Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 10
358 * " irc 'ari LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eitthvert einkennilegasta viður- nefnið í norrænu er skalli í nafni Skalla-Gríms, því naumast getur það verið rjett skýring á því nafni, að það stafi af því, að Grímur hafi misst hánð svo ungui' og þess vegna hafi hanr fengið pafnið -skalli, holdur er það fennilegra, að söguritarinn hafi ekki getað áttað sig á því, að þetta nafn er frá öðrum frumstofni en orðið skalli (þ.e. hárlaus), sem hann hefur þekkt, og því ætlað að útskýra af hverju Grímur fjekk þetta viðurnefni, eða sjernafn, því sem sjornafn notar ritarinn oftast nafnið. í hebr. eru til þrír stofnar, nafnorð, sem öll hafa orðið að skalli, ef þau hafa borist til Norðurlanda, orðin: „s’ackal" = ljón, „sakal“ = auli, bjáni og „saqal“ = steinn. Grímur hefur sýnilega feng- ið nafnið Grímur skalli í merking- unni: Grímur ljón; eða skalli verið áður orðið hreint sjernafn, því dýra- nöfn urðu oft að sjernöfnum manna. Þessi hebr. nöfn virðist Egill Skalla- grímsson hafa þekkt, því í vísunni: „Vals hef ek váfr helsis, váfallr em ek skalla“, (sem jeg held að þýði: valtar hef jeg fætur, er hætt við falli á grjóti), og hjer sje Egill að leika sjer að samanburði (viður)nafns föð- ur síns, ljónsins (skalla), og sjálfs síns nú, sem valts á grjóti (skalla). Beint frá norrænu eru auðvitað all- mörg viðurnefni, t.d.: mjóvi, lambi, hjalti, hængur o. s. frv., sem jeg ekki finn, hvorki sem sjernöfn eða sam- nöfn í hebr. máli, að vísu getur verið, að samstofna stofnar þessum finnist í öðrum semit. málum, en það get jeg ekki rannsakað; en þó býst jeg við, að nokkur þessara viðumafna sjeu alveg glötuð úr semit. málum, eða að þau eigi yngri uppruna í indo- evróp. málum, eftir aðskilnað semit. og indoevróp. málanna. Til eru viðurnefni, sem geta verið góð og skýr norræn orð, en eru líka til sem sjernöfn í hebr., t.d. digri (Björn digri), á hebr.: „deqer“, með i-end- ingu diqri. Þegar svona stendur á, er erfitt að úrskurða frá hvoru málinu það er tekið, er það sjernafn eða við- urnefni,, bæði eru rjett mynduð og góð? Isl. orðið digur er samstofna hebr. sögninni: „dgr“ = draga sig í hnút til árásar, er. hebr. sögnin ,,dqr“ þýðir: að bora í gegn og er samstofna danska nafininu: Dirk, en þar er stafavíxl. Enginn má taka orð mín svo, að jeg sje að áfellast málfræðinga okkar, þótt mig greini á við þá, því jeg furða mig oft á og dáist að, hve nærri þeir hafa oft farið í skýringum sínum, þó um hrein semit. orð, eða orð, sem þar var geymt, en glatað er hjá oss, var að ræða, eins og t.d. skýringu Sig- urðar Nordals á síðari hluta vísu Egils, sem að ofan er nefnd, þótt þar sje notuð hrein hebr. orð, sem annars höfðu breytt merkingu í íslensku. Að mörgum skýringum Barða Guðmunds sonar hef jeg dáðst mjög og sannfært mig um, að þær, þegar orðin skýrðu voru borin saman við hebr. frumstofn ana, voru rjettar. Það má enginn ætl- ast til þess, að fræðimenn skýri rjett öll orð frá öðru máli, sem þeir aldrei hafa lært, og það þótt fyrsti frum- stofninn sje sameiginlegur í báðum málum, ef þau eru horfin úr notkun í voru máli, þótt það finnist í hliðar- grein málsins, sem er 2000 árum eldri en norrænan, eins og vjer þekkjum hana. Það væri mjög æskilegt, að einhverj ir ungir málfræðinemar tæku sjer fyr ir hendur, að nema semit. málin vel, og bera svo öll torskilin norræn orð saman við þau mál, til þess að finna frum-sameiginlega merkingu orðar.na, eða þeirra orða, sem finnast í báðum málum og þau éru mörg, þá mundu þeir geta skýrt margar vísur fornar, sem nú eru misskýrðar eða óskýrðar, einstök torskilin orð og yfirleitt aukið þekkingu vora á allri byggingu og ætt beggja málgreinanna. Sem dæmi um þetta vil jeg nefna íslenska orðið: abbindi (Háv. 37: eik (tekur) Við abbindi), sem er óskýrt, en í hebr. finnst sagnstofninn: „abb“, sem þýðir: að þroskast, bera ávexti; nú er ljóst að abbindi er ættað frá þessum sameiginlega frumstofni og „eik tekur við abbindi" þýðir þá: eik ber ávöxt, eða abbindi er nafnið á á- vexti eikarinnar. Bergoneris (Eg. Lv. 23) virðist eiga að vera nafn á Óðinn, en er annars óskýranlegt. Orðið ber að aðgreina þannig: bar-gon-eris, sbr. hebr.: „bar-gan-eres“ = sonur garðs jarðar = jarðarbur, sonur jarðarinn- ar, og er annaðhvort tökuorð frá hebr. eða þá sameiginlegum frumstofni beggja mála. Aftur á móti er afrek orð, sem vjer öll skiljuip, en hebr. orð- ið: ,,abrek“ er óskýrt á því máli, en skýranlegt' út frá okkar máli, því stofninn er sýnilega sá sami í báðum málunum og það gefur góða merk- ingu. Hebr. sögnin: „thaqa“ er óskýrð á því máli, en sögnina: taka á íslensku skilja allir, sem sýnir, að frummerk- ing sagnarinnar er: að taka á móti einhverju. á hebresku notað um: að taka á móti boðskap frá Drottni. Af þessum athugasemdum mínum vona jeg að allir geti sjeð það og skilið, að allar líkur benda til þess, að Geitskor hafi verið síðara sjernafn Gríms, en ekki viðurnefni, þar eð meginþorri allra íslenskra nafna, sem skoðuð hafa verið sem viðurnefni, voru aðeins sjernöfn mannanna, þeir hjetu tveimur nöfnum, eða fleiri, ef tvö sjernöfn höfðu áður runnið saman í eitt, eins og Geitskor. Guöm. Einarsson. •V HESTAR SJÓVEIKIE Hestar eru svo sjóveikir, aö pegar kappreiöahestar hafa veriö fluttir langar leiðir á sjó, þá þurfa þeir sex mánuöi til þess aö ná sjer. Út af þessu var þaö, aö sex veöhlaupahestar voru nýlega fluttir meö flugvjel frá Lim- rick í frlandi til Los Angeles. Er þaö í fyrsta skifti aö hestar eru fluttir í flugvjel yfir Atlantshaf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.