvegar að dreifsetja plönturnar, mun verðið verða um 66 aura á hverja plöntu. Þessi áætlun er miðuð við framleiðslugetu stöðvanna eins og þær eru, en er afköst þeirra aukast mun verðið geta lækkað nokkuð, einkum að þvi er snertir hinar dreifsettu plöntur. KOSTNAÐUR VIÐ GRÓÐURSETNINGU Hjer er gert ráð fyrir að hin ungu bavrtrje verði gróðursett í skjóli birki- skógar. Er þá undir flestum kringum- stæðum nóg að setja þau niður með 1,25 metra millibili. Þá fara 6400 plöntur í hvern hektara lands. — Sje skjólgróðurinn gisinn þarf fleiri plöntur á hvern hektara, og ef skjól- lítið er þarf allt að 10 þús. plöntur á hektara. En meðan nóg er til af skóg- lendi að planta í má reikna með 6400 plöntum. Verð ódreifsettra trjáplantna yrði þá kr. 1600,00 á hvern hektara lands, en dreifsettra yrði kr. 4225,00. Við gróðursetningu barrtrjáa má ætla hverjum manni að setja niður 400 plöntur á degi. Þarf þá 16 dagsverk til þess að fullsetja í hektara lands. Sje dagsverkið reiknað kr. 70,00, nemur gróðursetningarkostnaður kr. 1120,00 á hektara. Með núverandi verðlagi kostar því gróðursetning furu um kr. 2700,00, en gróðursetning grenis eða lerkis um kr. 5350,00 á ha. lands. Nú má alltaf gera ráð fyrir að ofur lítið þurfi að fylla í skörð árið eftir að gróðursetning fer fram, og væri nærri lagi að reikna með kr. 3000,00, gróðursetningar- kostnaði fyrir furu en kr. 5600,00, fyrir greni og lerki. Þessi kostnaður telst sem stofn- kostnaður, og er venjulegt að reikna vexti af honum frá gróðursetningar- degi og fram til þess að skógur er höggvinn. ARÐUR AF BARRTRJÁM Arður af skógrækt er fyrst og fremst fólginn í viðnum, en á stundum geta ýmsar aukatekjur komið til greina. Með slíku verður ekki reiknað hjer. Þegar trjen hafa náð hæfilegum þroska verður að grisja skóginn. — Grisjanir eru endurteknar með hæfi- legu árabili, og fellur þá til nokkur viður. Fyrstu grisjanir gefa lítinn arð, en þegar skógurinn eldist verður grisjunarviðurinn æ vA-ðmætari. Skógarfura hefur nú vaxið í tveim lundum í Hallormsstað um 40 ára skeið. Vöxtur hennar hefur venð mældur nokkrum sinnum, og því er auðvelt að gera sjer nokkuð Ijósa grein fyrir vexti hennar. Að vísu þarf furan að verða um eða yfir 100 ára

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.