Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3f,I Helgi Pjeturss. dr.: Urslitaumskiftin í sögu mannkynsins og stórmerkileg bók þaraðlútandi i. JEG HEFI í Þónýal getið um hinn svo afar víðförla og margfróða sænska jarðfræðing prófessor dr. Joh. Gunnar Andersson, og bók, sem sagt var að hann hefði í smíðum, og ætti að heita „Fred eller Förintelse“ (Friður eða glötun). Beið jeg bókar þessarar með mikilli eftirvæntingu, og ekki að á- stæðulausu, eins og jeg veit nú, er jeg hefi haft hama handa á milli. En próf. dr. Dag Strömbáck í Uppsölum hefur verið svo notalegur að senda mjer þá bók. Próf. Andersson er maður, sem víð- ar hefur komið hjer á jörðu, en flestir aðrir. Hann hefur verið við rann- sóknir í nánd við bæði heimsskautin, éog ferðast mikið um Asíu, einkum Kína, þar sem hann dvaldi mörg ár. Hann er nú kominn á elliár og segir í bók þessari ýmislegt af niðurstöð- um og reynslu langrar vísindamanns- ævi, og þó einkum í sambandi við það, sem í'ellinni er hans mikla áhugamál. En það er að reyna að stuðla að því, að orðið geti þessi friðaröld, sem hann telur nauðsynlega til að afstýra því að mannkynið líði undir lok. Margt væri um þessa ágætu bók að segja, en þó verð jeg að leiða mest af því hjá mjer að sinni, og aðeins geta 'um það, sem mjer þykir allra merki- legast. En það er að finna á bls. 278. Þar segir höfundur svo: Sem nátt- úrufræðingur tortryggi jeg mjög þessa skiptingu í heim vísindanna og heim trúarinnar, sem menn hafa haft svo miklar mætur á . . ... Sennilega er sú skipting aðeins til bráðabirgða .... Einn dag mun hin hækkandi flóðalda vísindalegra rannsókna ná alla leið upp til hins ósýnilega . . . Einhver lífeðlisfræðingur, sálfræð- ingur eða sálsýkifræðingur, mun brjóta fyrsta litla skarðið í þann vegg, sem ennþá byrgir hinn ósýnilega heim fyrir oss. í fyrstu mun þessu ekki verða tekið öðru vísi en með efasemdum og mótmælum. En síðan víkkar útsýnið, og nýtt mat verður lagt á mörg gömul verðmæti" (Sbr. hið fræga orðtak Nietzsches: „Um- wertung aller Werte“). i II. Svo virðist mjer, sem hinn mikli náttúrufræðingur hafi þarna spaklega að orði komist. Hann sjer fram á nýja öld, sem hljótast muni af stórkost- legri útfærslu náttúruvísindanna. En rjettara hefði verið að segja, að því upphafi mundi í fyrstu verða tekið með þögn og sljóvleika, því að svo hef ur oftast verið, þegar um upphaf hinna stórkostlegustu tíðinda í heimi vísindanna var að ræða. Og svo er enn. Því að þetta, sem dr. Andersson er að segja fyrir, er þegar orðið. En ekki er það þó neinn lífeðlisfræðing- ur, sálfræðingur eða sálsýkifræðing- ur, sem þarna hefur átt upptökin, heldur jarðfræðingur. Og að vísu var það engum nær að eiga upptökin að þessu nýmæli í sögu jarðar og mann- kyns, en einmitt jarðfræðingi. Og enn verður að athuga, að það er ekkert smáskarð, sem brotið hefur verið í þennan vegg, sem huldi fyrir oss það, sem einmitt svo mjög mikið ríður á að vera ekki alveg ófróður um. — Veggurinn er gjörfallinn. Og nú er að neyta þessa svo undursamlega útsýnis, sem þar með er fengið. ‘ _ t m. Það er engin furða, þó að eins vitur maður og margfróður og jarðfræð- ingurinn J. G. Andersson skuli hafa verið einn hinna fyrstu til að gera sjer ljóst, að mannkynið er nú á sömu leið og jötuneðlurnar á krítaröld, og svo ótalmargar líftegundir aðrar, sem uppi hafa verið á jörðu vorri. En aldrei hefur eins greinilega og nú, eftir styrjöldina mestu, komið í ljós, á hvaða leið er verið hjer á jörðu. Lítum til Indlands. Svo mjög sem það land er oss fjarri, og Indverjar, þá verður oss óumflýjanlega þangað hugsað þessa dagana. Fyrst eru þessi ógurlegu morð margra tuga þúsunda, vegna trúarinnar, og svo þar á ofan flóðin, þar sem enn tugþúsundir láta lífið, margir hverjir á flótta undan morðingjum. Og skelfingarnar verða ennþá skelfilegri af því að það eru svo margir sem skelfast. Úr sömu áttinni eru frjettirnar um, að nú sje að hefj- ast ein sú drepsótt, sem menn að von- um eru hræddastir við. Við því má þó búast, að hinar vísindalegu varnir, sem læknarnir kunna nú tök á, muni að þessu sinni koma í veg fyrir að drepsóttin fari mjög víða. En ósköp er hætt við því, að slíkar varnir mundu lamast, eftir næstu heims-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.